Hátekjuskatturinn varla lengur í myndinni 30. september 2011 00:00 Helle Thorning-Schmidt Segir fátt við fjölmiðla um stjórnarmyndunarviðræðurnar, sem þó virðast nálgast lokastig. nordicphotos/AFP „Þetta verður búið þegar það er búið,“ hafa danskir fjölmiðlar eftir Helle Thorning-Schmidt, leiðtoga danska Sósíaldemókrataflokksins, sem talin er langt komin með stjórnarmyndunarviðræður við hina flokka vinstri blokkarinnar. Leiðtogar Sósíalíska þjóðarflokksins og Róttæka flokksins, sem nú er talið að myndi stjórn með sósíaldemókrötum, vildu heldur ekkert láta eftir sér hafa um gang viðræðnanna. Samkvæmt frásögn Jótlandspóstsins virðast sósíaldemókratar og sósíalistar ætla, að kröfu Róttæka flokksins, að falla frá áformum sínum um nýjan hátekjuskatt. Í staðinn sættir Róttæki flokkurinn sig við að strangar kröfur til innflytjenda verði áfram við lýði, meðal annars 24 ára reglan umdeilda, sem kveður á um að útlendingur, sem gengur í hjónaband með Dana, þurfi að vera 24 ára hið minnsta til að fá dvalarleyfi í Danmörku á grundvelli hjónabandsins. Einingarlistinn, sem er lengst til vinstri allra dönsku stjórnmálaflokkanna, er engan veginn sáttur við þessa niðurstöðu um brotthvarf hátekjuskattsins. Í gær var talað um að lendingin yrði tveggja eða þriggja flokka minnihlutastjórn, nefnilega stjórn sósíaldemókrata og sósíalista með stuðningi Einingarflokksins og annaðhvort stuðningi eða beinni aðild Róttæka flokksins. Danska þingið kom saman í gær í fyrsta sinn frá kosningum, en þingfundurinn stóð aðeins í hálfa aðra mínútu. Aðeins tvö mál voru á dagskrá: Mogens Lykketoft, fyrrverandi leiðtogi danska Sósíaldemókrataflokksins, var kjörinn þingforseti og kosið var í nefnd til að fara yfir úrslit kosninganna.- gb Fréttir Mest lesið Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Sjá meira
„Þetta verður búið þegar það er búið,“ hafa danskir fjölmiðlar eftir Helle Thorning-Schmidt, leiðtoga danska Sósíaldemókrataflokksins, sem talin er langt komin með stjórnarmyndunarviðræður við hina flokka vinstri blokkarinnar. Leiðtogar Sósíalíska þjóðarflokksins og Róttæka flokksins, sem nú er talið að myndi stjórn með sósíaldemókrötum, vildu heldur ekkert láta eftir sér hafa um gang viðræðnanna. Samkvæmt frásögn Jótlandspóstsins virðast sósíaldemókratar og sósíalistar ætla, að kröfu Róttæka flokksins, að falla frá áformum sínum um nýjan hátekjuskatt. Í staðinn sættir Róttæki flokkurinn sig við að strangar kröfur til innflytjenda verði áfram við lýði, meðal annars 24 ára reglan umdeilda, sem kveður á um að útlendingur, sem gengur í hjónaband með Dana, þurfi að vera 24 ára hið minnsta til að fá dvalarleyfi í Danmörku á grundvelli hjónabandsins. Einingarlistinn, sem er lengst til vinstri allra dönsku stjórnmálaflokkanna, er engan veginn sáttur við þessa niðurstöðu um brotthvarf hátekjuskattsins. Í gær var talað um að lendingin yrði tveggja eða þriggja flokka minnihlutastjórn, nefnilega stjórn sósíaldemókrata og sósíalista með stuðningi Einingarflokksins og annaðhvort stuðningi eða beinni aðild Róttæka flokksins. Danska þingið kom saman í gær í fyrsta sinn frá kosningum, en þingfundurinn stóð aðeins í hálfa aðra mínútu. Aðeins tvö mál voru á dagskrá: Mogens Lykketoft, fyrrverandi leiðtogi danska Sósíaldemókrataflokksins, var kjörinn þingforseti og kosið var í nefnd til að fara yfir úrslit kosninganna.- gb
Fréttir Mest lesið Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Sjá meira