Um Grímsstaði og vald ráðherra Róbert R. Spanó skrifar 19. september 2011 20:23 I. Lög og pólitíkAð undanförnu hefur mikið verið rætt um áhuga útlendings á því að kaupa jörðina Grímsstaði á Fjöllum til að stunda þar atvinnurekstur á sviði ferðaþjónustu. Í því sambandi hafa menn rætt um hvort heimila eigi útlendingum yfirleitt að kaupa jarðir og auðlindir hér á landi. Þessi umræða er þörf. Brýnt er að málefnaleg rök komi fram með og á móti. Í lögum frá 1966 um eignarétt og afnotarétt fasteigna er innanríkisráðherra veitt leyfi til að víkja frá skilyrðum um íslenskan ríkisborgararétt eða lögheimili hér á landi við kaup á fasteign. Er undanþáguheimild ráðherra opin og matskennd. Því má velta fyrir sér hvort ráðherrar geti við þessar aðstæður gert það sem þeim sýnist. Geta þeir lagalega látið pólitík ráða ferðinni? Svarið er nei. Þegar ráðherra er falið með lögum að taka ákvarðanir um rétt eða skyldu manna eru þær lagalegs eðlis en ekki pólitískar, eins og nú verður útskýrt. II. Tvíþætt hlutverk ráðherra í stjórnskipuninniÍ stjórnarskránni segir að ráðherrar beri ábyrgð á stjórnarframkvæmdum öllum. Það þýðir að ráðherrar eru ásamt forseta æðstu handhafar framkvæmdarvaldsins. Þeir eiga með öðrum orðum að framkvæma þau lög sem Alþingi setur. Ráðherrar framkvæma lög einkum með því að setja reglugerðir eða taka ákvarðanir í einstökum málum á grundvelli laga. Þegar ráðherrar taka ákvarðanir eru þeir stjórnvaldshafar og verða að fylgja lögunum í einu og öllu. Pólitískar áherslur eða hugsjónir ráðherrans mega ekki hafa áhrif á slíkar ákvarðanir. Það er sú pólitík sem birtist í gildandi lögum sem ræður ferðinni. Engu máli skiptir hvort ráðherra er ósammála þeirri pólitík eða ekki. Hann verður samkvæmt stjórnarskránni að framkvæma lögin eins og þau eru þegar ákvörðun er tekin. Ráðherrar eru hins vegar ekki bara stjórnvaldshafar. Þeir eiga einnig að vinna að pólitískri stefnumótun á því málefnasviði sem þeir fara með. Þeir geta í krafti svokallaðs frumkvæðisréttar lagt fram frumvörp á Alþingi ef þeir vilja gera tillögur um breytingar á lögum. Það geta þeir t.d. gert ef gildandi lög mæla fyrir um áherslur eða lausnir sem þeir eru pólitískt ósammála. Ráðherrar mega hins vegar ekki blanda saman hlutverki sínu sem stjórnvaldshafar annars vegar og þess sem fer með pólitíska stefnumótun hins vegar. III. Ákvarðanir ráðherra á grundvelli opinna og matskenndra heimilda í lögumRáðherrar þurfa gjarnan að taka ákvarðanir á grundvelli opinna og matskenndra heimilda í lögum. Það gera þeir sem stjórnvaldshafar. Það er ekkert einhlítt svar við því hvernig ráðherra ber að taka ákvörðun í tilvikum sem þessum. Ræðst það að nokkru marki af þeim lögum sem í hlut eiga hverju sinni. Í lögfræðinni eru þó viðurkennd ýmis sjónarmið sem horfa verður til. Til að útskýra þau nánar verður til hægðarauka horfið aftur til Grímsstaða. Áréttað er að það mál er hér aðeins tekið til umfjöllunar í dæmaskyni, enda gilda þessi sjónarmið einnig í ýmsum öðrum málum sem stjórnsýsla ráðuneytanna þarf að kljást við. Þegar útlendingur utan EES-svæðisins vill kaupa fasteign hér á landi verður hann að fá leyfi ráðherra til þess. Í lögunum segir hins vegar ekkert meira um það til hvaða sjónarmiða ráðherrann á að líta. Í ljósi þessa verður hann að svara a.m.k. eftirtöldum spurningum þegar ákvörðun er tekin: Hvaða ályktanir um beitingu heimildar ráðherra verða dregnar af ákvæðum laganna frá 1966 og þeim markmiðum og meginreglum sem að baki þeim búa? Hvaða málefnalegu sjónarmið má ráðherra draga inn í mat sitt í ljósi sögulegs aðdraganda og uppbyggingar laganna? Hvaða þýðingu hefur grundvallarregla stjórnarskrárinnar um friðhelgi eignaréttar í því sambandi? Hvernig hefur áður á grundvelli sömu laga verið leyst úr beiðnum útlendinga utan EES-svæðisins um kaup á fasteignum hér á landi? Hvaða þýðingu hafa þær afgreiðslur ráðherra í ljósi jafnræðisreglu? Þegar þessum spurningum hefur verið svarað lögfræðilega kann ráðherra að hafa ákveðið val á milli sjónarmiða sem teljast málefnaleg. Aðalatriðið er það að útgangspunktur matsins er ákvæði stjórnarskrárinnar um friðhelgi eignaréttar, gildandi lög frá 1966 og ályktanir sem af þeim verða dregnar. Það myndi því stoða lítt fyrir ráðherra að glugga t.d. í stefnuyfirlýsingu sitjandi ríkisstjórnar eða tiltekins stjórnmálaflokks þegar hann undirbýr ákvörðun sína. Þá geta nýjustu skoðanakannanir um afstöðu fólksins í landinu ekki heldur skipt neinu máli eins og lögunum frá 1966 er háttað. Horfi ráðherra til slíkra sjónarmiða við mat sitt á hann því á hættu að blanda eigin pólitík saman við skyldur sínar sem stjórnvaldshafa. Ákvörðun hans kann þá að vera dæmd ólögmæt ef á hana reynir fyrir dómi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Róbert Spanó Mest lesið Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
I. Lög og pólitíkAð undanförnu hefur mikið verið rætt um áhuga útlendings á því að kaupa jörðina Grímsstaði á Fjöllum til að stunda þar atvinnurekstur á sviði ferðaþjónustu. Í því sambandi hafa menn rætt um hvort heimila eigi útlendingum yfirleitt að kaupa jarðir og auðlindir hér á landi. Þessi umræða er þörf. Brýnt er að málefnaleg rök komi fram með og á móti. Í lögum frá 1966 um eignarétt og afnotarétt fasteigna er innanríkisráðherra veitt leyfi til að víkja frá skilyrðum um íslenskan ríkisborgararétt eða lögheimili hér á landi við kaup á fasteign. Er undanþáguheimild ráðherra opin og matskennd. Því má velta fyrir sér hvort ráðherrar geti við þessar aðstæður gert það sem þeim sýnist. Geta þeir lagalega látið pólitík ráða ferðinni? Svarið er nei. Þegar ráðherra er falið með lögum að taka ákvarðanir um rétt eða skyldu manna eru þær lagalegs eðlis en ekki pólitískar, eins og nú verður útskýrt. II. Tvíþætt hlutverk ráðherra í stjórnskipuninniÍ stjórnarskránni segir að ráðherrar beri ábyrgð á stjórnarframkvæmdum öllum. Það þýðir að ráðherrar eru ásamt forseta æðstu handhafar framkvæmdarvaldsins. Þeir eiga með öðrum orðum að framkvæma þau lög sem Alþingi setur. Ráðherrar framkvæma lög einkum með því að setja reglugerðir eða taka ákvarðanir í einstökum málum á grundvelli laga. Þegar ráðherrar taka ákvarðanir eru þeir stjórnvaldshafar og verða að fylgja lögunum í einu og öllu. Pólitískar áherslur eða hugsjónir ráðherrans mega ekki hafa áhrif á slíkar ákvarðanir. Það er sú pólitík sem birtist í gildandi lögum sem ræður ferðinni. Engu máli skiptir hvort ráðherra er ósammála þeirri pólitík eða ekki. Hann verður samkvæmt stjórnarskránni að framkvæma lögin eins og þau eru þegar ákvörðun er tekin. Ráðherrar eru hins vegar ekki bara stjórnvaldshafar. Þeir eiga einnig að vinna að pólitískri stefnumótun á því málefnasviði sem þeir fara með. Þeir geta í krafti svokallaðs frumkvæðisréttar lagt fram frumvörp á Alþingi ef þeir vilja gera tillögur um breytingar á lögum. Það geta þeir t.d. gert ef gildandi lög mæla fyrir um áherslur eða lausnir sem þeir eru pólitískt ósammála. Ráðherrar mega hins vegar ekki blanda saman hlutverki sínu sem stjórnvaldshafar annars vegar og þess sem fer með pólitíska stefnumótun hins vegar. III. Ákvarðanir ráðherra á grundvelli opinna og matskenndra heimilda í lögumRáðherrar þurfa gjarnan að taka ákvarðanir á grundvelli opinna og matskenndra heimilda í lögum. Það gera þeir sem stjórnvaldshafar. Það er ekkert einhlítt svar við því hvernig ráðherra ber að taka ákvörðun í tilvikum sem þessum. Ræðst það að nokkru marki af þeim lögum sem í hlut eiga hverju sinni. Í lögfræðinni eru þó viðurkennd ýmis sjónarmið sem horfa verður til. Til að útskýra þau nánar verður til hægðarauka horfið aftur til Grímsstaða. Áréttað er að það mál er hér aðeins tekið til umfjöllunar í dæmaskyni, enda gilda þessi sjónarmið einnig í ýmsum öðrum málum sem stjórnsýsla ráðuneytanna þarf að kljást við. Þegar útlendingur utan EES-svæðisins vill kaupa fasteign hér á landi verður hann að fá leyfi ráðherra til þess. Í lögunum segir hins vegar ekkert meira um það til hvaða sjónarmiða ráðherrann á að líta. Í ljósi þessa verður hann að svara a.m.k. eftirtöldum spurningum þegar ákvörðun er tekin: Hvaða ályktanir um beitingu heimildar ráðherra verða dregnar af ákvæðum laganna frá 1966 og þeim markmiðum og meginreglum sem að baki þeim búa? Hvaða málefnalegu sjónarmið má ráðherra draga inn í mat sitt í ljósi sögulegs aðdraganda og uppbyggingar laganna? Hvaða þýðingu hefur grundvallarregla stjórnarskrárinnar um friðhelgi eignaréttar í því sambandi? Hvernig hefur áður á grundvelli sömu laga verið leyst úr beiðnum útlendinga utan EES-svæðisins um kaup á fasteignum hér á landi? Hvaða þýðingu hafa þær afgreiðslur ráðherra í ljósi jafnræðisreglu? Þegar þessum spurningum hefur verið svarað lögfræðilega kann ráðherra að hafa ákveðið val á milli sjónarmiða sem teljast málefnaleg. Aðalatriðið er það að útgangspunktur matsins er ákvæði stjórnarskrárinnar um friðhelgi eignaréttar, gildandi lög frá 1966 og ályktanir sem af þeim verða dregnar. Það myndi því stoða lítt fyrir ráðherra að glugga t.d. í stefnuyfirlýsingu sitjandi ríkisstjórnar eða tiltekins stjórnmálaflokks þegar hann undirbýr ákvörðun sína. Þá geta nýjustu skoðanakannanir um afstöðu fólksins í landinu ekki heldur skipt neinu máli eins og lögunum frá 1966 er háttað. Horfi ráðherra til slíkra sjónarmiða við mat sitt á hann því á hættu að blanda eigin pólitík saman við skyldur sínar sem stjórnvaldshafa. Ákvörðun hans kann þá að vera dæmd ólögmæt ef á hana reynir fyrir dómi.
Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun