Metið staðfest hjá Guinness 12. október 2011 11:00 "Það var ævintýri líkast að koma upp á hásléttu Suðurheimskautslandsins, þessa hvítu auðn sem virtist engan endi ætla að taka," segir Hlynur. „Þetta er frábært og auðvitað fyrst og fremst meiri háttar viðurkenning á því starfi sem við höfum verið að vinna," hafði Hlynur Bjarki Sigurðsson, starfsmaður hjá Arctic Trucks, að segja í gær en þá varð ljóst að fyrirtækið hafði tryggt sér sess á spjöldum Heimsmetabókar Guinness fyrir hröðustu yfirferð á landi á suðurskautinu. Kazakhstan National Geographic Society, KNGS, stóð fyrir leiðangrinum sem var farinn frá Novo til suðurpólsins í desember á síðasta ári. Hlynur var bílstjóri og bifvélavirki og auk hans tveir starfsmenn frá KNGS og einn frá The Antarctica Company. Ekið var á tveimur Arctic Trucks-bílum, það er fjórhjóladrifnum AT44 Expedition sem eru smíðaðir á Toyota Hilux. Ferðalangarnir óku meðal annars yfir stórt, ókannað sprungubelti og upp í mikla hæð. Færi var oft erfitt, gríðarlegur kuldi og langar veglengdir sem þurfti að keyra án þess að fá eldsneyti. Engu að síður tók það Hlyn og félaga aðeins 108 tíma að keyra 2.308 kílómetra á pólinn sem jafngildir meðalhraða upp á 21,4 kílómetra á klukkustund.Annað íslenskt fyrirtæki, IceCool með Gunnar Egilsson í fararbroddi setti met á Suðurheimskautinu árið 2005. Þá ók Gunnar á sérútbúnum sex hjóla Ford 1.100 kílómetra leið frá Patriot Hills til Suðurpólsins. Leiðangurinn tók 69,3 tíma eða að meðaltali 16 kílómetra á klukkustund.Fréttablaðið/StefánÞeir gerðu tvisvar hlé á ferðinni, fyrst skömmu eftir að lagt var af stað í rúma tólf tíma til að fá hæðaraðlögun en hæðin sem farið er upp í jafngildir um 4.000 metrum. Seinna stoppuðu þeir í rúma fimm tíma til að bæta á eldsneyti, elda og hvíla sig. Félagarnir settu síðan í raun annað óskráð heimsmet á heimleiðinni sem tók þá aðeins 84 tíma að aka, eða sem gildir meðalhraða upp á 27,5 kílómetra á klukkustund. Hlynur segir viðurkenninguna frá Guinness vera ánægjulegan endi á ferð sem hafi þó fyrst og fremst verið farin í þeim tilgangi að undirbúa vísindaleiðangur á suðurpólinn nú í desember á vegum KNGS. „Þetta var mikill sigur fyrir bílana sem stóðust prófraunina með prýði og allt gekk eins og í sögu. Viðurkenningarskjal Guinness er góð staðfesting á því." Við þetta má bæta að Arctic Trucks smíðaði annan bíl fyrir Thomson Reuters „Eikon" byggðan á Toyota Tacoma sem mun reyna að bæta heimsmetið í desember. Hann leggur af stað frá Patriot Hills sem er styttri leið að suðurpólnum og á því ágæta möguleika að ná markmiðinu. roald@frettabladid.is Mest lesið Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Narfi frá JBT Marel til Kviku Viðskipti innlent Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Fleiri fréttir Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Ný íbúðabyggð með betri loftgæðum Drægnikvíðastillandi dreki sem byggir á fornri frægð Bein útsending: Stafrænar lausnir í heilbrigðisþjónustu Greiðsluáskorun Lukkuhjól hlaðið vinningum á opnun Raflands Sjá meira
„Þetta er frábært og auðvitað fyrst og fremst meiri háttar viðurkenning á því starfi sem við höfum verið að vinna," hafði Hlynur Bjarki Sigurðsson, starfsmaður hjá Arctic Trucks, að segja í gær en þá varð ljóst að fyrirtækið hafði tryggt sér sess á spjöldum Heimsmetabókar Guinness fyrir hröðustu yfirferð á landi á suðurskautinu. Kazakhstan National Geographic Society, KNGS, stóð fyrir leiðangrinum sem var farinn frá Novo til suðurpólsins í desember á síðasta ári. Hlynur var bílstjóri og bifvélavirki og auk hans tveir starfsmenn frá KNGS og einn frá The Antarctica Company. Ekið var á tveimur Arctic Trucks-bílum, það er fjórhjóladrifnum AT44 Expedition sem eru smíðaðir á Toyota Hilux. Ferðalangarnir óku meðal annars yfir stórt, ókannað sprungubelti og upp í mikla hæð. Færi var oft erfitt, gríðarlegur kuldi og langar veglengdir sem þurfti að keyra án þess að fá eldsneyti. Engu að síður tók það Hlyn og félaga aðeins 108 tíma að keyra 2.308 kílómetra á pólinn sem jafngildir meðalhraða upp á 21,4 kílómetra á klukkustund.Annað íslenskt fyrirtæki, IceCool með Gunnar Egilsson í fararbroddi setti met á Suðurheimskautinu árið 2005. Þá ók Gunnar á sérútbúnum sex hjóla Ford 1.100 kílómetra leið frá Patriot Hills til Suðurpólsins. Leiðangurinn tók 69,3 tíma eða að meðaltali 16 kílómetra á klukkustund.Fréttablaðið/StefánÞeir gerðu tvisvar hlé á ferðinni, fyrst skömmu eftir að lagt var af stað í rúma tólf tíma til að fá hæðaraðlögun en hæðin sem farið er upp í jafngildir um 4.000 metrum. Seinna stoppuðu þeir í rúma fimm tíma til að bæta á eldsneyti, elda og hvíla sig. Félagarnir settu síðan í raun annað óskráð heimsmet á heimleiðinni sem tók þá aðeins 84 tíma að aka, eða sem gildir meðalhraða upp á 27,5 kílómetra á klukkustund. Hlynur segir viðurkenninguna frá Guinness vera ánægjulegan endi á ferð sem hafi þó fyrst og fremst verið farin í þeim tilgangi að undirbúa vísindaleiðangur á suðurpólinn nú í desember á vegum KNGS. „Þetta var mikill sigur fyrir bílana sem stóðust prófraunina með prýði og allt gekk eins og í sögu. Viðurkenningarskjal Guinness er góð staðfesting á því." Við þetta má bæta að Arctic Trucks smíðaði annan bíl fyrir Thomson Reuters „Eikon" byggðan á Toyota Tacoma sem mun reyna að bæta heimsmetið í desember. Hann leggur af stað frá Patriot Hills sem er styttri leið að suðurpólnum og á því ágæta möguleika að ná markmiðinu. roald@frettabladid.is
Mest lesið Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Narfi frá JBT Marel til Kviku Viðskipti innlent Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Fleiri fréttir Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Ný íbúðabyggð með betri loftgæðum Drægnikvíðastillandi dreki sem byggir á fornri frægð Bein útsending: Stafrænar lausnir í heilbrigðisþjónustu Greiðsluáskorun Lukkuhjól hlaðið vinningum á opnun Raflands Sjá meira