Til þingmanna Samfylkingar 27. október 2011 06:00 Einn fræknasti útrásarvíkingur Íslands keypti þyrlu, glæsivillu og Elton John í eigin persónu árið 2007. Ég keypti mér sparneytinn fjölskyldubíl, raðhús og geisladisk með Gunna Þórðar. Téður víkingur hefur nú fengið afskrifaðar upphæðir sem nema andvirði rúmlega 2.000 raðhúsa í Hveragerði, ef marka má fréttir í fjölmiðlum. Ég hef ekki fengið afskrifaða/leiðrétta eina einustu krónu og á þó ekki nema eitt lítið raðhús í blómabænum. Ég tek þetta fáránlega dæmi til þess að undirstrika hversu illa ykkur gengur að byggja upp réttlátt þjóðfélag, eftir hrunið sem sum ykkar áttuð umtalsverðan þátt í. Þótt sök ykkar sé vissulega minni en ýmissa annarra stjórnmálamanna. Ég verð að segja að ég er allt annað en sáttur við ykkar frammistöðu við að rétta við hag heimilanna. Það eru mér mikil vonbrigði að horfa upp á dugleysið sem virðist einkenna flokkinn sem ég hef stutt með ráðum og dáð. Hingað til. Ég ætla ekki að rekja hér nákvæmlega hvernig fyrir sjálfum mér er komið, en í stuttu máli sagt er ég svo „heppinn“ að hafa staðið undir stökkbreytta húsnæðisláninu mínu fram til þessa. Það er fyrst og fremst vegna þess að ég eyddi ekki um efni fram fyrir hrun. Keypti ekki 50 milljóna króna húsið sem bankinn sagði mér að ég hefði bolmagn til að kaupa og tók ekki heldur erlenda lánið sem mér var ráðlagt að taka. Og ekki datt mér í hug að kaupa Elton John í afmælið mitt. Enda bæði smekkmaður á tónlist og sparsamur. Ég staðgreiddi bílinn sem ég hafði sparað mér fyrir og keypti mér 30 milljóna króna raðhús. Ég var sem sagt á haustmánuðum 2007 í nýlegu raðhúsi, á nýlegum bíl og skuldaði ekkert nema íslenskt, verðtryggt lán á 4,25 % vöxtum. Óskastaða? Afborgun af láninu var í kringum hundrað þúsund á mánuði. Ári síðar kom hrunið og fljótlega eftir það var afborgunin komin í 150 þúsund og er núna rúmar 160 þúsund krónur á mánuði. Ég borga því u.þ.b. 700 þúsund krónum meira á ári hverju af húsinu mínu eftir hrun. Þar við bætast auðvitað allar aðrar verðlagshækkanir. Ég stend ekki undir þessu mikið lengur. Meðan fólk allt í kringum mig, sem margt hagaði sér ógætilega í aðdraganda hrunsins, fær afskrifaðar fleiri milljónir get ég ekki verið sáttur við ykkar frammistöðu. Jú, víst keypti ég mér flatskjá 2007, en ég staðgreiddi hann. Ég eyddi sem sagt ekki um efni fram fyrir hrun. En ég hef eytt um efni fram eftir hrun. Af illri nauðsyn. Ég skora á ykkur öll að leita allra leiða til þess að koma til móts við mig – og margt annað fólk sem er í svipaðri stöðu. Það er skylda ykkar sem kennið ykkur við jöfnuð að gæta sanngirni í aðgerðum. Með von um jákvæð og dugandi viðbrögð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lífið Mest lesið Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Einn fræknasti útrásarvíkingur Íslands keypti þyrlu, glæsivillu og Elton John í eigin persónu árið 2007. Ég keypti mér sparneytinn fjölskyldubíl, raðhús og geisladisk með Gunna Þórðar. Téður víkingur hefur nú fengið afskrifaðar upphæðir sem nema andvirði rúmlega 2.000 raðhúsa í Hveragerði, ef marka má fréttir í fjölmiðlum. Ég hef ekki fengið afskrifaða/leiðrétta eina einustu krónu og á þó ekki nema eitt lítið raðhús í blómabænum. Ég tek þetta fáránlega dæmi til þess að undirstrika hversu illa ykkur gengur að byggja upp réttlátt þjóðfélag, eftir hrunið sem sum ykkar áttuð umtalsverðan þátt í. Þótt sök ykkar sé vissulega minni en ýmissa annarra stjórnmálamanna. Ég verð að segja að ég er allt annað en sáttur við ykkar frammistöðu við að rétta við hag heimilanna. Það eru mér mikil vonbrigði að horfa upp á dugleysið sem virðist einkenna flokkinn sem ég hef stutt með ráðum og dáð. Hingað til. Ég ætla ekki að rekja hér nákvæmlega hvernig fyrir sjálfum mér er komið, en í stuttu máli sagt er ég svo „heppinn“ að hafa staðið undir stökkbreytta húsnæðisláninu mínu fram til þessa. Það er fyrst og fremst vegna þess að ég eyddi ekki um efni fram fyrir hrun. Keypti ekki 50 milljóna króna húsið sem bankinn sagði mér að ég hefði bolmagn til að kaupa og tók ekki heldur erlenda lánið sem mér var ráðlagt að taka. Og ekki datt mér í hug að kaupa Elton John í afmælið mitt. Enda bæði smekkmaður á tónlist og sparsamur. Ég staðgreiddi bílinn sem ég hafði sparað mér fyrir og keypti mér 30 milljóna króna raðhús. Ég var sem sagt á haustmánuðum 2007 í nýlegu raðhúsi, á nýlegum bíl og skuldaði ekkert nema íslenskt, verðtryggt lán á 4,25 % vöxtum. Óskastaða? Afborgun af láninu var í kringum hundrað þúsund á mánuði. Ári síðar kom hrunið og fljótlega eftir það var afborgunin komin í 150 þúsund og er núna rúmar 160 þúsund krónur á mánuði. Ég borga því u.þ.b. 700 þúsund krónum meira á ári hverju af húsinu mínu eftir hrun. Þar við bætast auðvitað allar aðrar verðlagshækkanir. Ég stend ekki undir þessu mikið lengur. Meðan fólk allt í kringum mig, sem margt hagaði sér ógætilega í aðdraganda hrunsins, fær afskrifaðar fleiri milljónir get ég ekki verið sáttur við ykkar frammistöðu. Jú, víst keypti ég mér flatskjá 2007, en ég staðgreiddi hann. Ég eyddi sem sagt ekki um efni fram fyrir hrun. En ég hef eytt um efni fram eftir hrun. Af illri nauðsyn. Ég skora á ykkur öll að leita allra leiða til þess að koma til móts við mig – og margt annað fólk sem er í svipaðri stöðu. Það er skylda ykkar sem kennið ykkur við jöfnuð að gæta sanngirni í aðgerðum. Með von um jákvæð og dugandi viðbrögð.
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun