Óásættanlegt að bregðast ekki við 30. september 2011 07:00 Viðkvæmt Mál stúlkunnar hefur velkst í kerfinu mánuðum saman. Nú er svo komið að foreldrar hennar vilja ekki lengur senda hana í skólann.Fréttablaðið/gva Lögmaður foreldra sem tekið hafa unga dóttur sína úr skóla á Akranesi segir óásættanlegt ef yfirvöld í bænum ætla ekki að taka á málinu. Í skólanum hefur telpan reglulega hitt unglingspilt sem nýlega kom í ljós að hefur brotið gegn henni kynferðislega. „Nú veit ég ekki nákvæmlega með hvaða hætti skóla- og bæjaryfirvöld ætla að bregðast við þeirri stöðu sem upp er komin,“ segir Halldóra Þorsteinsdóttir, lögmaður hjónanna. „Aðgerðaleysi hlýtur hins vegar að vera óásættanlegt í svona málum. Það blasir við.“ Foreldrarnir eru afar ósáttir við viðbrögð skólans og bæjaryfirvalda, sem hafa hafnað ósk þeirra um að drengurinn verði færður í annan skóla með þeim rökum að það sé ekki heimilt þar sem drengurinn hafi ekki brotið agareglur skólans. Hann verði því ekki færður nema með samþykki foreldra sinna. Foreldrar drengsins vísa hins vegar í mat sálfræðings sonar síns, sem ekki hafi mælt með flutningi hans á milli skóla. Þess vegna leggist þau gegn því. „Þetta er auðvitað mjög erfitt og viðkvæmt mál. En það er brýnt að félagsmálayfirvöld í samráði við skólann komist að viðunandi niðurstöðu þannig að tryggt sé að stúlkan geti stundað skólann með sama hætti og áður,“ segir Halldóra. Hún segir jafnframt að skólayfirvöld verði að hlutast til um að telpan fái nauðsynlega aðstoð og að fylgst verði með líðan hennar í skólanum á komandi mánuðum. „Það er mjög óheppilegt að foreldrar stúlkunnar þurfi að grípa til örþrifaráða á borð við það að taka hana úr skólanum. Skóla- og félagsmálayfirvöld hljóta að vilja koma í veg fyrir slíkar málalyktir.“ Foreldrar telpunnar fullyrða að skólastjórinn hafi lofað þeim því að tryggt yrði að dóttir þeirra mundi ekki hitta drenginn í mötuneytinu eða í frímínútum. Þá hafi telpunni verið lofað stuðningsfulltrúa til að fylgja henni á milli staða í skólanum. Við þetta hafi hins vegar ekki verið staðið. Að sögn föðurins hefur dóttir hans jafnvel setið á næsta borði við drenginn í nokkur skipti á matmálstíma. Málið hefur velkst í kerfinu síðan í fyrravetur og meðal annars komið inn á borð menntamálaráðuneytisins, sem hefur ekki séð ástæðu til að grípa inn í. Í tölvubréfi sem Árni Múli Jónsson, bæjarstjóri á Akranesi, sendi foreldrum telpunnar í júlí segir hann bæjaryfirvöld vilja fá að útbúa skriflega greinargerð um málið áður en foreldrarnir grípi til frekari aðgerða. „Þið getið þá metið stöðuna með hliðsjón af því sem þar kemur fram og ef ykkur sýnist rétt getið þið skotið málinu til umfjöllunar hjá fjölskylduráði […] og/eða leitað með málið til annarra málskotsaðila ef ekki fæst niðurstaða hjá Akraneskaupstað sem þið getið sætt ykkur við.“ Foreldrarnir fullyrða hins vegar að greinargerðin sem Árni Múli vísar til í bréfi sínu hafi aldrei skilað sér. Árni Múli vildi ekki tjá sig um málið í gær. Það vildi skólastjóri skólans ekki heldur og bar við trúnaði um málefni nemenda. stigur@frettabladid.is thorunn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Fleiri fréttir Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Sjá meira
Lögmaður foreldra sem tekið hafa unga dóttur sína úr skóla á Akranesi segir óásættanlegt ef yfirvöld í bænum ætla ekki að taka á málinu. Í skólanum hefur telpan reglulega hitt unglingspilt sem nýlega kom í ljós að hefur brotið gegn henni kynferðislega. „Nú veit ég ekki nákvæmlega með hvaða hætti skóla- og bæjaryfirvöld ætla að bregðast við þeirri stöðu sem upp er komin,“ segir Halldóra Þorsteinsdóttir, lögmaður hjónanna. „Aðgerðaleysi hlýtur hins vegar að vera óásættanlegt í svona málum. Það blasir við.“ Foreldrarnir eru afar ósáttir við viðbrögð skólans og bæjaryfirvalda, sem hafa hafnað ósk þeirra um að drengurinn verði færður í annan skóla með þeim rökum að það sé ekki heimilt þar sem drengurinn hafi ekki brotið agareglur skólans. Hann verði því ekki færður nema með samþykki foreldra sinna. Foreldrar drengsins vísa hins vegar í mat sálfræðings sonar síns, sem ekki hafi mælt með flutningi hans á milli skóla. Þess vegna leggist þau gegn því. „Þetta er auðvitað mjög erfitt og viðkvæmt mál. En það er brýnt að félagsmálayfirvöld í samráði við skólann komist að viðunandi niðurstöðu þannig að tryggt sé að stúlkan geti stundað skólann með sama hætti og áður,“ segir Halldóra. Hún segir jafnframt að skólayfirvöld verði að hlutast til um að telpan fái nauðsynlega aðstoð og að fylgst verði með líðan hennar í skólanum á komandi mánuðum. „Það er mjög óheppilegt að foreldrar stúlkunnar þurfi að grípa til örþrifaráða á borð við það að taka hana úr skólanum. Skóla- og félagsmálayfirvöld hljóta að vilja koma í veg fyrir slíkar málalyktir.“ Foreldrar telpunnar fullyrða að skólastjórinn hafi lofað þeim því að tryggt yrði að dóttir þeirra mundi ekki hitta drenginn í mötuneytinu eða í frímínútum. Þá hafi telpunni verið lofað stuðningsfulltrúa til að fylgja henni á milli staða í skólanum. Við þetta hafi hins vegar ekki verið staðið. Að sögn föðurins hefur dóttir hans jafnvel setið á næsta borði við drenginn í nokkur skipti á matmálstíma. Málið hefur velkst í kerfinu síðan í fyrravetur og meðal annars komið inn á borð menntamálaráðuneytisins, sem hefur ekki séð ástæðu til að grípa inn í. Í tölvubréfi sem Árni Múli Jónsson, bæjarstjóri á Akranesi, sendi foreldrum telpunnar í júlí segir hann bæjaryfirvöld vilja fá að útbúa skriflega greinargerð um málið áður en foreldrarnir grípi til frekari aðgerða. „Þið getið þá metið stöðuna með hliðsjón af því sem þar kemur fram og ef ykkur sýnist rétt getið þið skotið málinu til umfjöllunar hjá fjölskylduráði […] og/eða leitað með málið til annarra málskotsaðila ef ekki fæst niðurstaða hjá Akraneskaupstað sem þið getið sætt ykkur við.“ Foreldrarnir fullyrða hins vegar að greinargerðin sem Árni Múli vísar til í bréfi sínu hafi aldrei skilað sér. Árni Múli vildi ekki tjá sig um málið í gær. Það vildi skólastjóri skólans ekki heldur og bar við trúnaði um málefni nemenda. stigur@frettabladid.is thorunn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Fleiri fréttir Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Sjá meira