Fyrirhugað æfingahús við Grýluvöll í Hveragerði veldur enn deilum í bæjarráðinu þar. Meirihluti Sjálfstæðisflokks hefur ákveðið að bjóða út framkvæmdina. Um er að ræða uppblásanlegt hús.
„Uppblásið æfingahús inni í Dal er ekki skynsamlegasta aðferðin við nauðsynlega uppbyggingu íþróttamannvirkja í Hveragerði,“ sagði fulltrúi minnihluta A-listans sem kvað fjárfestinguna óarðbæra og greiddi atkvæði gegn henni. Fulltrúar meirihlutans sögðu ágreininginn snúast um útfærslu:
„Á því höfum við skilning en undrumst samt ómálefnalegt orðfæri og orðhengilshátt í umræðunni.“ - gar

