Allir þessir hinir Ari Trausti Guðmundsson skrifar 15. október 2011 07:00 Ritstjóri Fréttablaðsins vitnar í Kristin H. Gunnarsson (12.10) sem svo að oft gleymist að þótt allir (!) hafi það heldur verra en fyrir hrun, er ekki nema (!) fimmtungur í verulegum erfiðleikum. Hinir borga af lánum sínum (upphr. ATG). Þetta notar ritstjórinn til þess að lýsa eftir umræðu um lánamál heimila á grunni blákaldra staðreynda. Eina telur hann vera þá að allar lagfæringar á lánum lenda fyrr eða síðar á skattborgurunum. Þetta eru auðvitað mikil tíðindi og bláköld staðreynd sem almenningur hefur ekki vitað. Væri þá, Ólafur og Kristinn, eins með lagfæringar á lánum bólufyrirtækja og nokkur hundruð hrunvalda sem lánastofnanir taka á sig? Almenningur hefur væntanlega ekki heldur skilið að þær lenda fyrr eða síðar á skattborgurunum. Líklega hefur alþýða manna aldrei fattað að almenningur leysir samfélagið að mestu út úr kreppum, með fé sínu og vinnu. Stórmerkilegt. Gæti verið að hasarinn í samfélaginu út af kröfum um leiðréttingu fasteignaskulda stafi af því að almenningi (miklum meirihluta) finnst byrðunum misskipt? Skilvísu lánagreiðendurnir, sem ritstjórinn og fyrrverandi alþingismaðurinn minnast á, gætu hafa frétt að lánastofnanir, einkum bankar, eignuðust lánasöfn á útsölu. Þau söfn höfðu hækkað í einu vetfangi um 20-30% eða meir. Svo sér fólkið eignahluta sinn í fasteigninni minnka hægt og bítandi meðan svigrúm til afskrifta er sagt lítið eða ekkert – um leið og það borgar skilvíslega til lánastofnunar sem hagnast þokkalega (nema kannski Íbúðalánasjóður). Heldur einhver í alvöru að skuldendur líti einfaldlega á þetta sem sjálfsagða samfélagsskyldu og viti ekki hvað kröfur um leiðréttingu þýða? Hve margir af „hinum“ eiga að bætast í hóp fólks „í alvarlegum skuldavanda“, áður en eitthvað verður að gert fyrir þessa „hina“? Þegar kröfum um önnur vinnubrögð við skuldajöfnun er mætt með barnalegum mótbárum um að kostnaðurinn lendi á skattborgurum, er einmitt verið að þvæla málinu út í kviksyndið sem ritstjórinn varar við. Auðvitað vita allir að samfélagið borgar það sem þar er gert. Meira að segja skuldlausir einstaklingar taka þátt í að borga kreppuna. Eða hvað? Um dreifingu greiðslna er að ræða þegar tekist er á um afskriftir lána eða niðurskurð þjónustu. Deilum um hvernig þær skuli dreifast! Gagnrýni ritstjórans og fyrrverandi alþingismannsins missir marks. Margir stjórnmálamenn og þorri almennings heimtar ekki sömu lífskjör og 2007, eins og tvímenningarnir halda fram. Fólk krefst einfaldlega réttlætis í greiðslubyrðaburðinn. Kominn er tími til að fleiri ráðamenn og fjölmiðlungar fatti það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Ritstjóri Fréttablaðsins vitnar í Kristin H. Gunnarsson (12.10) sem svo að oft gleymist að þótt allir (!) hafi það heldur verra en fyrir hrun, er ekki nema (!) fimmtungur í verulegum erfiðleikum. Hinir borga af lánum sínum (upphr. ATG). Þetta notar ritstjórinn til þess að lýsa eftir umræðu um lánamál heimila á grunni blákaldra staðreynda. Eina telur hann vera þá að allar lagfæringar á lánum lenda fyrr eða síðar á skattborgurunum. Þetta eru auðvitað mikil tíðindi og bláköld staðreynd sem almenningur hefur ekki vitað. Væri þá, Ólafur og Kristinn, eins með lagfæringar á lánum bólufyrirtækja og nokkur hundruð hrunvalda sem lánastofnanir taka á sig? Almenningur hefur væntanlega ekki heldur skilið að þær lenda fyrr eða síðar á skattborgurunum. Líklega hefur alþýða manna aldrei fattað að almenningur leysir samfélagið að mestu út úr kreppum, með fé sínu og vinnu. Stórmerkilegt. Gæti verið að hasarinn í samfélaginu út af kröfum um leiðréttingu fasteignaskulda stafi af því að almenningi (miklum meirihluta) finnst byrðunum misskipt? Skilvísu lánagreiðendurnir, sem ritstjórinn og fyrrverandi alþingismaðurinn minnast á, gætu hafa frétt að lánastofnanir, einkum bankar, eignuðust lánasöfn á útsölu. Þau söfn höfðu hækkað í einu vetfangi um 20-30% eða meir. Svo sér fólkið eignahluta sinn í fasteigninni minnka hægt og bítandi meðan svigrúm til afskrifta er sagt lítið eða ekkert – um leið og það borgar skilvíslega til lánastofnunar sem hagnast þokkalega (nema kannski Íbúðalánasjóður). Heldur einhver í alvöru að skuldendur líti einfaldlega á þetta sem sjálfsagða samfélagsskyldu og viti ekki hvað kröfur um leiðréttingu þýða? Hve margir af „hinum“ eiga að bætast í hóp fólks „í alvarlegum skuldavanda“, áður en eitthvað verður að gert fyrir þessa „hina“? Þegar kröfum um önnur vinnubrögð við skuldajöfnun er mætt með barnalegum mótbárum um að kostnaðurinn lendi á skattborgurum, er einmitt verið að þvæla málinu út í kviksyndið sem ritstjórinn varar við. Auðvitað vita allir að samfélagið borgar það sem þar er gert. Meira að segja skuldlausir einstaklingar taka þátt í að borga kreppuna. Eða hvað? Um dreifingu greiðslna er að ræða þegar tekist er á um afskriftir lána eða niðurskurð þjónustu. Deilum um hvernig þær skuli dreifast! Gagnrýni ritstjórans og fyrrverandi alþingismannsins missir marks. Margir stjórnmálamenn og þorri almennings heimtar ekki sömu lífskjör og 2007, eins og tvímenningarnir halda fram. Fólk krefst einfaldlega réttlætis í greiðslubyrðaburðinn. Kominn er tími til að fleiri ráðamenn og fjölmiðlungar fatti það.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun