Ungur Valsari vill komast í breska landsliðið fyrir Ólympíuleikana Henry Birgir Gunnarsson skrifar 29. október 2011 10:00 óvæntur fulltrúi íslands á ólympíuleikunum? Hinn tvítugi leikmaður Vals, Atli Már Báruson, er á góðri leið með að tryggja sér sæti í Ólympíuhópi breska landsliðsins í handbolta.fréttablaðið/anton Svo gæti farið að Ísland ætti þátttakanda í handboltakeppni Ólympíuleikanna þó svo að íslenska landsliðið komist ekki til London. Hinn tvítugi Valsari Atli Már Báruson hefur nefnilega sótt um að komast í lið heimamanna. Bretar hafa ekki verið þekktir fyrir afrek sín á handboltavellinum en þar sem þeir halda leikana fá þeir að vera með í handboltakeppninni. Bretar auglýstu eftir leikmönnum um allan heim sem hefðu reynslu af handbolta og gætu spilað undir merkjum Bretlands. Faðir Atla er Breti og þess vegna á hann kost á að spila undir merkjum Bretlands. „Það er smá vinna eftir. Ég hef ekki verið í miklu sambandi við föður minn en þarf að ná sambandi við hann og fá ýmislegt frá honum svo ég geti gengið frá umsókninni um tvöfalt ríkisfang. Það er því aðalmálið núna. Ef það gengur eftir fer ég út til reynslu hjá Bretunum í janúar,“ segir Atli Már, en Bretarnir eru spenntir fyrir því að skoða strákinn. „Þeir vilja ólmir fá mig út og vonandi ganga málin hratt fyrir sig. Þetta er spennandi ævintýri.“ Það var upphaflega vinur Atla sem kom honum í samband við Bretana og eftir það fóru hjólin að snúast. „Ég hafði grínast með það lengi að ég gæti spilað með Bretum á Ólympíuleikunum. Ingvar, vinur minn og markvörður Vals, sendi fyrirspurn út til þeirra fyrir mig. Þeir svöruðu um hæl og eru spenntir fyrir því að fá mig til sín,“ segir Atli og það leynir sér ekki að hann er talsvert spenntur. Þar sem Bretar hafa ekki iðkað handbolta gerir hann sér grein fyrir því að hann á mjög góða möguleika á að komast í liðið, fari svo að hann fái leyfi til þess að keppa undir merkjum Bretlands. „Ég geri mér ekki alveg grein fyrir styrk þeirra sem fara í æfingabúðirnar í janúar og hversu margir þeir verða. Það eru tveir landsliðsmenn Breta að spila hér á landi og miðað við styrk þeirra tel ég mig eiga góðan möguleika. Þessi grínhugmynd er á góðri leið með að verða að veruleika. Það er frekar fyndið.“ Það er stærsti draumur flestra íþróttamanna að spila á Ólympíuleikunum og Atli viðurkennir að hann hafi ekki átt von á að sá draumur myndi kannski rætast á næsta ári. „Í það minnsta ekki með Bretlandi. Ég sá það ekki fyrir. Það er alveg ótrúlegt. Þetta ætti að skýrast allt í janúar en ég er bjartsýnn á að dæmið gangi upp. Ég er orðinn gríðarlega spenntur og þetta yrði algjör draumur.“ Atli er uppalinn Valsari og hann nýtti öll ráð til þess að heilla Bretana. „Ég sagði þeim að ég spilaði með félaginu sem Ólafur Stefánsson ólst upp hjá. Sagði að frá þessu félagi kæmu einnig leikmenn eins og Dagur Sigurðsson, Sigfús Sigurðsson og Guðmundur Hrafnkelsson. Það var um að gera að nýta það sem ég get,“ segir Atli og hlær við. Olís-deild karla Mest lesið „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Fótbolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Fótbolti KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Handbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Fleiri fréttir KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Sjá meira
Svo gæti farið að Ísland ætti þátttakanda í handboltakeppni Ólympíuleikanna þó svo að íslenska landsliðið komist ekki til London. Hinn tvítugi Valsari Atli Már Báruson hefur nefnilega sótt um að komast í lið heimamanna. Bretar hafa ekki verið þekktir fyrir afrek sín á handboltavellinum en þar sem þeir halda leikana fá þeir að vera með í handboltakeppninni. Bretar auglýstu eftir leikmönnum um allan heim sem hefðu reynslu af handbolta og gætu spilað undir merkjum Bretlands. Faðir Atla er Breti og þess vegna á hann kost á að spila undir merkjum Bretlands. „Það er smá vinna eftir. Ég hef ekki verið í miklu sambandi við föður minn en þarf að ná sambandi við hann og fá ýmislegt frá honum svo ég geti gengið frá umsókninni um tvöfalt ríkisfang. Það er því aðalmálið núna. Ef það gengur eftir fer ég út til reynslu hjá Bretunum í janúar,“ segir Atli Már, en Bretarnir eru spenntir fyrir því að skoða strákinn. „Þeir vilja ólmir fá mig út og vonandi ganga málin hratt fyrir sig. Þetta er spennandi ævintýri.“ Það var upphaflega vinur Atla sem kom honum í samband við Bretana og eftir það fóru hjólin að snúast. „Ég hafði grínast með það lengi að ég gæti spilað með Bretum á Ólympíuleikunum. Ingvar, vinur minn og markvörður Vals, sendi fyrirspurn út til þeirra fyrir mig. Þeir svöruðu um hæl og eru spenntir fyrir því að fá mig til sín,“ segir Atli og það leynir sér ekki að hann er talsvert spenntur. Þar sem Bretar hafa ekki iðkað handbolta gerir hann sér grein fyrir því að hann á mjög góða möguleika á að komast í liðið, fari svo að hann fái leyfi til þess að keppa undir merkjum Bretlands. „Ég geri mér ekki alveg grein fyrir styrk þeirra sem fara í æfingabúðirnar í janúar og hversu margir þeir verða. Það eru tveir landsliðsmenn Breta að spila hér á landi og miðað við styrk þeirra tel ég mig eiga góðan möguleika. Þessi grínhugmynd er á góðri leið með að verða að veruleika. Það er frekar fyndið.“ Það er stærsti draumur flestra íþróttamanna að spila á Ólympíuleikunum og Atli viðurkennir að hann hafi ekki átt von á að sá draumur myndi kannski rætast á næsta ári. „Í það minnsta ekki með Bretlandi. Ég sá það ekki fyrir. Það er alveg ótrúlegt. Þetta ætti að skýrast allt í janúar en ég er bjartsýnn á að dæmið gangi upp. Ég er orðinn gríðarlega spenntur og þetta yrði algjör draumur.“ Atli er uppalinn Valsari og hann nýtti öll ráð til þess að heilla Bretana. „Ég sagði þeim að ég spilaði með félaginu sem Ólafur Stefánsson ólst upp hjá. Sagði að frá þessu félagi kæmu einnig leikmenn eins og Dagur Sigurðsson, Sigfús Sigurðsson og Guðmundur Hrafnkelsson. Það var um að gera að nýta það sem ég get,“ segir Atli og hlær við.
Olís-deild karla Mest lesið „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Fótbolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Fótbolti KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Handbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Fleiri fréttir KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Sjá meira