Akranesbær bíður svars frá ráðuneyti í máli skólabarna 1. október 2011 09:00 Akranes Málið hefur verið báðum börnum mjög erfitt og hafa þau verið í sálfræðimeðferð vegna þess.Fréttablaðið/gva Árni Múli Jónasson Mennta- og menningarmálaráðherra mun eftir helgi kveða upp úr með það hvort bæjaryfirvöldum á Akranesi sé heimilt að flytja börn milli skóla gegn neitun foreldra þeirra. Þetta segir bæjarstjórinn Árni Múli Jónasson, spurður um mál ungrar telpu og unglingspilts sem ganga í sama grunnskóla þrátt fyrir að pilturinn hafi fyrir nokkru orðið uppvís að óeðlilegri kynferðislegri hegðun í garð telpunnar. Ráðuneytið staðfestir að það hafi málið til umfjöllunar að beiðni foreldra annars barnsins. Það hafi átt í samskiptum við forráðamenn barnanna og Akraneskaupstað og muni svara þeim eftir helgi. Foreldrar telpunnar hafa farið fram á að pilturinn verði færður í annan skóla, þar sem hún kvíði því mjög að þurfa hugsanlega að hitta hann. Sálfræðingur Barnahúss hefur metið það sem svo að réttast væri að aðskilja börnin. Sálfræðingur drengsins er hins vegar þeirrar skoðunar að það væri honum ekki fyrir bestu að skipta um skóla – hann hafi staðið sig vel í meðferð vegna málsins og litlar líkur séu á að hann brjóti af sér aftur. Foreldrar telpunnar telja réttinn sín megin og vilja ekki færa hana í annan skóla. Málið er því siglt í strand og foreldrar telpunnar hafa tekið dóttur sína úr skóla þar til lausn finnst á málinu. Árni Múli segir málið vægast sagt viðkvæmt. „Sálfræðingar og sérfræðingar í málefnum barna hafa verið að fjalla um það, meðal annars með viðtölum við hlutaðeigandi börn og forráðamenn þeirra og leita þannig leiða til að takmarka þann skaða sem háttsemin hefur valdið og getur valdið, sérstaklega og augljóslega á sálarlíf barnanna sem í hlut eiga,“ segir Árni. Í því sambandi hafi þurft að líta til þess að gerandinn sé barn í skilningi laga, sem hafi áhrif á réttarstöðuna og meðferð málsins. „Málið er því þannig vaxið að sálfræðileg úrræði sýnast líklegust til að geta orðið að gagni,“ segir Árni. Fræðsluyfirvöld á Akranesi hafi talið mjög óljóst hvort þeim væri lagalega heimilt að ákveða að flytja nemanda milli skóla vegna háttsemi utan skólatíma og umráðasvæðis skólans, án samþykkis foreldra. „Því álitaefni var skotið til mennta- og menningarmálaráðuneytisins, sem hefur haft það til skoðunar, og mér skilst að niðurstaða ráðuneytisins sé væntanleg innan skamms,“ segir Árni Múli. stigur@frettabladid.is thorunn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira
Árni Múli Jónasson Mennta- og menningarmálaráðherra mun eftir helgi kveða upp úr með það hvort bæjaryfirvöldum á Akranesi sé heimilt að flytja börn milli skóla gegn neitun foreldra þeirra. Þetta segir bæjarstjórinn Árni Múli Jónasson, spurður um mál ungrar telpu og unglingspilts sem ganga í sama grunnskóla þrátt fyrir að pilturinn hafi fyrir nokkru orðið uppvís að óeðlilegri kynferðislegri hegðun í garð telpunnar. Ráðuneytið staðfestir að það hafi málið til umfjöllunar að beiðni foreldra annars barnsins. Það hafi átt í samskiptum við forráðamenn barnanna og Akraneskaupstað og muni svara þeim eftir helgi. Foreldrar telpunnar hafa farið fram á að pilturinn verði færður í annan skóla, þar sem hún kvíði því mjög að þurfa hugsanlega að hitta hann. Sálfræðingur Barnahúss hefur metið það sem svo að réttast væri að aðskilja börnin. Sálfræðingur drengsins er hins vegar þeirrar skoðunar að það væri honum ekki fyrir bestu að skipta um skóla – hann hafi staðið sig vel í meðferð vegna málsins og litlar líkur séu á að hann brjóti af sér aftur. Foreldrar telpunnar telja réttinn sín megin og vilja ekki færa hana í annan skóla. Málið er því siglt í strand og foreldrar telpunnar hafa tekið dóttur sína úr skóla þar til lausn finnst á málinu. Árni Múli segir málið vægast sagt viðkvæmt. „Sálfræðingar og sérfræðingar í málefnum barna hafa verið að fjalla um það, meðal annars með viðtölum við hlutaðeigandi börn og forráðamenn þeirra og leita þannig leiða til að takmarka þann skaða sem háttsemin hefur valdið og getur valdið, sérstaklega og augljóslega á sálarlíf barnanna sem í hlut eiga,“ segir Árni. Í því sambandi hafi þurft að líta til þess að gerandinn sé barn í skilningi laga, sem hafi áhrif á réttarstöðuna og meðferð málsins. „Málið er því þannig vaxið að sálfræðileg úrræði sýnast líklegust til að geta orðið að gagni,“ segir Árni. Fræðsluyfirvöld á Akranesi hafi talið mjög óljóst hvort þeim væri lagalega heimilt að ákveða að flytja nemanda milli skóla vegna háttsemi utan skólatíma og umráðasvæðis skólans, án samþykkis foreldra. „Því álitaefni var skotið til mennta- og menningarmálaráðuneytisins, sem hefur haft það til skoðunar, og mér skilst að niðurstaða ráðuneytisins sé væntanleg innan skamms,“ segir Árni Múli. stigur@frettabladid.is thorunn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira