Ríki og borg þurfa að lána Hörpu 730 milljónir króna 8. nóvember 2011 09:00 Íslenska ríkið og Reykjavíkurborg hafa samþykkt að lána 730 milljónir króna til Austurhafnar-TR, eiganda tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu. Austurhöfn er í 54% eigu íslenska ríkisins, sem mun lána 394 milljónir króna, og 46% eigu Reykjavíkurborgar, sem mun lána 336 milljónir króna. Borgarráð samþykkti lánveitinguna síðastliðinn fimmtudag. Til viðbótar við lánið nema framlög ríkis og borgar vegna Hörpu 960 milljónum króna á ári á núverandi verðlagi. Heimildir Fréttablaðsins herma að lánið sem eigendur Austurhafnar eru að veita beri 7% fasta vexti. Lánið er veitt til 12 mánaða og á að endurgreiðast þegar Austurhöfn hefur tryggt sér endurfjármögnun. Fréttablaðið greindi frá því í gær að ráðast á í hana á fyrsta ársfjórðungi 2012 með skuldabréfaútgáfu. Til að ljúka að fullu fjármögnun þeirra félaga sem eiga og reka Hörpu og annarra byggingareita á svæðinu þarf sú skuldabréfaútgáfa að vera upp á 18,3 milljarða króna. Eigendalánið er meðal annars veitt vegna þess að sambankalán sem átti að fjármagna byggingu Hörpu, og var tekið í janúar 2010, dugði ekki til að fjármagna verkefnið að fullu. Eigendalánið sem nú hefur verið samþykkt að veita mun brúa það bil ef frá er talinn lokafrágangur á nokkrum rýmum. Auk þess mun hluti lánsins renna til Situs, dótturfélags Austurhafnar sem á aðra byggingareiti á svæðinu, og hluti mun renna til rekstrarfélagsins Ago. Í minnisblaði Austurhafnar til eigenda sinna, sem lagt var fram í borgarráði, kemur fram að með því að bíða fram á næsta ár geri forsvarsmenn félagsins sér vonir um að kjör á endurfjármögnuninni muni batna. Borgarráð samþykkti lánveitinguna með fjórum atkvæðum gegn einu. Kjartan Magnússon greiddi atkvæði gegn henni. Til stóð að ráðast í endurfjármögnun á sambankaláninu, sem Landsbankinn, Arion banki og Íslandsbanki, veittu á þessu ári. Í minnisblaðinu kemur fram að 17.093 milljóna króna þak hafi verið á sambankaláninu. Áætlaður heildarkostnaður vegna byggingar Hörpu, reksturs hennar fram að endurfjármögnun og kostnaðar vegna annarra byggingarreita er hins vegar áætlaður hærri en sem því þaki nemur. Heildarkostnaður vegna Hörpu og tengdra verkefna, að meðtöldum afskrifuðum kostnaði, er áætlaður 27,7 milljarðar króna. Þegar samningar um byggingu hússins voru undirritaðir í apríl 2002 var áætlaður kostnaður um sex milljarðar króna.- þsj Fréttir Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Innlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira
Íslenska ríkið og Reykjavíkurborg hafa samþykkt að lána 730 milljónir króna til Austurhafnar-TR, eiganda tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu. Austurhöfn er í 54% eigu íslenska ríkisins, sem mun lána 394 milljónir króna, og 46% eigu Reykjavíkurborgar, sem mun lána 336 milljónir króna. Borgarráð samþykkti lánveitinguna síðastliðinn fimmtudag. Til viðbótar við lánið nema framlög ríkis og borgar vegna Hörpu 960 milljónum króna á ári á núverandi verðlagi. Heimildir Fréttablaðsins herma að lánið sem eigendur Austurhafnar eru að veita beri 7% fasta vexti. Lánið er veitt til 12 mánaða og á að endurgreiðast þegar Austurhöfn hefur tryggt sér endurfjármögnun. Fréttablaðið greindi frá því í gær að ráðast á í hana á fyrsta ársfjórðungi 2012 með skuldabréfaútgáfu. Til að ljúka að fullu fjármögnun þeirra félaga sem eiga og reka Hörpu og annarra byggingareita á svæðinu þarf sú skuldabréfaútgáfa að vera upp á 18,3 milljarða króna. Eigendalánið er meðal annars veitt vegna þess að sambankalán sem átti að fjármagna byggingu Hörpu, og var tekið í janúar 2010, dugði ekki til að fjármagna verkefnið að fullu. Eigendalánið sem nú hefur verið samþykkt að veita mun brúa það bil ef frá er talinn lokafrágangur á nokkrum rýmum. Auk þess mun hluti lánsins renna til Situs, dótturfélags Austurhafnar sem á aðra byggingareiti á svæðinu, og hluti mun renna til rekstrarfélagsins Ago. Í minnisblaði Austurhafnar til eigenda sinna, sem lagt var fram í borgarráði, kemur fram að með því að bíða fram á næsta ár geri forsvarsmenn félagsins sér vonir um að kjör á endurfjármögnuninni muni batna. Borgarráð samþykkti lánveitinguna með fjórum atkvæðum gegn einu. Kjartan Magnússon greiddi atkvæði gegn henni. Til stóð að ráðast í endurfjármögnun á sambankaláninu, sem Landsbankinn, Arion banki og Íslandsbanki, veittu á þessu ári. Í minnisblaðinu kemur fram að 17.093 milljóna króna þak hafi verið á sambankaláninu. Áætlaður heildarkostnaður vegna byggingar Hörpu, reksturs hennar fram að endurfjármögnun og kostnaðar vegna annarra byggingarreita er hins vegar áætlaður hærri en sem því þaki nemur. Heildarkostnaður vegna Hörpu og tengdra verkefna, að meðtöldum afskrifuðum kostnaði, er áætlaður 27,7 milljarðar króna. Þegar samningar um byggingu hússins voru undirritaðir í apríl 2002 var áætlaður kostnaður um sex milljarðar króna.- þsj
Fréttir Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Innlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira