Edda hjálpar liðinu úr stúkunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. september 2011 06:00 Sigurður Ragnar var kátur á blaðamannafundi í gær. Fréttablaðið/Vilhelm Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari A-landsliðs kvenna, kynnti í gær 22 manna hóp fyrir komandi leiki við Noreg og Belgíu í undankeppni EM. Mesta athygli vekur að lykilmaðurinn Edda Garðarsdóttir getur ekki spilað þessa leiki vegna meiðsla og að Laufey Ólafsdóttir er komin aftur inn í landsliðið eftir fimm ára fjarveru. „Við erum með svona hátt í 30 leikmenn sem eru í A-landsliðsklassa og gætu auðveldlega spilað A-landsleik án þess að veikja hópinn okkar mikið. Þetta var mjög snúið að það eru góðir leikmenn fyrir utan sem komust því miður ekki hópinn,“ sagði Sigurður Ragnar. „Okkur finnst það raunhæft markmið að við getum unnið riðilinn en auðvitað er það krefjandi og erfitt en við viljum hafa eitthvað erfitt og krefjandi að stefna á. Þetta er markmið sem stelpurnar settu sjálfar og þetta er það sem við vinnum eftir. Við viljum ekki fara umspilsleið því við getum verið heppin og óheppin með andstæðing þar. Við viljum reyna að vinna riðilinn og þá verður við að taka þessa heimaleiki og helst ná fullu húsi þar,“ sagði Sigurður Ragnar og hann vonast eftir góðum stuðningi. „Það er liðinu gríðarlega mikilvægt að fólk komi á völlinn og sýni stuðninginn í verki. Við eigum frábært lið og höfum náð frábærum árangri á þessu ári í Algarve-bikarinn sem er eitt sterkasta mótið sem hægt er að komast á í kvennafótboltanum. Þar vorum við að vinna mjög sterkar þjóðir og vonandi náum við að sýna það sama hérna á heimavelli á móti sterkum andstæðingi.“ Sigurður Ragnar hefur nánast alltaf getað stólað á Eddu Garðarsdóttur en að þessu sinni er hún frá vegna meiðsla. „Edda er mjög mikilvægur leikmaður fyrir okkur. Hún stefnir samt á það að koma hingað og horfa á leikinn. Þá ætluðum við að nýta hana með því að láta hana vera upp í stúku og horfa á fyrri hálfleikinn og sjá hvort hún reki augun í eitthvað. Hún er taktísk mjög góð og les leikinn mjög vel. Hún fer pottþétt að þjálfa þegar hún hættir að spila og ég held að þetta verði bara fín æfing fyrir hana og þarna nýtist hún liðinu líka. Það er gott ef að við getum nýtt hana og það er gott að hún sé kringum liðið því hún er einn af leiðtogum liðsins. Vonandi verður hún svo fljót að ná sér og klár í októberleikina,“ segir Sigurður Ragnar en hann kallaði nú á Laufeyju Ólafsdóttur sem kemur inn í liðið eftir fimm ára fjarveru. „Ég er mjög spenntur að sjá það sjálfur hvar hún stendur á móti okkar bestu leikmönnum. Ef hún er nógu góð á æfingunum þá verður hún í 18 manna hópnum og svo verðum við bara að sjá hvað gerist eftir það. Það er mjög jákvætt fyrir liðið okkar að hún var tilbúin að gefa sig í þetta verkefni. Hún hefur mikla reynslu og smitar út frá sér jákvæðni, leikgleði og hvernig hún nálgast leikinn. Hún hefur svo marga kosti að bjóða liðinu,“ sagði Sigurður Ragnar. Íslenski boltinn Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Í beinni: Bosnía - Ísland | Heldur flugið áfram í Sarajevo? Handbolti Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum Handbolti Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu Fótbolti Fleiri fréttir Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjörið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjá meira
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari A-landsliðs kvenna, kynnti í gær 22 manna hóp fyrir komandi leiki við Noreg og Belgíu í undankeppni EM. Mesta athygli vekur að lykilmaðurinn Edda Garðarsdóttir getur ekki spilað þessa leiki vegna meiðsla og að Laufey Ólafsdóttir er komin aftur inn í landsliðið eftir fimm ára fjarveru. „Við erum með svona hátt í 30 leikmenn sem eru í A-landsliðsklassa og gætu auðveldlega spilað A-landsleik án þess að veikja hópinn okkar mikið. Þetta var mjög snúið að það eru góðir leikmenn fyrir utan sem komust því miður ekki hópinn,“ sagði Sigurður Ragnar. „Okkur finnst það raunhæft markmið að við getum unnið riðilinn en auðvitað er það krefjandi og erfitt en við viljum hafa eitthvað erfitt og krefjandi að stefna á. Þetta er markmið sem stelpurnar settu sjálfar og þetta er það sem við vinnum eftir. Við viljum ekki fara umspilsleið því við getum verið heppin og óheppin með andstæðing þar. Við viljum reyna að vinna riðilinn og þá verður við að taka þessa heimaleiki og helst ná fullu húsi þar,“ sagði Sigurður Ragnar og hann vonast eftir góðum stuðningi. „Það er liðinu gríðarlega mikilvægt að fólk komi á völlinn og sýni stuðninginn í verki. Við eigum frábært lið og höfum náð frábærum árangri á þessu ári í Algarve-bikarinn sem er eitt sterkasta mótið sem hægt er að komast á í kvennafótboltanum. Þar vorum við að vinna mjög sterkar þjóðir og vonandi náum við að sýna það sama hérna á heimavelli á móti sterkum andstæðingi.“ Sigurður Ragnar hefur nánast alltaf getað stólað á Eddu Garðarsdóttur en að þessu sinni er hún frá vegna meiðsla. „Edda er mjög mikilvægur leikmaður fyrir okkur. Hún stefnir samt á það að koma hingað og horfa á leikinn. Þá ætluðum við að nýta hana með því að láta hana vera upp í stúku og horfa á fyrri hálfleikinn og sjá hvort hún reki augun í eitthvað. Hún er taktísk mjög góð og les leikinn mjög vel. Hún fer pottþétt að þjálfa þegar hún hættir að spila og ég held að þetta verði bara fín æfing fyrir hana og þarna nýtist hún liðinu líka. Það er gott ef að við getum nýtt hana og það er gott að hún sé kringum liðið því hún er einn af leiðtogum liðsins. Vonandi verður hún svo fljót að ná sér og klár í októberleikina,“ segir Sigurður Ragnar en hann kallaði nú á Laufeyju Ólafsdóttur sem kemur inn í liðið eftir fimm ára fjarveru. „Ég er mjög spenntur að sjá það sjálfur hvar hún stendur á móti okkar bestu leikmönnum. Ef hún er nógu góð á æfingunum þá verður hún í 18 manna hópnum og svo verðum við bara að sjá hvað gerist eftir það. Það er mjög jákvætt fyrir liðið okkar að hún var tilbúin að gefa sig í þetta verkefni. Hún hefur mikla reynslu og smitar út frá sér jákvæðni, leikgleði og hvernig hún nálgast leikinn. Hún hefur svo marga kosti að bjóða liðinu,“ sagði Sigurður Ragnar.
Íslenski boltinn Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Í beinni: Bosnía - Ísland | Heldur flugið áfram í Sarajevo? Handbolti Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum Handbolti Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu Fótbolti Fleiri fréttir Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjörið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjá meira