Það voru bara tvær mínútur eftir af æfingunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. nóvember 2011 07:00 Einar Ingi Hrafnsson spilar ekki handbolta fyrr en á næsta ári. Mynd/Stefán Það var stutt gaman hjá línumanninum Einari Inga Hrafnssyni sem var valinn í íslenska landsliðið á dögunum. Hann varð fyrir miklu áfalli í fyrrakvöld þegar hann handarbrotnaði á æfingu íslenska landsliðsins. Einar Ingi var að fá sín fyrstu alvöru kynni af A-landsliðinu en átti að baki einn leik með hálfgerðu b-liði sumarið 2009. „Ég veit eiginlega ekki hvað gerðist. Ég greip boltann og er í baráttu á milli tveggja manna. Það kemur einhver slinkur á puttann og ég hélt fyrst að ég hefði farið í og úr lið. Svo kom í ljós að þetta var brotið. Ég hef fengið eitthvert högg á höndina í þessu krafsi en ég datt samt ekkert á höndina eða neitt,“ sagði Einar Ingi og bætti við: „Ég held að það sé ekki hægt að ímynda sér þetta meira svekkjandi. Þetta er alveg skelfilegt og ég veit ekki hvað ég gerði til þess að verðskulda þetta,“ sagði Einar en slysið gerðist í lok æfingarinnar. „Þetta er þvílík óheppni og það voru bara svona tvær mínútur eftir af æfingunni þegar þetta gerðist. Þetta var algjörlega í restina á æfingunni. Ofan á allt annað er þetta síðan skothöndin,“ sagði Einar. Hann hefur leikið ákaflega vel fyrir félag sitt, Mors Thy, í Danmörku á þessu tímabili og hann viðurkennir að það hafi verið erfitt að hringja út og láta þjálfarann vita af meiðslunum. „Ég var stressaður vegna þessa símtals í morgun. Svona er þetta bara og hann blótaði þessu örugglega í sand og ösku þegar hann var búinn að skella á mig. Hann sýndi mér stuðning á meðan ég talaði við hann,“ sagði Einar en það var strax komin pressa á hann að ná leikjum í lok ársins. „Ég er ekki bjartsýnn á að ég nái að spila þennan leik sem hann vill að ég spili milli jóla og nýárs. Það er bara bull að reyna að taka einhvern einn leik þar og skemma meira fyrir sérstaklega þar sem það kemur pása þarna á eftir,“ segir Einar Ingi en landsliðsdraumurinn er dáinn í bili. „Læknirinn sagði við mig í morgun að gifs-tíminn væri svona fjórar vikur og svo eru sex til sjö vikur þangað til maður getur byrjað að gera eitthvað. Þetta ætti því að gróa án þess að ég þurfi að fara í aðgerð. Ef ég er ekki negldur þá á þetta ekki að há mér neitt í framtíðinni. Þeir vilja samt fá mynd af þessu aftur eftir átta til níu daga til að sjá hvort það sé komin einhver hreyfing á þetta. Ef það verður komin einhver hreyfing á brotið þá þarf að negla þetta,“ segir Einar. Íslenski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Handbolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Fleiri fréttir „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu Sjá meira
Það var stutt gaman hjá línumanninum Einari Inga Hrafnssyni sem var valinn í íslenska landsliðið á dögunum. Hann varð fyrir miklu áfalli í fyrrakvöld þegar hann handarbrotnaði á æfingu íslenska landsliðsins. Einar Ingi var að fá sín fyrstu alvöru kynni af A-landsliðinu en átti að baki einn leik með hálfgerðu b-liði sumarið 2009. „Ég veit eiginlega ekki hvað gerðist. Ég greip boltann og er í baráttu á milli tveggja manna. Það kemur einhver slinkur á puttann og ég hélt fyrst að ég hefði farið í og úr lið. Svo kom í ljós að þetta var brotið. Ég hef fengið eitthvert högg á höndina í þessu krafsi en ég datt samt ekkert á höndina eða neitt,“ sagði Einar Ingi og bætti við: „Ég held að það sé ekki hægt að ímynda sér þetta meira svekkjandi. Þetta er alveg skelfilegt og ég veit ekki hvað ég gerði til þess að verðskulda þetta,“ sagði Einar en slysið gerðist í lok æfingarinnar. „Þetta er þvílík óheppni og það voru bara svona tvær mínútur eftir af æfingunni þegar þetta gerðist. Þetta var algjörlega í restina á æfingunni. Ofan á allt annað er þetta síðan skothöndin,“ sagði Einar. Hann hefur leikið ákaflega vel fyrir félag sitt, Mors Thy, í Danmörku á þessu tímabili og hann viðurkennir að það hafi verið erfitt að hringja út og láta þjálfarann vita af meiðslunum. „Ég var stressaður vegna þessa símtals í morgun. Svona er þetta bara og hann blótaði þessu örugglega í sand og ösku þegar hann var búinn að skella á mig. Hann sýndi mér stuðning á meðan ég talaði við hann,“ sagði Einar en það var strax komin pressa á hann að ná leikjum í lok ársins. „Ég er ekki bjartsýnn á að ég nái að spila þennan leik sem hann vill að ég spili milli jóla og nýárs. Það er bara bull að reyna að taka einhvern einn leik þar og skemma meira fyrir sérstaklega þar sem það kemur pása þarna á eftir,“ segir Einar Ingi en landsliðsdraumurinn er dáinn í bili. „Læknirinn sagði við mig í morgun að gifs-tíminn væri svona fjórar vikur og svo eru sex til sjö vikur þangað til maður getur byrjað að gera eitthvað. Þetta ætti því að gróa án þess að ég þurfi að fara í aðgerð. Ef ég er ekki negldur þá á þetta ekki að há mér neitt í framtíðinni. Þeir vilja samt fá mynd af þessu aftur eftir átta til níu daga til að sjá hvort það sé komin einhver hreyfing á þetta. Ef það verður komin einhver hreyfing á brotið þá þarf að negla þetta,“ segir Einar.
Íslenski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Handbolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Fleiri fréttir „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti