Veit að þær eru hræddar við okkur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. september 2011 09:00 27 mörk í aðeins 18 leikjum Margrét Lára Viðarsdóttir verður í sviðsljósinu í dag þegar Ísland mætir Noregi á Laugardalsvellinum. Hún biðlar til þjóðarinnar að mæta og styðja við bakið á stelpunum. fréttablaðið/anton Íslenska kvennalandsliðið verður í eldlínunni í dag þegar það mætir Norðmönnum á Laugardalsvellinum í gríðarlega mikilvægum leik í undankeppni EM. Stelpurnar okkar hafa kallað eftir stuðningi í leiknum á morgun, en þær hafa átt marga frábæra daga í Laugardalnum undanfarin ár, þar sem aðeins ein orrusta hefur tapast síðan Sigurður Ragnar Eyjólfsson tók við þjálfun liðsins árið 2007. Tveir leikmanna íslenska liðsins státa af frábærri tölfræði á Laugardalsvellinum síðustu ár og það er vonandi að þær geti báðar bætt við hana í leiknum í dag, sem hefst klukkan 16.00. Þóra Björg Helgadóttir hefur haldið marki sínu hreinu í 1.848 daga á vellinum og Margrét Lára Viðarsdóttir hefur skorað 27 mörk í 18 A-landsleikjum sínum á vellinum. „Það er rosalega mikilvægt að við förum út úr þessum viðureignum með helst níu stig. Það er frábært að byrja á þremur heimaleikjum og komast svolítið á skrið í riðlinum,“ segir Þóra Björg Helgadóttir, sem lék um tíma í norsku deildinni. „Ég þekki margar í norska liðinu og ég veit að þær eru hræddar við okkur. Þær vita að við erum góðar. Ég held að þetta verði bara stál í stál,“ segir Þóra. Þetta verður stríð„Þetta verður stríð,“ segir Margrét Lára Viðarsdóttir. „Við eigum svolítið harma að hefna því mér fannst við ekki eiga góðan leik á móti þeim á Evrópumótinu. Mér fannst þær valta þá yfir okkur í öllum aðgerðum. Við höfum sýnt það á árinu að við erum með hörkulið. Leikmenn okkar eru að fá meiri reynslu á hverjum degi og verða bara betri og betri. Það verður ekkert auðvelt fyrir Norðmennina að ætla eitthvað að valta yfir okkur á morgun,“ segir Margrét Lára. Stærsta fréttin úr íslenska hópnum fyrir þennan leik er að liðið er án Eddu Garðarsdóttur, sem hefur leikið síðustu 26 mótsleiki kvennalandsliðsins, eða alla alvöru landsleiki sem liðið hefur spilað undir stjórn Sigurðar Ragnars. Sakna Eddu„Við erum með miklu breiðari hóp og fleiri stelpur eru komnar með reynslu. Litlu krílin eru komin með 40, 50 leiki og það er bara frábært. Þó að við söknum Eddu hef ég engar stórar áhyggjur af þessu,“ segir Þóra. Edda er þó ekki aðeins brimbrjóturinn á miðju liðsins því hún tekur líka öll föstu leikatriðin, svo sem horn og aukaspyrnur sem skila liðinu jafnan mörgum mörkum. „Það er mjög erfitt að fylla skarð Eddu því hún er lykilleikmaður í okkar liði. Hún er stór og mikill karakter líka, sem gleymist oft. Við munum leysa það á morgun og það kemur bara einhver önnur sterk inn í hennar stað. Við skorum bara á okkur sjálfar að skora mark úr föstu leikatriði á morgun (í dag). Ég held að það sé gott markmið,“ segir Margrét Lára Viðarsdóttir, en það gæti komið í hennar hlut að taka horn og aukaspyrnur liðsins. Þóra hefur haldið hreinu í níu leikjum í röð á Laugardalsvellinum og alls í 814 mínútur. Hún fékk síðast mark á sig á vellinum í A-landsleik í leik á móti Svíum lok ágúst 2006. Elska að spila á Laugardalsvelli„Ég ætla ekki að breyta því og hef sett stefnuna á tíu ár,“ segir Þóra í léttum tón en bætir svo við: „Okkur líður rosalega vel hérna og værum til í að spila alla leikina hér. Við fáum yfirleitt rosalega góðan stuðning og það er náttúrulega allt best á Íslandi,“ segir Þóra og Margrét Lára vonast eftir að fólk fjölmenni í Laugardalinn í dag. „Ég vona að við fáum þjóðina með okkur. Laugardalsvöllurinn er okkar völlur og okkar vígi. Það kemur enginn hingað og tekur eitthvað frá okkur hér. Við elskum að spila hér,“ segir Margrét Lára og bætir við: „Ég vil skora á fólk að mæta á morgun. Við stelpurnar erum búnar að vera duglegar í vikunni. Við erum búnar að fara í heimsóknir út um allan bæ og höfum látið taka auglýsingar af okkur fyrir blöðin. Við erum að sinna okkar og ég skora á fólk að svara kallinu og mæta á morgun. Við þurfum bara að fylla völlinn og þá eiga Norðmennirnir ekki möguleika,“ segir Margrét Lára að lokum. Íslenski boltinn Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Fleiri fréttir Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið verður í eldlínunni í dag þegar það mætir Norðmönnum á Laugardalsvellinum í gríðarlega mikilvægum leik í undankeppni EM. Stelpurnar okkar hafa kallað eftir stuðningi í leiknum á morgun, en þær hafa átt marga frábæra daga í Laugardalnum undanfarin ár, þar sem aðeins ein orrusta hefur tapast síðan Sigurður Ragnar Eyjólfsson tók við þjálfun liðsins árið 2007. Tveir leikmanna íslenska liðsins státa af frábærri tölfræði á Laugardalsvellinum síðustu ár og það er vonandi að þær geti báðar bætt við hana í leiknum í dag, sem hefst klukkan 16.00. Þóra Björg Helgadóttir hefur haldið marki sínu hreinu í 1.848 daga á vellinum og Margrét Lára Viðarsdóttir hefur skorað 27 mörk í 18 A-landsleikjum sínum á vellinum. „Það er rosalega mikilvægt að við förum út úr þessum viðureignum með helst níu stig. Það er frábært að byrja á þremur heimaleikjum og komast svolítið á skrið í riðlinum,“ segir Þóra Björg Helgadóttir, sem lék um tíma í norsku deildinni. „Ég þekki margar í norska liðinu og ég veit að þær eru hræddar við okkur. Þær vita að við erum góðar. Ég held að þetta verði bara stál í stál,“ segir Þóra. Þetta verður stríð„Þetta verður stríð,“ segir Margrét Lára Viðarsdóttir. „Við eigum svolítið harma að hefna því mér fannst við ekki eiga góðan leik á móti þeim á Evrópumótinu. Mér fannst þær valta þá yfir okkur í öllum aðgerðum. Við höfum sýnt það á árinu að við erum með hörkulið. Leikmenn okkar eru að fá meiri reynslu á hverjum degi og verða bara betri og betri. Það verður ekkert auðvelt fyrir Norðmennina að ætla eitthvað að valta yfir okkur á morgun,“ segir Margrét Lára. Stærsta fréttin úr íslenska hópnum fyrir þennan leik er að liðið er án Eddu Garðarsdóttur, sem hefur leikið síðustu 26 mótsleiki kvennalandsliðsins, eða alla alvöru landsleiki sem liðið hefur spilað undir stjórn Sigurðar Ragnars. Sakna Eddu„Við erum með miklu breiðari hóp og fleiri stelpur eru komnar með reynslu. Litlu krílin eru komin með 40, 50 leiki og það er bara frábært. Þó að við söknum Eddu hef ég engar stórar áhyggjur af þessu,“ segir Þóra. Edda er þó ekki aðeins brimbrjóturinn á miðju liðsins því hún tekur líka öll föstu leikatriðin, svo sem horn og aukaspyrnur sem skila liðinu jafnan mörgum mörkum. „Það er mjög erfitt að fylla skarð Eddu því hún er lykilleikmaður í okkar liði. Hún er stór og mikill karakter líka, sem gleymist oft. Við munum leysa það á morgun og það kemur bara einhver önnur sterk inn í hennar stað. Við skorum bara á okkur sjálfar að skora mark úr föstu leikatriði á morgun (í dag). Ég held að það sé gott markmið,“ segir Margrét Lára Viðarsdóttir, en það gæti komið í hennar hlut að taka horn og aukaspyrnur liðsins. Þóra hefur haldið hreinu í níu leikjum í röð á Laugardalsvellinum og alls í 814 mínútur. Hún fékk síðast mark á sig á vellinum í A-landsleik í leik á móti Svíum lok ágúst 2006. Elska að spila á Laugardalsvelli„Ég ætla ekki að breyta því og hef sett stefnuna á tíu ár,“ segir Þóra í léttum tón en bætir svo við: „Okkur líður rosalega vel hérna og værum til í að spila alla leikina hér. Við fáum yfirleitt rosalega góðan stuðning og það er náttúrulega allt best á Íslandi,“ segir Þóra og Margrét Lára vonast eftir að fólk fjölmenni í Laugardalinn í dag. „Ég vona að við fáum þjóðina með okkur. Laugardalsvöllurinn er okkar völlur og okkar vígi. Það kemur enginn hingað og tekur eitthvað frá okkur hér. Við elskum að spila hér,“ segir Margrét Lára og bætir við: „Ég vil skora á fólk að mæta á morgun. Við stelpurnar erum búnar að vera duglegar í vikunni. Við erum búnar að fara í heimsóknir út um allan bæ og höfum látið taka auglýsingar af okkur fyrir blöðin. Við erum að sinna okkar og ég skora á fólk að svara kallinu og mæta á morgun. Við þurfum bara að fylla völlinn og þá eiga Norðmennirnir ekki möguleika,“ segir Margrét Lára að lokum.
Íslenski boltinn Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Fleiri fréttir Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Sjá meira