Öldruðu drykkjufólki fjölgar 25. október 2011 03:45 Valgerður Rúnarsdóttir læknir Komum miðaldra og aldraðra einstaklinga á Vog, með alvarleg einkenni dagdrykkju, heldur áfram að fjölga. Sumir þeirra eru að koma á sjúkrahúsið í fyrsta sinn. „Þessir einstaklingar fóru að koma hingað í auknum mæli fyrir nokkrum árum og það verður líklega ekkert lát á því,“ segir Valgerður Rúnarsdóttir, læknir á Vogi. Hún segir skýringarnar á áfengisvanda þessara aldurshópa nokkrar. „Þjóðin er að eldast auk þess sem neyslumynstrið hefur breyst. Það er meira um léttvínsdrykkju og bjórdrykkju. Það er drukkið flesta daga vikunnar en ekki bara dottið í það um helgar.“ Ef áfengis er neytt fjóra daga vikunnar flokkast drykkjan undir dagdrykkju, að sögn Valgerðar. „Hófsemdarmörk fyrir hraustar konur undir 65 ára er einn drykkur á dag, það er að segja eitt léttvínsglas eða lítill bjór.“ Valgerður segir áfengissýki hins vegar ekki greinda eftir fjölda drykkja, heldur því hvort einstaklingar drekki svo vandræði hljótist af, vilji hafa það öðruvísi en geti ekki hætt. „Ef það er sagt við viðkomandi að hann eða hún sé að skemma í sér lifrina og hann hættir ekki eða heldur að hann geti skipt um sort þá eru þau viðbrögð grunsamleg.“ Í öllum aldursflokkum eru konur einungis þriðjungur þeirra sem koma á Vog, að því er læknirinn greinir frá. „Það er svipað hér og annars staðar. Maður veit ekki alveg hver skýringin er. Hluti hennar er kannski sá að þær leita annarra lausna. Þær eru oft með lyfjavanda en sjá það ekki og fara lengra í þá átt. Það eru jafnframt meiri fordómar gagnvart eldri konum í þessari stöðu. Það þykir verra ef um mömmu eða ömmu er að ræða en einhvern karl sem á barnabörn.“ Valgerður tekur það fram að drykkjan hafi neikvæð áhrif á alla undirliggjandi sjúkdóma hjá fullorðnum. „Drykkja þeirra verður framtíðarvandamál heilbrigðisgeirans,“ fullyrðir hún. Drykkjumynstrið er stundum talið breytast vegna breyttra félagslegra þátta. „Það getur breyst vegna þess að einstaklingarnir eru hættir að vinna eða vegna þess að makinn veikist. Þetta getur verið blanda af félagslegu og heilsufarslegu umhverfi. Eldri borgarar þurfa að fá meðferð við hæfi.“ - ibs Fréttir Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Fleiri fréttir „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Sjá meira
Komum miðaldra og aldraðra einstaklinga á Vog, með alvarleg einkenni dagdrykkju, heldur áfram að fjölga. Sumir þeirra eru að koma á sjúkrahúsið í fyrsta sinn. „Þessir einstaklingar fóru að koma hingað í auknum mæli fyrir nokkrum árum og það verður líklega ekkert lát á því,“ segir Valgerður Rúnarsdóttir, læknir á Vogi. Hún segir skýringarnar á áfengisvanda þessara aldurshópa nokkrar. „Þjóðin er að eldast auk þess sem neyslumynstrið hefur breyst. Það er meira um léttvínsdrykkju og bjórdrykkju. Það er drukkið flesta daga vikunnar en ekki bara dottið í það um helgar.“ Ef áfengis er neytt fjóra daga vikunnar flokkast drykkjan undir dagdrykkju, að sögn Valgerðar. „Hófsemdarmörk fyrir hraustar konur undir 65 ára er einn drykkur á dag, það er að segja eitt léttvínsglas eða lítill bjór.“ Valgerður segir áfengissýki hins vegar ekki greinda eftir fjölda drykkja, heldur því hvort einstaklingar drekki svo vandræði hljótist af, vilji hafa það öðruvísi en geti ekki hætt. „Ef það er sagt við viðkomandi að hann eða hún sé að skemma í sér lifrina og hann hættir ekki eða heldur að hann geti skipt um sort þá eru þau viðbrögð grunsamleg.“ Í öllum aldursflokkum eru konur einungis þriðjungur þeirra sem koma á Vog, að því er læknirinn greinir frá. „Það er svipað hér og annars staðar. Maður veit ekki alveg hver skýringin er. Hluti hennar er kannski sá að þær leita annarra lausna. Þær eru oft með lyfjavanda en sjá það ekki og fara lengra í þá átt. Það eru jafnframt meiri fordómar gagnvart eldri konum í þessari stöðu. Það þykir verra ef um mömmu eða ömmu er að ræða en einhvern karl sem á barnabörn.“ Valgerður tekur það fram að drykkjan hafi neikvæð áhrif á alla undirliggjandi sjúkdóma hjá fullorðnum. „Drykkja þeirra verður framtíðarvandamál heilbrigðisgeirans,“ fullyrðir hún. Drykkjumynstrið er stundum talið breytast vegna breyttra félagslegra þátta. „Það getur breyst vegna þess að einstaklingarnir eru hættir að vinna eða vegna þess að makinn veikist. Þetta getur verið blanda af félagslegu og heilsufarslegu umhverfi. Eldri borgarar þurfa að fá meðferð við hæfi.“ - ibs
Fréttir Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Fleiri fréttir „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Sjá meira