Nú ber Evrópusambandið peninga í áróðurinn Guðni Ágústsson skrifar 17. september 2011 06:00 Eitt stærsta fyrirtæki heims er Coca Cola. Það ver miklum peningum í að selja vöru sína og segir aldrei frá ókostum drykkjarins. Eitt fyrirtæki ver þó hærri upphæð í áróður um eigið ágæti, það er Evrópusambandið sjálft. Halda menn að ESB segi frá vanköntum þess að tilheyra sambandinu? Nei, þar sitja þessi stóru fyrirtæki við sama borð, allt er gott. Íslendingum var talin trú um að aðildarviðræðurnar snerust um kosti og galla þess að ganga í ESB og samninga. Nú er upplýsingaherferð ESB hafin á Íslandi og fyrirtæki valið til að berjast fyrir aðildinni sérstaklega. Þetta er almannatengslafyrirtækið Athygli sem vinnur verkið. Samkvæmt útboðslýsingunni er um að ræða „Maximum budget 1400 000 EUR“. Eða í íslenskum krónum 224 milljónir króna. Nú skulum við spyrja okkur að einni spurningu, hvers vegna skyldi „Upplýsingaherferð“ Evrópusambandsins hér á landi vera hlutlæg eða hlutlaus þegar sambandið hefur hvergi staðið fyrir slíku annars staðar? Stjórnarskrá okkar bannar íhlutunUpplýsingamiðlun ESB mun væntanlega alfarið vera byggð á efni frá sambandinu beint eða óbeint. Það er að segja einhliða upplýsingamiðlun. Með öðrum orðum áróðri. ESB fer ekki í aðildarviðræður öðruvísi en að hafa eitt markmið á hreinu að vinna kosningarnar hverju sinni. Heldur fólk almennt að ESB sé líklegt til að veita hlutlægar upplýsingar um sjálft sig í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslu? Frekar en stjórnmálaflokkur í aðdraganda kosninga til Alþingis? Öll þekkjum við fagurgalann og fallega fólkið á flettiskiltunum og loforðin góðu? Svo skulum við spyrja okkur að hinu, samkvæmt íslenskum lögum og stjórnarskrá er erlendu ríki bannað að vera með íhlutun í málefni Íslands eða pólitík. Hér hefur ESB í kjölfar viðræðnanna opnað sendiráðsskrifstofu og býr sig undir að standa með ríkisstjórninni að landsmenn samþykki aðlögunarsamninginn og fúlgur fjár fylgja í áróðurinn. Aðlögun að ESB?Ef stjórnvöld í Króatíu eru spurð hvort þau séu í samningaviðræðum við Evrópusambandið er svar þeirra skýrt nei, við erum í aðlögunarferli. ESB fer ekki í svona viðræður nema á sama grunni við allar umsóknarþjóðir. Heimild Alþingis gekk út á samninga með skilyrðum, ekki satt? Alþingi gaf aldrei ríkisstjórninni heimild til að aðlaga íslenska stjórnkerfið lögum og reglum ESB. Það er leynd yfir samningsmarkmiðum Íslands, eru þau til? Eða hefur leiðtogi Samfylkingarinnar, Össur Skarphéðinsson, þetta allt í hendi sinni, jafn sannfærandi og málflutningur hans hefur verið á erlendri grund? Umsóknin lögð til hliðarStærstur hluti mannafla stjórnarráðsins er undirlagður í vinnu við aðlögunina og kostnaðurinn hleypur á milljörðum króna. Evrópusambandið sjálft hefur tekið miklum breytingum á síðustu tveimur árum og glímir við mikinn innri vanda bæði vegna evrunnar, skuldakreppu og stefnumörkunar inn í framtíðina sem ríkjabandalag á mörgum sviðum. Við þessar aðstæður og vegna þess að viðræðurnar snúast ekki um samninga heldur aðlögun er rétt að leggja aðildarviðræðurnar til hliðar um sinn. Við skulum því sameinast um að skora á alþingismenn okkar og Alþingi að leggja umsóknina til hliðar. Það gerir þú með því að fara inn á Skynsemi.is og skrifa undir slíka áskorun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðni Ágústsson Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Eitt stærsta fyrirtæki heims er Coca Cola. Það ver miklum peningum í að selja vöru sína og segir aldrei frá ókostum drykkjarins. Eitt fyrirtæki ver þó hærri upphæð í áróður um eigið ágæti, það er Evrópusambandið sjálft. Halda menn að ESB segi frá vanköntum þess að tilheyra sambandinu? Nei, þar sitja þessi stóru fyrirtæki við sama borð, allt er gott. Íslendingum var talin trú um að aðildarviðræðurnar snerust um kosti og galla þess að ganga í ESB og samninga. Nú er upplýsingaherferð ESB hafin á Íslandi og fyrirtæki valið til að berjast fyrir aðildinni sérstaklega. Þetta er almannatengslafyrirtækið Athygli sem vinnur verkið. Samkvæmt útboðslýsingunni er um að ræða „Maximum budget 1400 000 EUR“. Eða í íslenskum krónum 224 milljónir króna. Nú skulum við spyrja okkur að einni spurningu, hvers vegna skyldi „Upplýsingaherferð“ Evrópusambandsins hér á landi vera hlutlæg eða hlutlaus þegar sambandið hefur hvergi staðið fyrir slíku annars staðar? Stjórnarskrá okkar bannar íhlutunUpplýsingamiðlun ESB mun væntanlega alfarið vera byggð á efni frá sambandinu beint eða óbeint. Það er að segja einhliða upplýsingamiðlun. Með öðrum orðum áróðri. ESB fer ekki í aðildarviðræður öðruvísi en að hafa eitt markmið á hreinu að vinna kosningarnar hverju sinni. Heldur fólk almennt að ESB sé líklegt til að veita hlutlægar upplýsingar um sjálft sig í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslu? Frekar en stjórnmálaflokkur í aðdraganda kosninga til Alþingis? Öll þekkjum við fagurgalann og fallega fólkið á flettiskiltunum og loforðin góðu? Svo skulum við spyrja okkur að hinu, samkvæmt íslenskum lögum og stjórnarskrá er erlendu ríki bannað að vera með íhlutun í málefni Íslands eða pólitík. Hér hefur ESB í kjölfar viðræðnanna opnað sendiráðsskrifstofu og býr sig undir að standa með ríkisstjórninni að landsmenn samþykki aðlögunarsamninginn og fúlgur fjár fylgja í áróðurinn. Aðlögun að ESB?Ef stjórnvöld í Króatíu eru spurð hvort þau séu í samningaviðræðum við Evrópusambandið er svar þeirra skýrt nei, við erum í aðlögunarferli. ESB fer ekki í svona viðræður nema á sama grunni við allar umsóknarþjóðir. Heimild Alþingis gekk út á samninga með skilyrðum, ekki satt? Alþingi gaf aldrei ríkisstjórninni heimild til að aðlaga íslenska stjórnkerfið lögum og reglum ESB. Það er leynd yfir samningsmarkmiðum Íslands, eru þau til? Eða hefur leiðtogi Samfylkingarinnar, Össur Skarphéðinsson, þetta allt í hendi sinni, jafn sannfærandi og málflutningur hans hefur verið á erlendri grund? Umsóknin lögð til hliðarStærstur hluti mannafla stjórnarráðsins er undirlagður í vinnu við aðlögunina og kostnaðurinn hleypur á milljörðum króna. Evrópusambandið sjálft hefur tekið miklum breytingum á síðustu tveimur árum og glímir við mikinn innri vanda bæði vegna evrunnar, skuldakreppu og stefnumörkunar inn í framtíðina sem ríkjabandalag á mörgum sviðum. Við þessar aðstæður og vegna þess að viðræðurnar snúast ekki um samninga heldur aðlögun er rétt að leggja aðildarviðræðurnar til hliðar um sinn. Við skulum því sameinast um að skora á alþingismenn okkar og Alþingi að leggja umsóknina til hliðar. Það gerir þú með því að fara inn á Skynsemi.is og skrifa undir slíka áskorun.
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar