120.000 króna rafmagnsreikningur 27. október 2011 03:00 Bíldudalur Orkubú Vestfjarða sendir nú út bakreikninga til íbúa á Bíldudal eftir árlegan lestur af rafmagnsmælum. fréttablaðið/vilhelm Íbúar á Bíldudal eru ósáttir vegna svimandi hárra rafmagnsreikninga sem þeim er gert að greiða um næstu mánaðamót. Jón Hákon Ágústsson, íbúi á Bíldudal, er vanur að borga um 55 þúsund krónur mánaðarlega fyrir hita og rafmagn en fékk aflestrarreikning upp á 120 þúsund krónur fyrir næstu mánaðamót. „Síðustu fimm ár hefur þetta farið úr svona 39 þúsund krónum í 55 þúsund. Þeir virðast geta hækkað endalaust, þetta er alveg skelfilegt,“ segir Jón Hákon. Védís Thoroddsen, annar íbúi á Bíldudal, borgar venjulega um 20 þúsund krónur en fékk nú aflestrarreikning upp á 67 þúsund. „Ég geri mér grein fyrir því að það var verið að mæla og þá koma þessir miklu bakreikningar,“ segir hún. „En mér finnst rosalegt að maður fái svona reikninga því nógu hátt er þetta fyrir.“ Sigurjón Sigurjónsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Orkubús Vestfjarða, segir ástæðuna vera árlegan aflestur á mælum. Ef íbúar hafa notað meira rafmagn en áætlað var koma bakreikningar. „Árið 2010 var óvenju hlýtt ár, en þetta byggist á áætlun frá því ári,“ segir hann. „Svo kemur raunveruleg notkun árið á undan.“ Sigurjón bendir á að um uppgjör sé að ræða og nýverið hafi verið að lesa af hjá þeim íbúum Bíldudals sem séu með rafmagnskyndingu. „Ef það eru reikningar sem voru margfalt hærri en venjulegir mánaðarreikningar mega íbúar vissulega deila þeim niður til að minnka sjokkið,“ segir hann.- sv Fréttir Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Sjá meira
Íbúar á Bíldudal eru ósáttir vegna svimandi hárra rafmagnsreikninga sem þeim er gert að greiða um næstu mánaðamót. Jón Hákon Ágústsson, íbúi á Bíldudal, er vanur að borga um 55 þúsund krónur mánaðarlega fyrir hita og rafmagn en fékk aflestrarreikning upp á 120 þúsund krónur fyrir næstu mánaðamót. „Síðustu fimm ár hefur þetta farið úr svona 39 þúsund krónum í 55 þúsund. Þeir virðast geta hækkað endalaust, þetta er alveg skelfilegt,“ segir Jón Hákon. Védís Thoroddsen, annar íbúi á Bíldudal, borgar venjulega um 20 þúsund krónur en fékk nú aflestrarreikning upp á 67 þúsund. „Ég geri mér grein fyrir því að það var verið að mæla og þá koma þessir miklu bakreikningar,“ segir hún. „En mér finnst rosalegt að maður fái svona reikninga því nógu hátt er þetta fyrir.“ Sigurjón Sigurjónsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Orkubús Vestfjarða, segir ástæðuna vera árlegan aflestur á mælum. Ef íbúar hafa notað meira rafmagn en áætlað var koma bakreikningar. „Árið 2010 var óvenju hlýtt ár, en þetta byggist á áætlun frá því ári,“ segir hann. „Svo kemur raunveruleg notkun árið á undan.“ Sigurjón bendir á að um uppgjör sé að ræða og nýverið hafi verið að lesa af hjá þeim íbúum Bíldudals sem séu með rafmagnskyndingu. „Ef það eru reikningar sem voru margfalt hærri en venjulegir mánaðarreikningar mega íbúar vissulega deila þeim niður til að minnka sjokkið,“ segir hann.- sv
Fréttir Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Sjá meira