Strangari fjárlagareglur í ESB 17. september 2011 02:00 Á fundi í Póllandi Timothy Geithner, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, ásamt Claude Juncker, forsætisráðherra Lúxemborgar, sem jafnframt er formaður ríkjahóps evrusvæðisins.Nordicphotos/AFP Fjármálaráðherrar Evrópusambandsins hafa komist að sameiginlegri niðurstöðu um strangari reglur um ríkisfjárlög. Þær gera Evrópusambandinu meðal annars auðveldara að samþykkja refsiaðgerðir á hendur þeim ríkjum sem brjóta þessar reglur. Jasek Ratovski, fjármálaráðherra Póllands, sagði að samkomulag um þetta hefði náðst á fundi ráðherranna í Póllandi í gær. Fjármálaráðherra evrusvæðisins hafa síðan frestað ákvörðun um næstu greiðslu úr neyðarsjóði sínum til Grikklands, þrátt fyrir mikinn þrýsting, ekki síst frá Tim Geithner, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, um að hraða öllum ákvörðunum um lausnir á skuldavanda Grikkja. Evrópsku fjármálaráðherrarnir vilja að Grikkir sýni fyrst fram á að þeir muni standa við aðhaldsaðgerðir, sem duga þeim ásamt fjárhagsaðstoðinni til að greiða afborganir af skuldum sínum. Verulegur ágreiningur hefur verið innan Evrópusambandsins um það hvaða leiðir eigi að fara til að bjarga Grikkjum úr skuldavandanum. Angela Merkel Þýskalandskanslari stendur enn hörð á því að Grikkland og önnur stórskuldug Evrópuríki þurfi sjálf að bera ábyrgð á eigin vandamálum. Eina leiðin til að hjálpa þeim sé að veita þeim neyðarlán svo þau geti greitt afborganir sínar á réttum tíma.- gb Fréttir Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Fjármálaráðherrar Evrópusambandsins hafa komist að sameiginlegri niðurstöðu um strangari reglur um ríkisfjárlög. Þær gera Evrópusambandinu meðal annars auðveldara að samþykkja refsiaðgerðir á hendur þeim ríkjum sem brjóta þessar reglur. Jasek Ratovski, fjármálaráðherra Póllands, sagði að samkomulag um þetta hefði náðst á fundi ráðherranna í Póllandi í gær. Fjármálaráðherra evrusvæðisins hafa síðan frestað ákvörðun um næstu greiðslu úr neyðarsjóði sínum til Grikklands, þrátt fyrir mikinn þrýsting, ekki síst frá Tim Geithner, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, um að hraða öllum ákvörðunum um lausnir á skuldavanda Grikkja. Evrópsku fjármálaráðherrarnir vilja að Grikkir sýni fyrst fram á að þeir muni standa við aðhaldsaðgerðir, sem duga þeim ásamt fjárhagsaðstoðinni til að greiða afborganir af skuldum sínum. Verulegur ágreiningur hefur verið innan Evrópusambandsins um það hvaða leiðir eigi að fara til að bjarga Grikkjum úr skuldavandanum. Angela Merkel Þýskalandskanslari stendur enn hörð á því að Grikkland og önnur stórskuldug Evrópuríki þurfi sjálf að bera ábyrgð á eigin vandamálum. Eina leiðin til að hjálpa þeim sé að veita þeim neyðarlán svo þau geti greitt afborganir sínar á réttum tíma.- gb
Fréttir Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira