Sigurður Ragnar: Lars væri góður í að byggja upp nýja liðsmenningu Henry Birgir Gunnarsson skrifar 8. september 2011 08:00 Sigurður Ragnar segir Lagerbäck vera afar góðan kost fyrir íslenska landsliðið. Fréttablaðið/Stefán „Lars hefur komið nokkrum sinnum til okkar. Hann situr í nefnd UEFA um þjálfaragráður og hefur komið hingað til að veita okkur gæðastimpil. Hann hefur líka haldið fyrirlestra hér og verið með þjálfaramenntun. Það hefur ávallt verið gerður góður rómur að hans málflutningi enda fær maður og virtur í þjálfaraheiminum,“ segir Sigurður Ragnar Eyjólfsson, fræðslustjóri KSÍ og þjálfari kvennalandsliðsins, um Svíann Lars Lagerbäck sem er orðaður við þjálfarastöðuna hjá A-landsliðinu. Sigurður hefur kynnst Lagerbäck ágætlega og þekkir vel til hans sem þjálfara. „Lars er duglegur að taka þátt í þjálfaramenntun víða í Evrópu. Hann hefur mikinn áhuga á að viðhalda þekkingu. Þó svo hann sé orðinn 63 ára er hann nútímalegur þjálfari. Hann hefur kynnt hugmyndafræðina á bak við sænska landsliðið á sínum tíma en slíkir hlutir eru oft mikið leyndarmál. Það er ekki hjá honum enda opinn og til í að deila þekkingu með öðrum.“ Fræðslustjórinn ber Lagerbäck góða söguna og segir að þjálfarinn hafi lengi haft augastað á því að þjálfa á Íslandi. „Í þau skipti sem hann hefur komið hingað höfum við stundum gantast með það hvort hann gæti hugsað sér að þjálfa hér og hann hefur alltaf tekið vel í það,“ segir Sigurður, sem er ekki í vafa um að Lagerbäck yrði góður kostur fyrir íslenskan fótbolta. „Hann er mjög álitlegur kostur enda með mikla reynslu. Hann er líka sterkur karakter sem hefur til að mynda tekið fast á öllum agabrotum. Ég held að hann væri góður í að byggja upp nýja liðsmenningu hjá A-liðinu og móta hugmyndafræði í kringum liðið. Þar er hann sterkur. Það yrði hvalreki að fá slíkan mann hingað,“ segir Sigurður Ragnar. Íslenski boltinn Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Uppgjör: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Í beinni: PSG - Arsenal | Tekst Skyttunum að skjótast áfram? Fótbolti Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum Handbolti Fleiri fréttir Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjörið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjá meira
„Lars hefur komið nokkrum sinnum til okkar. Hann situr í nefnd UEFA um þjálfaragráður og hefur komið hingað til að veita okkur gæðastimpil. Hann hefur líka haldið fyrirlestra hér og verið með þjálfaramenntun. Það hefur ávallt verið gerður góður rómur að hans málflutningi enda fær maður og virtur í þjálfaraheiminum,“ segir Sigurður Ragnar Eyjólfsson, fræðslustjóri KSÍ og þjálfari kvennalandsliðsins, um Svíann Lars Lagerbäck sem er orðaður við þjálfarastöðuna hjá A-landsliðinu. Sigurður hefur kynnst Lagerbäck ágætlega og þekkir vel til hans sem þjálfara. „Lars er duglegur að taka þátt í þjálfaramenntun víða í Evrópu. Hann hefur mikinn áhuga á að viðhalda þekkingu. Þó svo hann sé orðinn 63 ára er hann nútímalegur þjálfari. Hann hefur kynnt hugmyndafræðina á bak við sænska landsliðið á sínum tíma en slíkir hlutir eru oft mikið leyndarmál. Það er ekki hjá honum enda opinn og til í að deila þekkingu með öðrum.“ Fræðslustjórinn ber Lagerbäck góða söguna og segir að þjálfarinn hafi lengi haft augastað á því að þjálfa á Íslandi. „Í þau skipti sem hann hefur komið hingað höfum við stundum gantast með það hvort hann gæti hugsað sér að þjálfa hér og hann hefur alltaf tekið vel í það,“ segir Sigurður, sem er ekki í vafa um að Lagerbäck yrði góður kostur fyrir íslenskan fótbolta. „Hann er mjög álitlegur kostur enda með mikla reynslu. Hann er líka sterkur karakter sem hefur til að mynda tekið fast á öllum agabrotum. Ég held að hann væri góður í að byggja upp nýja liðsmenningu hjá A-liðinu og móta hugmyndafræði í kringum liðið. Þar er hann sterkur. Það yrði hvalreki að fá slíkan mann hingað,“ segir Sigurður Ragnar.
Íslenski boltinn Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Uppgjör: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Í beinni: PSG - Arsenal | Tekst Skyttunum að skjótast áfram? Fótbolti Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum Handbolti Fleiri fréttir Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjörið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjá meira