Fagmennskan í fyrirrúmi 14. september 2011 11:00 Fastus hefur unnið að ýmsum áhugaverðum verkefnum undanfarið. Sem dæmi má nefna tvö eldhús í Hörpu og eldhús í veitingahúsunum Grillmarkaðnum, Sjávargrillinu, Happi, Manni lifandi og Uno. Mynd/Daníel Viðskiptavinir Fastus eru margvíslegir, allt frá skipaútgerðum og þvottahúsum til bakaría og matvælaframleiðenda. „Við seljum vörur frá leiðandi framleiðendum á sínu sviði. Þar á meðal eldhústæki frá Convotherm, Bertos, Ilsa, Wexiödisk, Hobart og fleirum," segir Jóhannes Ægir Kristjánsson, sölustjóri hjá Fastus ehf. en grill og eldunartæki eru stór hluti af vöruframboði fyrirtækisins. Fastus hefur einnig upp á að bjóða mikið úrval af borðbúnaði. „Þar eru fremst í flokki glös frá Arc International en það er stærsti framleiðandi glasa í heimi með um 50 prósent markaðshlutdeild," segir Jóhannes og nefnir að Fastus sé einnig með postulín frá framleiðendum eins og RAK og Figgjo. Starfsmenn Fastus hafa víðtæka reynslu úr hinum ýmsu geirum. Jóhannes nefnir sérstaklega að hjá Fastus starfi matreiðslumeistarar með áralanga reynslu af matreiðslu. „Það kemur sér mjög vel þegar viðskiptavinirþurfa á ráðgjöf að halda," upplýsir hann og bætir við að hjá fyrirtækinu starfi einnig tæknimenntaðir sölumenn sem viðskiptavinir kunni mjög vel að meta. Viðskiptavinir Fastus eru margvíslegir og Jóhannes nefnir nokkra þeirra: „Þeir eru allt frá skipaútgerðum og þvottahúsum til bakaría og matvælaframleiðenda," segir Jóhannes en Fastus hefur einnig þjónað þörfum ísbúðaeigenda með vélum frá Taylor sem hafa verið á íslenskum markaði í áratugi.Á meðal vara Fastus eru eldhústæki frá Convotherm, Bertos, Ilsa, Wexiödisk, Hobart og fleirum.Viðgerða- og varahlutaþjónusta er mikilvægur þáttur í starfsemi Fastus. „Við erum í samstarfi við X-Tækni ehf.," segir Jóhannes og bendir á að X-Tækni hafi aðsetur á sama stað og Fastus sem komi sér einstaklega vel, enda stutt að fara. Jóhannes er beðinn um að nefna nokkur þeirra verkefna sem Fastus hefur unnið að undanfarið. „Þar má nefna tvö eldhús í Hörpunni og svo höfum við unnið að eldhúsum í nýjum veitingahúsum á borð við Grillmarkaðinn, Sjávargrillið, Happ, Mann lifandi, Uno og fleiri," telur Jóhannes upp og því greinilegt að reyndir matreiðslumenn kunna að meta þjónustu Fastus. Jóhannes bendir á að stór hluti af starfsemi Fastus þjóni þörfum heilbrigðisgeirans. „Til þess að mæta þörfunum sem best höfum við á okkar snærum hjúkrunarfræðinga, líffræðinga og iðjuþjálfa," upplýsir hann og því ljóst að fagmennskan er í fyrirrúmi hjá Fastus. Nánari upplýsingar má nálgast á fastus.is. Mest lesið Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Viðskipti innlent Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Viðskipti innlent Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Viðskipti innlent Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum Viðskipti innlent Verðbólga lækkar um 0,4 stig Viðskipti innlent Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Fleiri fréttir Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Þjónustudagur Toyota Greiðsluáskorun Myglulaust, einangrandi og hagkvæmt byggingarefni Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Ókeypis trygging með öllum Hakkapeliita dekkjum frá Nokian Tyres Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Sjá meira
Viðskiptavinir Fastus eru margvíslegir, allt frá skipaútgerðum og þvottahúsum til bakaría og matvælaframleiðenda. „Við seljum vörur frá leiðandi framleiðendum á sínu sviði. Þar á meðal eldhústæki frá Convotherm, Bertos, Ilsa, Wexiödisk, Hobart og fleirum," segir Jóhannes Ægir Kristjánsson, sölustjóri hjá Fastus ehf. en grill og eldunartæki eru stór hluti af vöruframboði fyrirtækisins. Fastus hefur einnig upp á að bjóða mikið úrval af borðbúnaði. „Þar eru fremst í flokki glös frá Arc International en það er stærsti framleiðandi glasa í heimi með um 50 prósent markaðshlutdeild," segir Jóhannes og nefnir að Fastus sé einnig með postulín frá framleiðendum eins og RAK og Figgjo. Starfsmenn Fastus hafa víðtæka reynslu úr hinum ýmsu geirum. Jóhannes nefnir sérstaklega að hjá Fastus starfi matreiðslumeistarar með áralanga reynslu af matreiðslu. „Það kemur sér mjög vel þegar viðskiptavinirþurfa á ráðgjöf að halda," upplýsir hann og bætir við að hjá fyrirtækinu starfi einnig tæknimenntaðir sölumenn sem viðskiptavinir kunni mjög vel að meta. Viðskiptavinir Fastus eru margvíslegir og Jóhannes nefnir nokkra þeirra: „Þeir eru allt frá skipaútgerðum og þvottahúsum til bakaría og matvælaframleiðenda," segir Jóhannes en Fastus hefur einnig þjónað þörfum ísbúðaeigenda með vélum frá Taylor sem hafa verið á íslenskum markaði í áratugi.Á meðal vara Fastus eru eldhústæki frá Convotherm, Bertos, Ilsa, Wexiödisk, Hobart og fleirum.Viðgerða- og varahlutaþjónusta er mikilvægur þáttur í starfsemi Fastus. „Við erum í samstarfi við X-Tækni ehf.," segir Jóhannes og bendir á að X-Tækni hafi aðsetur á sama stað og Fastus sem komi sér einstaklega vel, enda stutt að fara. Jóhannes er beðinn um að nefna nokkur þeirra verkefna sem Fastus hefur unnið að undanfarið. „Þar má nefna tvö eldhús í Hörpunni og svo höfum við unnið að eldhúsum í nýjum veitingahúsum á borð við Grillmarkaðinn, Sjávargrillið, Happ, Mann lifandi, Uno og fleiri," telur Jóhannes upp og því greinilegt að reyndir matreiðslumenn kunna að meta þjónustu Fastus. Jóhannes bendir á að stór hluti af starfsemi Fastus þjóni þörfum heilbrigðisgeirans. „Til þess að mæta þörfunum sem best höfum við á okkar snærum hjúkrunarfræðinga, líffræðinga og iðjuþjálfa," upplýsir hann og því ljóst að fagmennskan er í fyrirrúmi hjá Fastus. Nánari upplýsingar má nálgast á fastus.is.
Mest lesið Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Viðskipti innlent Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Viðskipti innlent Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Viðskipti innlent Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum Viðskipti innlent Verðbólga lækkar um 0,4 stig Viðskipti innlent Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Fleiri fréttir Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Þjónustudagur Toyota Greiðsluáskorun Myglulaust, einangrandi og hagkvæmt byggingarefni Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Ókeypis trygging með öllum Hakkapeliita dekkjum frá Nokian Tyres Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Sjá meira