Fjárheimildir hækka um 14 milljarða 14. október 2011 05:00 fjármálaráðherra Steingrímur J. Sigfússon mælti fyrir frumvarpi til fjáraukalaga í gær. Útgjöld aukast töluvert vegna kjarasamninga. fréttablaðið/anton Óskað er eftir hækkunum fjárheimilda ríkissjóðs um 14,2 milljarða króna í fjáraukalögum fyrir árið 2011, en þau voru lögð fram á þingi í gær. Stærstu útgjaldaliðirnir tengjast kjarasamningum. Tekjuáætlun ársins 2011 er hækkuð um 10 milljarða, þar sem 3,8 prósenta betri innheimta hefur verið á tekjum fyrstu 8 mánuði ársins en áætlanir gerðu ráð fyrir. Þar af hækka frumtekjur um 9,3 milljarða og vaxtatekjur um 0,8 milljarða. Í skýringum með frumvarpinu segir að mestar breytingar fjárheimilda eigi rætur að rekja til áhrifa af kjarasamningum sem gerðir hafa verið á árinu og hækkana á bótum almannatrygginga og atvinnuleysistrygginga sem ákveðnar voru í kjölfarið á því. Meðalhækkun á launaliðum stofnana vegna kjarasamninga er rétt um 5 prósent í frumvarpinu en bótagreiðslur voru hækkaðar um 8,1 prósent. Gert er ráð fyrir að í ár verði heildartekjur ríkissjóðs 482,7 milljarðar króna á rekstrargrunni og heildargjöld 524 milljarðar króna. Áætlað er að heildarjöfnuður ársins verði neikvæður um 41,3 milljarða en frumjöfnuður jákvæður um 4,5 milljarða. Reiknað er með að handbært fé frá rekstri verði neikvætt um tæpa 52 milljarða króna og hreinn lánsfjárjöfnuður neikvæður um 46 milljarða. - kóp Fréttir Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Óskað er eftir hækkunum fjárheimilda ríkissjóðs um 14,2 milljarða króna í fjáraukalögum fyrir árið 2011, en þau voru lögð fram á þingi í gær. Stærstu útgjaldaliðirnir tengjast kjarasamningum. Tekjuáætlun ársins 2011 er hækkuð um 10 milljarða, þar sem 3,8 prósenta betri innheimta hefur verið á tekjum fyrstu 8 mánuði ársins en áætlanir gerðu ráð fyrir. Þar af hækka frumtekjur um 9,3 milljarða og vaxtatekjur um 0,8 milljarða. Í skýringum með frumvarpinu segir að mestar breytingar fjárheimilda eigi rætur að rekja til áhrifa af kjarasamningum sem gerðir hafa verið á árinu og hækkana á bótum almannatrygginga og atvinnuleysistrygginga sem ákveðnar voru í kjölfarið á því. Meðalhækkun á launaliðum stofnana vegna kjarasamninga er rétt um 5 prósent í frumvarpinu en bótagreiðslur voru hækkaðar um 8,1 prósent. Gert er ráð fyrir að í ár verði heildartekjur ríkissjóðs 482,7 milljarðar króna á rekstrargrunni og heildargjöld 524 milljarðar króna. Áætlað er að heildarjöfnuður ársins verði neikvæður um 41,3 milljarða en frumjöfnuður jákvæður um 4,5 milljarða. Reiknað er með að handbært fé frá rekstri verði neikvætt um tæpa 52 milljarða króna og hreinn lánsfjárjöfnuður neikvæður um 46 milljarða. - kóp
Fréttir Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira