Iðnaðarráðherra sakar SA um lygar og flokkapólitík 28. september 2011 05:30 ósátt Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra segir forsvarsmenn Samtaka atvinnulífsins fara með ósannindi um framkvæmdaleysi ríkisstjórnarinnar. Það geri þeir gegn betri vitund.fréttablaðið/gva „Það er ekki hægt að sitja undir þessu lengur, þegar maður er í góðri trú og góðri samvinnu við aðila á vinnumarkaði um góð mál til uppbyggingar í samfélaginu, að sitja linnulaust undir svona árásum frá þeim,“ segir Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra um ásakanir forsvarsmanna Samtaka atvinnulífsins (SA) um aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar. Vilmundur Jósefsson, formaður SA, sagði á fundi samtakanna í gær að ríkisstjórnin hefði ekki staðið við eigin yfirlýsingar í tengslum við stöðugleikasáttmálann og því væri henni ekki treystandi lengur. Katrín segir forsvarsmenn SA aldrei hafa lagst jafn lágt og með þessum ummælum sínum. „Þegar formaður SA heldur því fram að ekki hafi verið staðið við neitt í yfirlýsingu okkar frá því í vor, í tengslum við kjarasamning, þá eru það hrein og klár ósannindi og hann veit það vel.“ Katrín segir öll verkefni umræddrar yfirlýsingar ýmist vera í framkvæmd eða lokið, að undanskildum ákveðnum vegaframkvæmdum, en mótmælalistar vegna vegtolla hafi tafið þær. Hún bendir á að framkvæmdir séu í gangi í fjórum virkjunum sem samanlagt muni framleiða 345 megavött af orku. Það jafngildi hálfri Kárahnjúkavirkjun, en framleiðslugeta hennar nemur 690 MW. Virkjanirnar sem Katrín vísar til eru Búðarhálsvirkjun (80 MW) sem sé komin í framkvæmd, fimmti áfangi Hellisheiðarvirkjunar (85 MW) sem verði tekinn í gagnið um helgina og virkjanir við Bjarnarflag (90 MW) og Þeistareyki (90 MW), en búið sé að bjóða út hönnun á mannvirkjum við þær virkjanir. „Það hentar þeim [forsvarsmönnum SA] ekki að sjá þessar staðreyndir vegna þess að þeir eru komnir á bólakaf í flokkapólitík. Þeir geta ekki unað því að eiga ekki lengur nein handbendi inni í ríkisstjórn.“ Katrín segir forsvarsmenn SA blindaða af flokkapólitík og geta ekki tínt til það sem þó er verið að gera. „Það getur ekki þjónað hagsmunum þeirra umbjóðenda, ég bara trúi því ekki. Við í iðnaðarráðuneytinu erum í mjög góðu samstarfi við ýmis aðildarsamtök þeirra að miklum framfaramálum. Ég trúi því ekki að þeir hafi talað í þeirra nafni.“ kolbeinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Sjá meira
„Það er ekki hægt að sitja undir þessu lengur, þegar maður er í góðri trú og góðri samvinnu við aðila á vinnumarkaði um góð mál til uppbyggingar í samfélaginu, að sitja linnulaust undir svona árásum frá þeim,“ segir Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra um ásakanir forsvarsmanna Samtaka atvinnulífsins (SA) um aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar. Vilmundur Jósefsson, formaður SA, sagði á fundi samtakanna í gær að ríkisstjórnin hefði ekki staðið við eigin yfirlýsingar í tengslum við stöðugleikasáttmálann og því væri henni ekki treystandi lengur. Katrín segir forsvarsmenn SA aldrei hafa lagst jafn lágt og með þessum ummælum sínum. „Þegar formaður SA heldur því fram að ekki hafi verið staðið við neitt í yfirlýsingu okkar frá því í vor, í tengslum við kjarasamning, þá eru það hrein og klár ósannindi og hann veit það vel.“ Katrín segir öll verkefni umræddrar yfirlýsingar ýmist vera í framkvæmd eða lokið, að undanskildum ákveðnum vegaframkvæmdum, en mótmælalistar vegna vegtolla hafi tafið þær. Hún bendir á að framkvæmdir séu í gangi í fjórum virkjunum sem samanlagt muni framleiða 345 megavött af orku. Það jafngildi hálfri Kárahnjúkavirkjun, en framleiðslugeta hennar nemur 690 MW. Virkjanirnar sem Katrín vísar til eru Búðarhálsvirkjun (80 MW) sem sé komin í framkvæmd, fimmti áfangi Hellisheiðarvirkjunar (85 MW) sem verði tekinn í gagnið um helgina og virkjanir við Bjarnarflag (90 MW) og Þeistareyki (90 MW), en búið sé að bjóða út hönnun á mannvirkjum við þær virkjanir. „Það hentar þeim [forsvarsmönnum SA] ekki að sjá þessar staðreyndir vegna þess að þeir eru komnir á bólakaf í flokkapólitík. Þeir geta ekki unað því að eiga ekki lengur nein handbendi inni í ríkisstjórn.“ Katrín segir forsvarsmenn SA blindaða af flokkapólitík og geta ekki tínt til það sem þó er verið að gera. „Það getur ekki þjónað hagsmunum þeirra umbjóðenda, ég bara trúi því ekki. Við í iðnaðarráðuneytinu erum í mjög góðu samstarfi við ýmis aðildarsamtök þeirra að miklum framfaramálum. Ég trúi því ekki að þeir hafi talað í þeirra nafni.“ kolbeinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Sjá meira