Geðlæknir metur litháísku móðurina sakhæfa 17. september 2011 08:00 frá Vettvangi Konunni var gert að sæta geðrannsókn og situr í farbanni til 29. september. Litháísk kona, sem grunuð er um að hafa skilið andvana barn sitt eftir í ruslageymslu í júlí, er sakhæf samkvæmt niðurstöðu geðrannsóknar sem nú liggur fyrir. Endanleg ákvörðun um sakhæfi hennar er í höndum dómara að aðalmeðferð málsins lokinni. Konan sætir farbanni, sem rennur út 29. september næstkomandi. Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu er á lokastigi og að henni lokinni verður málið sent til ríkissaksóknara. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá leiddu niðurstöður DNA-rannsóknar í ljós að sveinbarnið átti blóðföður hér á landi. Faðirinn og móðirin bjuggu saman heima hjá föður hans um skeið eftir að hún kom til Íslands frá Litháen í október í fyrra, en slitu síðan samvistir. Faðir barnsins hafði ekki grun um að konan væri barnshafandi fremur en aðrir sem umgengust hana. Það var laugardaginn 2. júlí sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fann nýfætt andvana sveinbarn, sem komið hafði verið fyrir í plasti þar sem það var ekki fyrir sjónum manna í ruslageymslu við hótel Frón í Reykjavík. Rúmlega tvítug kona hafði skömmu áður fengið aðstoð á Landspítala vegna mikilla blæðinga. Þar töldu læknar að hún hefði fætt barn skömmu áður eða á síðasta sólarhring, þrátt fyrir að hún segðist ekki kannast við að hafa verið ófrísk. Hún hafði unnið sem herbergisþerna á umræddu hóteli og mun hafa fætt barnið þar. Lögregla taldi ljóst að barnið hefði verið á lífi og heilbrigt þegar það fæddist og er konan ein talin bera ábyrgð á andláti þess. - jssAthugasemd: Upphaflega hljóðaði fyrsta setning fréttarinnar svo: „Litháísk kona, sem grunuð er um að hafa skilið andvana fætt barn sitt eftir í ruslageymslu ...“ Orðið „fætt“ hefur verið fjarlægt úr textanum, enda liggur fyrir að barnið var heilbrigt og á lífi þegar það kom í heiminn. Það var því ekki „andvana fætt“. Fréttir Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira
Litháísk kona, sem grunuð er um að hafa skilið andvana barn sitt eftir í ruslageymslu í júlí, er sakhæf samkvæmt niðurstöðu geðrannsóknar sem nú liggur fyrir. Endanleg ákvörðun um sakhæfi hennar er í höndum dómara að aðalmeðferð málsins lokinni. Konan sætir farbanni, sem rennur út 29. september næstkomandi. Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu er á lokastigi og að henni lokinni verður málið sent til ríkissaksóknara. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá leiddu niðurstöður DNA-rannsóknar í ljós að sveinbarnið átti blóðföður hér á landi. Faðirinn og móðirin bjuggu saman heima hjá föður hans um skeið eftir að hún kom til Íslands frá Litháen í október í fyrra, en slitu síðan samvistir. Faðir barnsins hafði ekki grun um að konan væri barnshafandi fremur en aðrir sem umgengust hana. Það var laugardaginn 2. júlí sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fann nýfætt andvana sveinbarn, sem komið hafði verið fyrir í plasti þar sem það var ekki fyrir sjónum manna í ruslageymslu við hótel Frón í Reykjavík. Rúmlega tvítug kona hafði skömmu áður fengið aðstoð á Landspítala vegna mikilla blæðinga. Þar töldu læknar að hún hefði fætt barn skömmu áður eða á síðasta sólarhring, þrátt fyrir að hún segðist ekki kannast við að hafa verið ófrísk. Hún hafði unnið sem herbergisþerna á umræddu hóteli og mun hafa fætt barnið þar. Lögregla taldi ljóst að barnið hefði verið á lífi og heilbrigt þegar það fæddist og er konan ein talin bera ábyrgð á andláti þess. - jssAthugasemd: Upphaflega hljóðaði fyrsta setning fréttarinnar svo: „Litháísk kona, sem grunuð er um að hafa skilið andvana fætt barn sitt eftir í ruslageymslu ...“ Orðið „fætt“ hefur verið fjarlægt úr textanum, enda liggur fyrir að barnið var heilbrigt og á lífi þegar það kom í heiminn. Það var því ekki „andvana fætt“.
Fréttir Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira