Dagbækur Tryggva studdu ákvörðunina 8. október 2011 04:15 Auk Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra og Ragnhildar Hjaltadóttur ráðuneytisstjóra sátu blaðamannafundinn Valgerður María Sigurðardóttir (lengst t.v.) sem starfar með hinum nýja starfshópi, Arndís Soffía Sigurðardóttir, lögfræðingur og lögreglumaður, sem er formaður hópsins, Haraldur Steinþórsson lögfræðingur og dr. Jón Friðrik Sigurðsson yfirsálfræðingur á Landspítala, sem báðir eiga sæti í starfshópnum.Frettabladid/Stefán Þau sjónarmið hafa ítrekað komið fram að margt hafi farið svo alvarlega úrskeiðis við rannsókn svonefnds Guðmundar- og Geirfinnsmáls að það varði almannahag að rannsókn fari fram á sjálfri rannsókninni. Þetta sagði Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra á blaðamannafundi í gær, þar sem hann kynnti þá ákvörðun sína að skipa starfshóp til að fara yfir þetta umfangsmikla sakamál sem lifað hefur með þjóðinni í á fjórða tug ára. Ráðherra greindi frá því að í vikunni hefði hann fengið í hendur 1.190 undirskriftir þar sem krafist væri rannsóknar og endurupptöku málsins. „Til marks um það hve umdeilt málið er má benda á að aðeins frá því að ég tilkynnti áform mín [um að koma hreyfingu á málið] í byrjun þessarar viku hefur komið fram fjöldi ólíkra tillagna um hvernig standa mætti að málum,“ sagði ráðherra. Hann benti enn fremur á að endurupptaka málsins fyrir dómstólum hafi verið reynd án árangurs árið 1997. „Með tilkomu dagbóka eins sakborninga í málinu hefur nú komið ný sýn á málið og réttarsálfræðingur í fremstu röð á heimsvísu, Gísli Guðjónsson, hefur lýst því yfir að efni þeirra sé þannig að tilefni sé til að rannsaka málið á ný. Þau orð renna enn frekari stoðum undir þá ákvörðun mína að láta málið ekki kyrrt liggja,“ sagði Ögmundur enn fremur og vísaði þar til fréttaskýringaþáttar Helgu Arnardóttur, fréttamanns á Stöð 2, sem nýverið kom með þessar nýju umræddu upplýsingar í málinu fram í dagsljósið. Ráðherra sagði enn fremur að þó að ný samþykkt lög um rannsóknarnefndir Alþingis væru mikilvæg réttarbót teldi hann að gjalda bæri varhug við að færa rannsókn sakamáls, sem þegar hefði verið dæmt í Hæstarétti Íslands, inn á vettvang Alþingis án þess að málið væri sérstaklega reifað og undirbúið þannig að að öll rök lægju fyrir slíkri málsmeðferð. Starfshópurinn skal skila áfangaskýrslu fyrir lok apríl á næsta ári. Ráðherra sagði að í þeirri skýrslu myndi koma fram hvort og þá til hvaða ráðstafana þurfi að grípa varðandi framhald málsins.jss@frettabladid.is Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Rýmt verður á Neskaupstað og Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýmt verður í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Sjá meira
Þau sjónarmið hafa ítrekað komið fram að margt hafi farið svo alvarlega úrskeiðis við rannsókn svonefnds Guðmundar- og Geirfinnsmáls að það varði almannahag að rannsókn fari fram á sjálfri rannsókninni. Þetta sagði Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra á blaðamannafundi í gær, þar sem hann kynnti þá ákvörðun sína að skipa starfshóp til að fara yfir þetta umfangsmikla sakamál sem lifað hefur með þjóðinni í á fjórða tug ára. Ráðherra greindi frá því að í vikunni hefði hann fengið í hendur 1.190 undirskriftir þar sem krafist væri rannsóknar og endurupptöku málsins. „Til marks um það hve umdeilt málið er má benda á að aðeins frá því að ég tilkynnti áform mín [um að koma hreyfingu á málið] í byrjun þessarar viku hefur komið fram fjöldi ólíkra tillagna um hvernig standa mætti að málum,“ sagði ráðherra. Hann benti enn fremur á að endurupptaka málsins fyrir dómstólum hafi verið reynd án árangurs árið 1997. „Með tilkomu dagbóka eins sakborninga í málinu hefur nú komið ný sýn á málið og réttarsálfræðingur í fremstu röð á heimsvísu, Gísli Guðjónsson, hefur lýst því yfir að efni þeirra sé þannig að tilefni sé til að rannsaka málið á ný. Þau orð renna enn frekari stoðum undir þá ákvörðun mína að láta málið ekki kyrrt liggja,“ sagði Ögmundur enn fremur og vísaði þar til fréttaskýringaþáttar Helgu Arnardóttur, fréttamanns á Stöð 2, sem nýverið kom með þessar nýju umræddu upplýsingar í málinu fram í dagsljósið. Ráðherra sagði enn fremur að þó að ný samþykkt lög um rannsóknarnefndir Alþingis væru mikilvæg réttarbót teldi hann að gjalda bæri varhug við að færa rannsókn sakamáls, sem þegar hefði verið dæmt í Hæstarétti Íslands, inn á vettvang Alþingis án þess að málið væri sérstaklega reifað og undirbúið þannig að að öll rök lægju fyrir slíkri málsmeðferð. Starfshópurinn skal skila áfangaskýrslu fyrir lok apríl á næsta ári. Ráðherra sagði að í þeirri skýrslu myndi koma fram hvort og þá til hvaða ráðstafana þurfi að grípa varðandi framhald málsins.jss@frettabladid.is
Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Rýmt verður á Neskaupstað og Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýmt verður í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Sjá meira