Liðsmenn Árnesgengisins ákærðir fyrir vopnað rán Jóhanna Sigurþórsdóttir og Stígur Helgason skrifar 29. september 2011 04:00 Héraðsdómur Reykjavíkur Ákæran á hendur fólkinu var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Fréttablaðið/vilhelm Ríkissaksóknari hefur ákært tvo síbrotamenn fyrir að færa mann nauðugan á heimili hans og ræna hann þar. Ein kona er ákærð fyrir hlutdeild í ráninu. Annar mannanna játaði sök en hinn tók sér frest. Konan neitaði. Mennirnir tveir, Sigurbjörn Adam Baldvinsson og Ívar Aron Hill Ævarsson, eru margdæmdir brotamenn. Konan hefur áður hlotið skilorðsbundinn dóm. Að þessu sinni er mönnunum gefið að sök að hafa í íbúð í Reykjavík slegið fórnarlambið í andlitið svo hann fékk blóðnasir. Að því búnu hafi þeir skipað honum að klæðast hettupeysu og leitt hann nauðugan og með hettu yfir höfði sér frá íbúðinni að heimili hans. Á leiðinni hélt hvor undir sinn handlegg mannsins og beindu öðru hvoru hnífum að síðum hans, að því er segir í ákæru. Þegar kom á heimili mannsins söfnuðu hinir ákærðu ræningjar saman ýmsum verðmætum í eigu hans og höfðu á brott með sér. Fórnarlambið reyndi ekki að hindra mennina af ótta við þá. Áætlað verðmæti þýfisins er samtals yfir tvær milljónir króna. Meðal þess sem þeir stálu var flatskjár, heimabíótæki, tölvubúnaður, myndavél, kaffivél, samlokugrill, iPod-spilari, sjónvarpsflakkari, GSM-sími, úr, málverk, veiðistangir, vöðlur, munir til fluguhnýtinga, ýmis fatnaður, snjóbretti og snjóbrettaskór. Konan er ákærð fyrir að hafa tekið þátt í ráninu og farið með Ívari Aroni í hraðbanka Kaupþings í Hafnarfirði, þar sem þau tóku út þúsund krónur með greiðslukorti sem þau höfðu rænt frá manninum. Tryggingamiðstöðin krefur hin ákærðu um bætur upp á ríflega 1,1 milljón króna. Fréttir Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Fleiri fréttir Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Sjá meira
Ríkissaksóknari hefur ákært tvo síbrotamenn fyrir að færa mann nauðugan á heimili hans og ræna hann þar. Ein kona er ákærð fyrir hlutdeild í ráninu. Annar mannanna játaði sök en hinn tók sér frest. Konan neitaði. Mennirnir tveir, Sigurbjörn Adam Baldvinsson og Ívar Aron Hill Ævarsson, eru margdæmdir brotamenn. Konan hefur áður hlotið skilorðsbundinn dóm. Að þessu sinni er mönnunum gefið að sök að hafa í íbúð í Reykjavík slegið fórnarlambið í andlitið svo hann fékk blóðnasir. Að því búnu hafi þeir skipað honum að klæðast hettupeysu og leitt hann nauðugan og með hettu yfir höfði sér frá íbúðinni að heimili hans. Á leiðinni hélt hvor undir sinn handlegg mannsins og beindu öðru hvoru hnífum að síðum hans, að því er segir í ákæru. Þegar kom á heimili mannsins söfnuðu hinir ákærðu ræningjar saman ýmsum verðmætum í eigu hans og höfðu á brott með sér. Fórnarlambið reyndi ekki að hindra mennina af ótta við þá. Áætlað verðmæti þýfisins er samtals yfir tvær milljónir króna. Meðal þess sem þeir stálu var flatskjár, heimabíótæki, tölvubúnaður, myndavél, kaffivél, samlokugrill, iPod-spilari, sjónvarpsflakkari, GSM-sími, úr, málverk, veiðistangir, vöðlur, munir til fluguhnýtinga, ýmis fatnaður, snjóbretti og snjóbrettaskór. Konan er ákærð fyrir að hafa tekið þátt í ráninu og farið með Ívari Aroni í hraðbanka Kaupþings í Hafnarfirði, þar sem þau tóku út þúsund krónur með greiðslukorti sem þau höfðu rænt frá manninum. Tryggingamiðstöðin krefur hin ákærðu um bætur upp á ríflega 1,1 milljón króna.
Fréttir Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Fleiri fréttir Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Sjá meira