Margrét Lára: Er ekki að fara að kaupa kvóta og skip Henry Birgir Gunnarsson skrifar 17. október 2011 07:30 Margrét Lára er að gera sinn besta samning en segist þó ekki hafa efni á því að kaupa skip og kvóta.fréttablaðið/vilhelm „Þjóðverjarnir eru svo skipulagðir að þeir vildu vita í lok ágúst hvort ég ætlaði að koma. Það var samt ekki skrifað undir neina samninga fyrr en um daginn,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir, nýjasti liðsmaður Turbine Potsdam. Margrét Lára skrifaði undir eins árs samning við félagið með möguleika á eins árs framlengingu. „Félögin voru búin að komast að samkomulagi um kaupverð í ágústglugganum en ég vildi ekki fara þá. Ég vildi fá að klára tímabilið með Kristianstad. Félagið var samt sem áður til í að fá mig sem er jákvætt,“ sagði Margrét en hún hefur undanfarin þrjú ár leikið með sænska félaginu Kristianstad. Hún endaði tímabilið þar um helgina með því að skora þrennu. „Þjálfari Potsdam hefur mikla trú á mér og þess vegna var hann til í að bíða. Hann ætlar að nota mig sem sóknarþenkjandi miðjumann í 3-4-3 leikkerfi. Hann vill spila sóknarbolta og ég held að leikstíll liðsins henti mínum leikstíl vel. Ég veit samt að þetta verður ekkert auðvelt. Það eru heimsklassaleikmenn í hverri stöðu og ég þarf að hafa fyrir því að komast í liðið og nýta þau tækifæri sem ég fæ almennilega.“ Margrét Lára verður ekki lögleg hjá félaginu fyrr en í janúar en má þó spila bikarleiki. Hún fær því kærkomna hvíld núna áður en alvaran byrjar í Þýskalandi. „Þetta er búið að vera langt og strangt tímabil og ég er rosalega þreytt. Ég er líka að koma mér upp úr erfiðum meiðslum og þarf mína hvíld. Auðvitað verður erfitt að koma inn á miðju tímabili en ef ég stend mig vel þá hlýt ég að fá mín tækifæri.“ Eyjastúlkan neitar því ekki að það sé ákveðinn draumur að rætast með því að ganga í raðir Potsdam. Liðið hefur unnið deildina þrjú ár í röð og verið í úrslitum Meistaradeildar síðustu tvö ár. Liðið vann Meistaradeildina 2010. „Ég hef alltaf sagt að ef ég færi til Þýskalands færi ég til Turbine Potsdam. Það er því draumur að rætast hjá mér. Liðið er margfaldur Þýskalands- og Evrópumeistari. Þetta er stórt skref fyrir mig og íslenskan kvennafótbolta,“ sagði Margrét Lára en þetta er ekki bara skref upp á við varðandi fótboltann því tekjurnar hækka líka umtalsvert. „Ég hækka launin mín umtalsvert og hef aldrei fengið slíkan samning. Ég er því líka að brjóta ákveðið blað í þeim efnum og vonandi opnar þetta leiðina fyrir fleiri íslenska leikmenn í framtíðinni,“ sagði Margrét en hún vill þó ekki gefa upp hvað verið sé að greiða í þýska boltanum. „Ég hef það fínt. Það er ekki hægt að bera mig og Gylfa Sigurðsson hjá Hoffenheim saman. Ég er ekkert að fara að kaupa mér kvóta og skip,“ sagði Margrét Lára létt en sagði þó að hún gæti lifað vel af þeim launum sem hún fengi í Þýskalandi. „Það eru fimm ár síðan ég fór síðast til Þýskalands. Þá var ég mun óþroskaðri á flestum sviðum en núna er ég tilbúin og spennt fyrir slagnum sem bíður. Þetta verður erfitt en ég ætla að standa mig.“ Þýski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Handbolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Fleiri fréttir „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Sjá meira
„Þjóðverjarnir eru svo skipulagðir að þeir vildu vita í lok ágúst hvort ég ætlaði að koma. Það var samt ekki skrifað undir neina samninga fyrr en um daginn,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir, nýjasti liðsmaður Turbine Potsdam. Margrét Lára skrifaði undir eins árs samning við félagið með möguleika á eins árs framlengingu. „Félögin voru búin að komast að samkomulagi um kaupverð í ágústglugganum en ég vildi ekki fara þá. Ég vildi fá að klára tímabilið með Kristianstad. Félagið var samt sem áður til í að fá mig sem er jákvætt,“ sagði Margrét en hún hefur undanfarin þrjú ár leikið með sænska félaginu Kristianstad. Hún endaði tímabilið þar um helgina með því að skora þrennu. „Þjálfari Potsdam hefur mikla trú á mér og þess vegna var hann til í að bíða. Hann ætlar að nota mig sem sóknarþenkjandi miðjumann í 3-4-3 leikkerfi. Hann vill spila sóknarbolta og ég held að leikstíll liðsins henti mínum leikstíl vel. Ég veit samt að þetta verður ekkert auðvelt. Það eru heimsklassaleikmenn í hverri stöðu og ég þarf að hafa fyrir því að komast í liðið og nýta þau tækifæri sem ég fæ almennilega.“ Margrét Lára verður ekki lögleg hjá félaginu fyrr en í janúar en má þó spila bikarleiki. Hún fær því kærkomna hvíld núna áður en alvaran byrjar í Þýskalandi. „Þetta er búið að vera langt og strangt tímabil og ég er rosalega þreytt. Ég er líka að koma mér upp úr erfiðum meiðslum og þarf mína hvíld. Auðvitað verður erfitt að koma inn á miðju tímabili en ef ég stend mig vel þá hlýt ég að fá mín tækifæri.“ Eyjastúlkan neitar því ekki að það sé ákveðinn draumur að rætast með því að ganga í raðir Potsdam. Liðið hefur unnið deildina þrjú ár í röð og verið í úrslitum Meistaradeildar síðustu tvö ár. Liðið vann Meistaradeildina 2010. „Ég hef alltaf sagt að ef ég færi til Þýskalands færi ég til Turbine Potsdam. Það er því draumur að rætast hjá mér. Liðið er margfaldur Þýskalands- og Evrópumeistari. Þetta er stórt skref fyrir mig og íslenskan kvennafótbolta,“ sagði Margrét Lára en þetta er ekki bara skref upp á við varðandi fótboltann því tekjurnar hækka líka umtalsvert. „Ég hækka launin mín umtalsvert og hef aldrei fengið slíkan samning. Ég er því líka að brjóta ákveðið blað í þeim efnum og vonandi opnar þetta leiðina fyrir fleiri íslenska leikmenn í framtíðinni,“ sagði Margrét en hún vill þó ekki gefa upp hvað verið sé að greiða í þýska boltanum. „Ég hef það fínt. Það er ekki hægt að bera mig og Gylfa Sigurðsson hjá Hoffenheim saman. Ég er ekkert að fara að kaupa mér kvóta og skip,“ sagði Margrét Lára létt en sagði þó að hún gæti lifað vel af þeim launum sem hún fengi í Þýskalandi. „Það eru fimm ár síðan ég fór síðast til Þýskalands. Þá var ég mun óþroskaðri á flestum sviðum en núna er ég tilbúin og spennt fyrir slagnum sem bíður. Þetta verður erfitt en ég ætla að standa mig.“
Þýski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Handbolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Fleiri fréttir „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti