SVÞ gagnrýna tolla- og innflutningsstefnu 27. september 2011 05:00 Vill auka vöruinnflutning Margrét Kristmannsdóttir, formaður SVÞ, segir mikil tækifæri felast í lækkun tolla og vörugjalda sem gæti örvað verslun og atvinnulíf hér á landi. Fréttablaðið/Vilhelm Margrét Kristmannsdóttir, formaður Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ), deildi hart á stefnu stjórnvalda í tolla- og innflutningsmálum á opnum fundi sem Samtök atvinnulífsins (SA) stóðu fyrir í gær. Yfirskrift fundarins var „Ryðjum hindrunum úr vegi“ og voru allir frummælendur gagnrýnir á stefnu stjórnvalda, sem þeir sögðu að stæði fjárfestingu og framþróun fyrir þrifum. Meðal annars sagði Grímur Sæmundsson, varaformaður SA, í erindi sínu að hægt væri að bæta þjóðarhag um 46 milljarða króna á ári með því að vinna bug á atvinnuleysi, en nú eru um ellefu þúsund Íslendingar á atvinnuleysisbótum. Þá sagði Kolbeinn Kolbeinsson, framkvæmdastjóri Ístaks, að aðstæður hér á landi væru síst til þess fallnar að laða að erlenda fjárfestingu. Adolf Guðmundsson, formaður Landssambands íslenskra útvegsmanna, átaldi einnig stjórnina fyrir vinnubrögð í málefnum sjávarútvegsins, sem stæði fjárfestingum i stéttinni fyrir þrifum. Inntakið í framsögu Margrétar var að stefna stjórnvalda í tolla- og innflutningsmálum og núverandi landbúnaðarkerfi skaðaði alla. Tækifærin væru þó til staðar, fyrst af öllu í ferðamannaiðnaði. „Í öðru lagi viljum við flytja inn verslun Íslendinga sem hið opinbera flytur úr landi með skattlagningu,“ sagði Margrét og vísaði þar til vörugjalda sem lögð eru á ýmis raftæki, byggingarvörur og föt, sem leiði til þess að almenningur hér á landi leitar í auknum mæli út fyrir landsteinana til að versla. „Vörugjaldakerfið stórskaðar innlenda verslun,“ segir Margrét og bætir við: „Á þessum erfiðu tímum kemur ákall frá versluninni um að þessari atvinnugrein verði gert kleift að vera samkeppnishæf við nágrannalöndin. Það er að verslun flytjist heim og skapi störf og tekjur.“ Þá vandaði Margrét Jóni Bjarnasyni, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, ekki kveðjurnar og sagði hann brjóta alþjóðasamninga með því að leyfa ekki meiri innflutning á alifuglakjöti á lægri tollum. „Við Íslendingar erum oft eins og barbarar þegar kemur að alþjóðaviðskiptum,“ sagði Margrét. „Sjálf teljum við sjálfsagt að flytja út landbúnaðarvörur, en lokum á sama tíma öllum dyrum fyrir innflutningi.“ Margrét vísaði einnig til þess að verð á kjúklinga- og svínakjöti hér á landi hafi hækkað um tuttugu til fjörutíu prósent og kallaði eftir því að á meðan standa ætti vörð um hefðbundinn landbúnað í sveitum landsins ætti ekki að setja „iðnaðarframleitt kjúklinga- og svínakjöt“ undir sama hatt. thorgils@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Sjá meira
Margrét Kristmannsdóttir, formaður Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ), deildi hart á stefnu stjórnvalda í tolla- og innflutningsmálum á opnum fundi sem Samtök atvinnulífsins (SA) stóðu fyrir í gær. Yfirskrift fundarins var „Ryðjum hindrunum úr vegi“ og voru allir frummælendur gagnrýnir á stefnu stjórnvalda, sem þeir sögðu að stæði fjárfestingu og framþróun fyrir þrifum. Meðal annars sagði Grímur Sæmundsson, varaformaður SA, í erindi sínu að hægt væri að bæta þjóðarhag um 46 milljarða króna á ári með því að vinna bug á atvinnuleysi, en nú eru um ellefu þúsund Íslendingar á atvinnuleysisbótum. Þá sagði Kolbeinn Kolbeinsson, framkvæmdastjóri Ístaks, að aðstæður hér á landi væru síst til þess fallnar að laða að erlenda fjárfestingu. Adolf Guðmundsson, formaður Landssambands íslenskra útvegsmanna, átaldi einnig stjórnina fyrir vinnubrögð í málefnum sjávarútvegsins, sem stæði fjárfestingum i stéttinni fyrir þrifum. Inntakið í framsögu Margrétar var að stefna stjórnvalda í tolla- og innflutningsmálum og núverandi landbúnaðarkerfi skaðaði alla. Tækifærin væru þó til staðar, fyrst af öllu í ferðamannaiðnaði. „Í öðru lagi viljum við flytja inn verslun Íslendinga sem hið opinbera flytur úr landi með skattlagningu,“ sagði Margrét og vísaði þar til vörugjalda sem lögð eru á ýmis raftæki, byggingarvörur og föt, sem leiði til þess að almenningur hér á landi leitar í auknum mæli út fyrir landsteinana til að versla. „Vörugjaldakerfið stórskaðar innlenda verslun,“ segir Margrét og bætir við: „Á þessum erfiðu tímum kemur ákall frá versluninni um að þessari atvinnugrein verði gert kleift að vera samkeppnishæf við nágrannalöndin. Það er að verslun flytjist heim og skapi störf og tekjur.“ Þá vandaði Margrét Jóni Bjarnasyni, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, ekki kveðjurnar og sagði hann brjóta alþjóðasamninga með því að leyfa ekki meiri innflutning á alifuglakjöti á lægri tollum. „Við Íslendingar erum oft eins og barbarar þegar kemur að alþjóðaviðskiptum,“ sagði Margrét. „Sjálf teljum við sjálfsagt að flytja út landbúnaðarvörur, en lokum á sama tíma öllum dyrum fyrir innflutningi.“ Margrét vísaði einnig til þess að verð á kjúklinga- og svínakjöti hér á landi hafi hækkað um tuttugu til fjörutíu prósent og kallaði eftir því að á meðan standa ætti vörð um hefðbundinn landbúnað í sveitum landsins ætti ekki að setja „iðnaðarframleitt kjúklinga- og svínakjöt“ undir sama hatt. thorgils@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Sjá meira