Fékk harðsperrur í magann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. október 2011 10:00 Edda Garðarsdóttir hefur spilað 89 A-landsleiki á ferlinum og getur bætt einum við í Ungverjalandi í dag. Fréttablaðið/Daníel Íslenska kvennalandsliðið verður í eldlínunni í Pápa í Ungverjalandi í dag þegar liðið mætir heimamönnum í fjórða leik sínum í undankeppni EM 2013 en jafnframt þeim fyrsta á útivelli. Edda Garðarsdóttir er komin aftur inn í íslenska hópinn eftir meiðsli og munar miklu um það. Edda segist þó ekki vera orðin 90 mínútna manneskja. „Ég er ekki búin að spila í 90 mínútur ennþá og Siggi veit nú af því. Ég er samt öll að koma til og ég er alltaf klár í slaginn,“ segir Edda. Stuttu eftir að viðtalið var tekið var byrjunarlið Íslands tilkynnt og ljóst er að Edda byrjar á bekknum í dag. Hún missti af tveimur síðustu landsleikjum vegna rifins liðþófa en þetta voru fyrstu alvöruleikir liðsins án brimbrjótsins á miðjunni síðan Sigurður Ragnar Eyjólfsson tók við liðinu 2007. Edda segir að það hafi verið mikill munur á upplifun sinni að vera uppi í stúku á leikjunum tveimur. Í þeim fyrri unnu íslensku stelpurnar 3-1 sigur á Noregi en gerðu síðan markalaust jafntefli við Belgíu. „Við kláruðum þetta bara á fyrsta hálftímanum á móti Noregi en það var alveg skelfing að horfa á Belgíuleikinn, Ég fékk harðsperrur í magann af því ég var alltaf að hrópa upp fyrir mig. Við sköpuðum okkur þvílíkt mörg færi í þessum leik og ég veit ekki hversu oft manni fannst boltinn vera á leiðinni inn en svo fór hann ekki inn. Það er fínt að taka með sér þann leik og vera ennþá ákveðnari i boxinu og í færunum á móti Ungverjum,“ segir Edda, sem býst við því að Ungverjar pakki í vörn líkt og Belgar. „Við erum orðnar það góðar að lið sem eru neðar en við á styrkleikalistanum munu spila svona á móti okkur. Við þurfum bara að eflast við þá áskorun og læra að spila þessa leiki skipulagðar og þolinmóðar,“ segir Edda, en stelpurnar fara síðan til Norður-Írlands þar sem þær mæta heimastúlkum á miðvikudaginn. „Það er hrikaleg pressa á að klára þessa tvo leiki og það er ekkert annað inn í myndinni. Við ætlum okkur á EM og þá þurfum við bara að vinna þessa vinnu og gera það með bros á vör. Við þurfum bara að reyna að skora snemma svo að þessi titringur fari úr okkur,“ sagði Edda. „Það eru einhver meiðsli í hópnum eins og gengur og gerist. Ég held að gamla konan (Katrín Jónsdóttir) sé eitthvað búin að finna fyrir í náranum en mér sýndist hún samt vera spræk á æfingunni áðan,“ segir Edda en leikmenn íslenska liðsins eru að ljúka löngu og ströngu tímabili. Edda segir að liðið hafi ekki fengið að spila á æfingunni í gær. „Okkur var kippt út áður en komið var að spilinu á æfingunni. Það er alltaf svo mikill tryllingur í spilinu hjá okkur og þar er enginn miskunn. Það er Svala sjúkraþjálfari sem er alvaldur þegar kemur að svona ákvörðunum og hún er rödd skynseminnar fyrir alla, bæði leikmenn og þjálfara,“ segir Edda. Leikur íslenska liðsins hefst klukkan 12.00 í dag að íslenskum tíma en Ungverjar eru að spila sinn annan leik í riðlinum eftir að hafa tapað 6-0 á útivelli á móti Noregi í þeim fyrsta. „Við verðum að halda áfram að bæta okkar leik. Mér finnst það fínt að fá leik svona fljótlega á eftir Belgíuleiknum því í vor leið alltof langur tími á milli landsleikja. Við fórum til Algarve í lok febrúar og svo var enginn leikur fyrr en mánuðum seinna. Það er fínt að fá leik svona fljótt aftur og þá ætti ekki að vera vandamál að skerpa aðeins einbeitinguna,“ sagði Edda að lokum. Íslenski boltinn Mest lesið Í beinni: Álftanes - Tindastóll | Pökkuð höll og allt undir Körfubolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sport Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Enski boltinn „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið verður í eldlínunni í Pápa í Ungverjalandi í dag þegar liðið mætir heimamönnum í fjórða leik sínum í undankeppni EM 2013 en jafnframt þeim fyrsta á útivelli. Edda Garðarsdóttir er komin aftur inn í íslenska hópinn eftir meiðsli og munar miklu um það. Edda segist þó ekki vera orðin 90 mínútna manneskja. „Ég er ekki búin að spila í 90 mínútur ennþá og Siggi veit nú af því. Ég er samt öll að koma til og ég er alltaf klár í slaginn,“ segir Edda. Stuttu eftir að viðtalið var tekið var byrjunarlið Íslands tilkynnt og ljóst er að Edda byrjar á bekknum í dag. Hún missti af tveimur síðustu landsleikjum vegna rifins liðþófa en þetta voru fyrstu alvöruleikir liðsins án brimbrjótsins á miðjunni síðan Sigurður Ragnar Eyjólfsson tók við liðinu 2007. Edda segir að það hafi verið mikill munur á upplifun sinni að vera uppi í stúku á leikjunum tveimur. Í þeim fyrri unnu íslensku stelpurnar 3-1 sigur á Noregi en gerðu síðan markalaust jafntefli við Belgíu. „Við kláruðum þetta bara á fyrsta hálftímanum á móti Noregi en það var alveg skelfing að horfa á Belgíuleikinn, Ég fékk harðsperrur í magann af því ég var alltaf að hrópa upp fyrir mig. Við sköpuðum okkur þvílíkt mörg færi í þessum leik og ég veit ekki hversu oft manni fannst boltinn vera á leiðinni inn en svo fór hann ekki inn. Það er fínt að taka með sér þann leik og vera ennþá ákveðnari i boxinu og í færunum á móti Ungverjum,“ segir Edda, sem býst við því að Ungverjar pakki í vörn líkt og Belgar. „Við erum orðnar það góðar að lið sem eru neðar en við á styrkleikalistanum munu spila svona á móti okkur. Við þurfum bara að eflast við þá áskorun og læra að spila þessa leiki skipulagðar og þolinmóðar,“ segir Edda, en stelpurnar fara síðan til Norður-Írlands þar sem þær mæta heimastúlkum á miðvikudaginn. „Það er hrikaleg pressa á að klára þessa tvo leiki og það er ekkert annað inn í myndinni. Við ætlum okkur á EM og þá þurfum við bara að vinna þessa vinnu og gera það með bros á vör. Við þurfum bara að reyna að skora snemma svo að þessi titringur fari úr okkur,“ sagði Edda. „Það eru einhver meiðsli í hópnum eins og gengur og gerist. Ég held að gamla konan (Katrín Jónsdóttir) sé eitthvað búin að finna fyrir í náranum en mér sýndist hún samt vera spræk á æfingunni áðan,“ segir Edda en leikmenn íslenska liðsins eru að ljúka löngu og ströngu tímabili. Edda segir að liðið hafi ekki fengið að spila á æfingunni í gær. „Okkur var kippt út áður en komið var að spilinu á æfingunni. Það er alltaf svo mikill tryllingur í spilinu hjá okkur og þar er enginn miskunn. Það er Svala sjúkraþjálfari sem er alvaldur þegar kemur að svona ákvörðunum og hún er rödd skynseminnar fyrir alla, bæði leikmenn og þjálfara,“ segir Edda. Leikur íslenska liðsins hefst klukkan 12.00 í dag að íslenskum tíma en Ungverjar eru að spila sinn annan leik í riðlinum eftir að hafa tapað 6-0 á útivelli á móti Noregi í þeim fyrsta. „Við verðum að halda áfram að bæta okkar leik. Mér finnst það fínt að fá leik svona fljótlega á eftir Belgíuleiknum því í vor leið alltof langur tími á milli landsleikja. Við fórum til Algarve í lok febrúar og svo var enginn leikur fyrr en mánuðum seinna. Það er fínt að fá leik svona fljótt aftur og þá ætti ekki að vera vandamál að skerpa aðeins einbeitinguna,“ sagði Edda að lokum.
Íslenski boltinn Mest lesið Í beinni: Álftanes - Tindastóll | Pökkuð höll og allt undir Körfubolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sport Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Enski boltinn „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Sjá meira