Gefið eftir í stóru málunum 17. september 2011 07:00 Gjaldeyrishöft verða framlengd um tvö ár í stað fjögurra og vald til að ákvarða fjölda ráðuneyta og verkaskiptingu milli þeirra verður áfram á höndum þingsins en ekki forsætisráðherra. Þetta eru helstu breytingarnar sem gerðar voru á tveimur umdeildum frumvörpum ríkisstjórnarinnar í gær svo nást mætti sátt um að ljúka þingstörfum í dag. Vonast er til að hægt verði að slíta þingi síðdegis. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir ríkisstjórnina hafa beðið ósigur í málinu. „Þetta er fyrst og fremst sigur skynseminnar. Ríkisstjórnin hefur verið gerð afturreka með hugmyndir um að forsætisráðherravæða stjórnarráðið.“ Hann segir sjálfstæðismenn engu að síður ekki munu styðja frumvarpið um breytingar á stjórnarráðinu, og ekki heldur frumvarpið um framlengingu gjaldeyrishaftanna. Ríkisstjórnin hyggst samkvæmt heimildum Fréttablaðsins senda frá sér yfirlýsingu í tengslum við gjaldeyrismál þar sem kveðið verður á um stofnun þverpólitískra nefnda um eftirlit með afnámi hafta og mótun nýrrar peningastefnu og sérfræðinganefndar sem leggja á til breytingar á fjármálamarkaðnum. „Ég er mjög ánægð með þessa niðurstöðu,“ segir Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra. Túlkun stjórnarandstöðunnar um ósigur ríkisstjórnarinnar sé röng. Það sé grundvallarbreyting að ekki þurfi lengur að breyta lögum til að ákvarða fjölda ráðuneyta heldur nægi til þess þingsályktunartillaga. „Það er miklu greiðari leið í gegnum þingið og skilar okkur skilvirkari stjórnsýslu og meiri sveigjanleika,“ segir hún. Jóhanna er þó gagnrýnin á störf þingsins að undanförnu og segir daprar uppákomur þar ekki hafa verið því til sóma. Þá sé tveggja vikna septemberþing misheppnuð tilraun. „Þessir septemberstubbar hafa ekki nýst sem skyldi og ég held að þetta gæti verið sá síðasti sem við förum í gegnum.“- sh Fréttir Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sjá meira
Gjaldeyrishöft verða framlengd um tvö ár í stað fjögurra og vald til að ákvarða fjölda ráðuneyta og verkaskiptingu milli þeirra verður áfram á höndum þingsins en ekki forsætisráðherra. Þetta eru helstu breytingarnar sem gerðar voru á tveimur umdeildum frumvörpum ríkisstjórnarinnar í gær svo nást mætti sátt um að ljúka þingstörfum í dag. Vonast er til að hægt verði að slíta þingi síðdegis. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir ríkisstjórnina hafa beðið ósigur í málinu. „Þetta er fyrst og fremst sigur skynseminnar. Ríkisstjórnin hefur verið gerð afturreka með hugmyndir um að forsætisráðherravæða stjórnarráðið.“ Hann segir sjálfstæðismenn engu að síður ekki munu styðja frumvarpið um breytingar á stjórnarráðinu, og ekki heldur frumvarpið um framlengingu gjaldeyrishaftanna. Ríkisstjórnin hyggst samkvæmt heimildum Fréttablaðsins senda frá sér yfirlýsingu í tengslum við gjaldeyrismál þar sem kveðið verður á um stofnun þverpólitískra nefnda um eftirlit með afnámi hafta og mótun nýrrar peningastefnu og sérfræðinganefndar sem leggja á til breytingar á fjármálamarkaðnum. „Ég er mjög ánægð með þessa niðurstöðu,“ segir Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra. Túlkun stjórnarandstöðunnar um ósigur ríkisstjórnarinnar sé röng. Það sé grundvallarbreyting að ekki þurfi lengur að breyta lögum til að ákvarða fjölda ráðuneyta heldur nægi til þess þingsályktunartillaga. „Það er miklu greiðari leið í gegnum þingið og skilar okkur skilvirkari stjórnsýslu og meiri sveigjanleika,“ segir hún. Jóhanna er þó gagnrýnin á störf þingsins að undanförnu og segir daprar uppákomur þar ekki hafa verið því til sóma. Þá sé tveggja vikna septemberþing misheppnuð tilraun. „Þessir septemberstubbar hafa ekki nýst sem skyldi og ég held að þetta gæti verið sá síðasti sem við förum í gegnum.“- sh
Fréttir Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sjá meira