Fastafylgi er ekki til Pawel Bartoszek skrifar 28. október 2011 06:00 Ég tók þátt í síðustu kosningabaráttu gegn Besta flokknum. Þegar hann mældist snemma vors með tvo menn inni í borgarstjórn þótti mér sem öðrum það fremur augljóst að Jón Gnarr væri að „toppa of snemma“. Síðan mældist hann með fjóra, þá hugsuðu menn að nú hlyti þetta að vera algjör toppur. Svo fór hann að mælast með hreinan meirihluta og þá þurfti að fara að gá betur hverjir væru eiginlega á þessum lista. Hugtakið „að toppa of snemma“ er dæmi um það þegar menn reyna að að skapa sögu þar sem engin saga er. Fylgi flokka sveiflast. Það er alltaf betra að hafa meira fylgi en minna. ESB-andstæðingar eru ekki að toppa of snemma, þeir eru að vinna. Ríkisstjórnin er ekki að toppa seint, hún er óvinsæl. Annað hugtak sem maður lærir að nota ef maður vill ræða um stjórnmál í spekingslegum tón er hugtakið „fastafylgi“. Það eiga að vera þeir kjósendur sem kjósa tiltekinn flokk skilyrðislaust. Líklegast er slíkt fólk til en ég hugsa að það sé margfalt minna um það en margir, sérstaklega stjórnmálamenn, vilja ímynda sér. Kannski er svokallað fastafylgi flokka svipað að stærð og landsfundir þeirra, en varla mikið meira. Enda er það svo að sá stjórnmálamaður sem gengur að einhverju atkvæði vísu er fljótur að missa það. Stór hluti hverrar kosningabaráttu gengur einmitt út á að hringja í meinta fastafylgið og hvetja það til að kjósa sig. Svo fast er nú það fylgi. Þegar flokkar hverfaÁ Íslandi hefur flokkakerfið lengst af verið í grunninn fremur stöðugt. Jafnvel hrun heils fjármálakerfis kallaði ekki fram verulegar breytingar. VG komu inn í ríkisstjórn í stað Sjálfstæðisflokksins og Borgarahreyfingin kom inn á þing meðan Frjálslyndir duttu út. Við getum séð það á umræðunni að þeir sem lengst hafa fengist við pólitíska orðræðu hafa stundum ekki hugmyndaflug í annað en að færa kjósendur milli flokkanna fjögurra og velta því svo fyrir sér hvaða áhrif hitt og þetta hafi á mögulegt stjórnarsamstarf einhverra þeirra. En dæmin frá öðrum löndum sýna að mun róttækari uppstokkun er möguleg. Þegar ríkisstjórn hægrimanna féll í kosningum í Póllandi árið 2001 duttu báðir stjórnarflokkarnir út af þingi. Þetta var samt að mörgu leyti ágæt ríkisstjórn. Hún kom á nýju sýsluskipulagi, endurskipulagði menntakerfi barna og unglinga og einfaldaði skattkerfið. En vörumerkin drógu ekki lengur að. Hver á fætur öðrum fundu þingmenn sér aðra flokka og leyfðu þeim gömlu að sökkva til botns. Þetta var, með öðrum orðum, svolítil svona „Gamla Kaupþing, Nýja Kaupþing“ hugsun. Nýir flokkar?Það er vel hægt að hugsa sér fleiri hugmyndafræðilega samstæða flokka inni á íslenska stjórnmálasviðinu. Kannski vantar umhverfisverndarflokk sem er meira grænn en rauður? Kannski ættu frjálshyggjumenn að bjóða fram? Eða hópar tengdir mótmælendum? Ég hefði síðan ekkert á móti Evrópusinnuðum hægriflokki. Sjálfstæðisflokkurinn er vitanlega ekki Evrópusinnaður, hann er líklegast ESB-skeptískari en oft áður. Það er þannig séð ekki útilokað að deila flokki með fólki sem er ósammála manni um ESB. En það þarf tvo til. Sé yfirgnæfandi meirihluti fólks í einhverjum samtökum á því að maður eigi ekki samleið með því, þá á maður líklegast ekki samleið með því. Bara eitthvað annað?Margt bendir til að hinir rótgrónu flokkar geti ekki gengið að atkvæðum fólks vísum. En helsti vandi nýrra framboða á Íslandi hefur verið að þau hafa stundum reynt að höfða til allra og engra í senn í stað þess að hafa skýra stefnu og tala fyrir henni. Sé litið til síðustu kosninga hafa ný framboð fyrst og síðast lagt áherslu á að þau væru einmitt „ný“, „öðruvísi“ eða „ekki eins og hinir“. Einhver hljómgrunnur er alltaf fyrir slíkum boðskap en menn vinna ekki kosningar á því að láta eins og þeir bjóði sig fram í stjórnarandstöðu. Menn eiga að segja: „Þetta viljum við að gera“ og „hér er fólkið sem mun gera það“. Þannig vinna menn til sín fylgi. Jafnvel svokallað fastafylgi einhvers annars. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Pawel Bartoszek Skoðanir Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Ég tók þátt í síðustu kosningabaráttu gegn Besta flokknum. Þegar hann mældist snemma vors með tvo menn inni í borgarstjórn þótti mér sem öðrum það fremur augljóst að Jón Gnarr væri að „toppa of snemma“. Síðan mældist hann með fjóra, þá hugsuðu menn að nú hlyti þetta að vera algjör toppur. Svo fór hann að mælast með hreinan meirihluta og þá þurfti að fara að gá betur hverjir væru eiginlega á þessum lista. Hugtakið „að toppa of snemma“ er dæmi um það þegar menn reyna að að skapa sögu þar sem engin saga er. Fylgi flokka sveiflast. Það er alltaf betra að hafa meira fylgi en minna. ESB-andstæðingar eru ekki að toppa of snemma, þeir eru að vinna. Ríkisstjórnin er ekki að toppa seint, hún er óvinsæl. Annað hugtak sem maður lærir að nota ef maður vill ræða um stjórnmál í spekingslegum tón er hugtakið „fastafylgi“. Það eiga að vera þeir kjósendur sem kjósa tiltekinn flokk skilyrðislaust. Líklegast er slíkt fólk til en ég hugsa að það sé margfalt minna um það en margir, sérstaklega stjórnmálamenn, vilja ímynda sér. Kannski er svokallað fastafylgi flokka svipað að stærð og landsfundir þeirra, en varla mikið meira. Enda er það svo að sá stjórnmálamaður sem gengur að einhverju atkvæði vísu er fljótur að missa það. Stór hluti hverrar kosningabaráttu gengur einmitt út á að hringja í meinta fastafylgið og hvetja það til að kjósa sig. Svo fast er nú það fylgi. Þegar flokkar hverfaÁ Íslandi hefur flokkakerfið lengst af verið í grunninn fremur stöðugt. Jafnvel hrun heils fjármálakerfis kallaði ekki fram verulegar breytingar. VG komu inn í ríkisstjórn í stað Sjálfstæðisflokksins og Borgarahreyfingin kom inn á þing meðan Frjálslyndir duttu út. Við getum séð það á umræðunni að þeir sem lengst hafa fengist við pólitíska orðræðu hafa stundum ekki hugmyndaflug í annað en að færa kjósendur milli flokkanna fjögurra og velta því svo fyrir sér hvaða áhrif hitt og þetta hafi á mögulegt stjórnarsamstarf einhverra þeirra. En dæmin frá öðrum löndum sýna að mun róttækari uppstokkun er möguleg. Þegar ríkisstjórn hægrimanna féll í kosningum í Póllandi árið 2001 duttu báðir stjórnarflokkarnir út af þingi. Þetta var samt að mörgu leyti ágæt ríkisstjórn. Hún kom á nýju sýsluskipulagi, endurskipulagði menntakerfi barna og unglinga og einfaldaði skattkerfið. En vörumerkin drógu ekki lengur að. Hver á fætur öðrum fundu þingmenn sér aðra flokka og leyfðu þeim gömlu að sökkva til botns. Þetta var, með öðrum orðum, svolítil svona „Gamla Kaupþing, Nýja Kaupþing“ hugsun. Nýir flokkar?Það er vel hægt að hugsa sér fleiri hugmyndafræðilega samstæða flokka inni á íslenska stjórnmálasviðinu. Kannski vantar umhverfisverndarflokk sem er meira grænn en rauður? Kannski ættu frjálshyggjumenn að bjóða fram? Eða hópar tengdir mótmælendum? Ég hefði síðan ekkert á móti Evrópusinnuðum hægriflokki. Sjálfstæðisflokkurinn er vitanlega ekki Evrópusinnaður, hann er líklegast ESB-skeptískari en oft áður. Það er þannig séð ekki útilokað að deila flokki með fólki sem er ósammála manni um ESB. En það þarf tvo til. Sé yfirgnæfandi meirihluti fólks í einhverjum samtökum á því að maður eigi ekki samleið með því, þá á maður líklegast ekki samleið með því. Bara eitthvað annað?Margt bendir til að hinir rótgrónu flokkar geti ekki gengið að atkvæðum fólks vísum. En helsti vandi nýrra framboða á Íslandi hefur verið að þau hafa stundum reynt að höfða til allra og engra í senn í stað þess að hafa skýra stefnu og tala fyrir henni. Sé litið til síðustu kosninga hafa ný framboð fyrst og síðast lagt áherslu á að þau væru einmitt „ný“, „öðruvísi“ eða „ekki eins og hinir“. Einhver hljómgrunnur er alltaf fyrir slíkum boðskap en menn vinna ekki kosningar á því að láta eins og þeir bjóði sig fram í stjórnarandstöðu. Menn eiga að segja: „Þetta viljum við að gera“ og „hér er fólkið sem mun gera það“. Þannig vinna menn til sín fylgi. Jafnvel svokallað fastafylgi einhvers annars.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun