Davíð Smári talaði af sér í hleruðu símtali 28. september 2011 06:00 Davíð Smári. Davíð Smári Helenarson var í gær dæmdur í hálfs árs fangelsi fyrir líkamsárás á skemmtistaðnum Nasa við Austurvöll í apríl í fyrra. Hvorki fórnarlambið né nokkur vitni voru til frásagnar um aðild Davíðs að málinu. Daginn eftir gortaði Davíð hins vegar af árásinni í síma við viðskiptafélaga sinn, sem vildi til að lögregla var að hlera vegna rannsóknar á fíkniefnamáli. Þar lýsir hann árásinni, segir „…lömdum hann alveg í spað á klósettinu á Nasa,“ og segist hafa brotið flösku á höfði fórnarlambsins og sparkað í það. Tveir voru ákærðir fyrir árásina, Davíð og annar maður, jafnvel þótt ljóst þyki að fleiri hafi tekið þátt í henni. Þolandinn kærði einungis hinn sakborninginn þar sem hann þekkti engan annan. Sá var hins vegar sýknaður þar sem ekki þóttu nægar sannanir fyrir því að hann hefði átt upptökin að átökunum eins og fórnarlambið hélt fram og hefði ekki bara verið að verja hendur sínar. Davíð gekkst við því að hafa átt í átökum við manninn en sagðist ekki hafa átt upptökin að þeim. Hann var engu að síður sakfelldur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás og er það í fimmta skipti frá árinu 2003 sem hann hlýtur dóm fyrir líkamsárás. Fréttir Tengdar fréttir Íbúasamtök ósátt við frestun framkvæmda Formenn íbúasamtaka Kjalarness og Grafarvogs eru afar óánægðir með þá ákvörðun stjórnvalda að fresta framkvæmdum við Sundabraut. 28. september 2011 04:00 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira
Davíð Smári Helenarson var í gær dæmdur í hálfs árs fangelsi fyrir líkamsárás á skemmtistaðnum Nasa við Austurvöll í apríl í fyrra. Hvorki fórnarlambið né nokkur vitni voru til frásagnar um aðild Davíðs að málinu. Daginn eftir gortaði Davíð hins vegar af árásinni í síma við viðskiptafélaga sinn, sem vildi til að lögregla var að hlera vegna rannsóknar á fíkniefnamáli. Þar lýsir hann árásinni, segir „…lömdum hann alveg í spað á klósettinu á Nasa,“ og segist hafa brotið flösku á höfði fórnarlambsins og sparkað í það. Tveir voru ákærðir fyrir árásina, Davíð og annar maður, jafnvel þótt ljóst þyki að fleiri hafi tekið þátt í henni. Þolandinn kærði einungis hinn sakborninginn þar sem hann þekkti engan annan. Sá var hins vegar sýknaður þar sem ekki þóttu nægar sannanir fyrir því að hann hefði átt upptökin að átökunum eins og fórnarlambið hélt fram og hefði ekki bara verið að verja hendur sínar. Davíð gekkst við því að hafa átt í átökum við manninn en sagðist ekki hafa átt upptökin að þeim. Hann var engu að síður sakfelldur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás og er það í fimmta skipti frá árinu 2003 sem hann hlýtur dóm fyrir líkamsárás.
Fréttir Tengdar fréttir Íbúasamtök ósátt við frestun framkvæmda Formenn íbúasamtaka Kjalarness og Grafarvogs eru afar óánægðir með þá ákvörðun stjórnvalda að fresta framkvæmdum við Sundabraut. 28. september 2011 04:00 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira
Íbúasamtök ósátt við frestun framkvæmda Formenn íbúasamtaka Kjalarness og Grafarvogs eru afar óánægðir með þá ákvörðun stjórnvalda að fresta framkvæmdum við Sundabraut. 28. september 2011 04:00