Staðráðin í að gera betur Össur Skarphéðinsson skrifar 5. september 2011 06:00 Við Íslendingar getum verið stoltir af framlagi okkar til þróunarsamvinnu í gegnum tíðina en í ár eru fjörutíu ár liðin frá því að Alþingi samþykkti lög um aðstoð við þróunarlönd. Við fögnum einnig þrjátíu ára afmæli Þróunarsamvinnustofnunar Íslands sem og tíu ára afmæli Íslensku friðargæslunnar sem hefur umsjón með framlagi Íslands til uppbyggingarstarfs og mannúðar- og neyðaraðstoðar á átakasvæðum. Í þessi fjörutíu ár hefur mikill fjöldi Íslendinga unnið fórnfúst starf í þágu þróunarsamvinnu. Vinna þeirra er framlag Íslands til þess sameiginlega verkefnis allra þjóða að berjast gegn fátækt og hungri í heiminum. En framlög hins opinbera til þróunarsamvinnu er bara ein hliðin á peningnum, hin hliðin er starf frjálsra félagasamtaka. Félagasamtök á Íslandi hafa um langt árabil unnið ötullega í þágu þróunarríkja og þeirra góða starf er lykilþáttur í okkar framlagi. Íslenskur almenningur bregst heldur ekki þeim sem eru þurfandi á örlagastund. Þetta sjáum við með almennum stuðningi við þróunarsamvinnu og þegar við bregðumst við neyðaráköllum og tökum duglega höndum saman í landssöfnunum félagasamtaka. Staðreyndir sýna að þróunarsamvinna skilar árangri. Það sanna tölur Sameinuðu þjóðanna glögglega. Barnadauði í veröldinni hefur farið hríðlækkandi, nær öll börn, stúlkur og drengir, eru nú skráð í grunnskóla, og yfir milljarður manna hefur fengið aðgang að hreinu vatni. Árangurinn næst með sterkum vilja og streði fólksins sem vill bæta kjör sín og með markvissu þróunarstarfi. Í sumar samþykkti Alþingi þingsályktunartillögu mína sem felur í sér áætlun um þróunarsamvinnu Íslands fyrir árin 2011 til 2014. Það var ánægjulegt að víðtæk sátt náðist meðal þingmanna allra flokka um þessa langtímaáætlun. Framlag Íslands til þróunarlandanna felst fyrst og fremst í uppbyggingu á sviði mennta- og heilbrigðismála, með miðlun þekkingar á endurnýjanlegum orkugjöfum, sjálfbærum auðlindum sjávar, landgræðslu og jafnréttismálum. Á þessum sviðum kunnum við til verka og með því að einbeita okkur að þeim tryggjum við í senn að þróunarsamvinna Íslands komi að sem mestum notum og að fjármunir nýtist sem best. Með reynslu síðustu fjörutíu ára í farteskinu og langtímastefnu til framtíðar erum við Íslendingar staðráðnir í því að gera enn betur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Össur Skarphéðinsson Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Grindavíkin mín Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson skrifar Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Sjá meira
Við Íslendingar getum verið stoltir af framlagi okkar til þróunarsamvinnu í gegnum tíðina en í ár eru fjörutíu ár liðin frá því að Alþingi samþykkti lög um aðstoð við þróunarlönd. Við fögnum einnig þrjátíu ára afmæli Þróunarsamvinnustofnunar Íslands sem og tíu ára afmæli Íslensku friðargæslunnar sem hefur umsjón með framlagi Íslands til uppbyggingarstarfs og mannúðar- og neyðaraðstoðar á átakasvæðum. Í þessi fjörutíu ár hefur mikill fjöldi Íslendinga unnið fórnfúst starf í þágu þróunarsamvinnu. Vinna þeirra er framlag Íslands til þess sameiginlega verkefnis allra þjóða að berjast gegn fátækt og hungri í heiminum. En framlög hins opinbera til þróunarsamvinnu er bara ein hliðin á peningnum, hin hliðin er starf frjálsra félagasamtaka. Félagasamtök á Íslandi hafa um langt árabil unnið ötullega í þágu þróunarríkja og þeirra góða starf er lykilþáttur í okkar framlagi. Íslenskur almenningur bregst heldur ekki þeim sem eru þurfandi á örlagastund. Þetta sjáum við með almennum stuðningi við þróunarsamvinnu og þegar við bregðumst við neyðaráköllum og tökum duglega höndum saman í landssöfnunum félagasamtaka. Staðreyndir sýna að þróunarsamvinna skilar árangri. Það sanna tölur Sameinuðu þjóðanna glögglega. Barnadauði í veröldinni hefur farið hríðlækkandi, nær öll börn, stúlkur og drengir, eru nú skráð í grunnskóla, og yfir milljarður manna hefur fengið aðgang að hreinu vatni. Árangurinn næst með sterkum vilja og streði fólksins sem vill bæta kjör sín og með markvissu þróunarstarfi. Í sumar samþykkti Alþingi þingsályktunartillögu mína sem felur í sér áætlun um þróunarsamvinnu Íslands fyrir árin 2011 til 2014. Það var ánægjulegt að víðtæk sátt náðist meðal þingmanna allra flokka um þessa langtímaáætlun. Framlag Íslands til þróunarlandanna felst fyrst og fremst í uppbyggingu á sviði mennta- og heilbrigðismála, með miðlun þekkingar á endurnýjanlegum orkugjöfum, sjálfbærum auðlindum sjávar, landgræðslu og jafnréttismálum. Á þessum sviðum kunnum við til verka og með því að einbeita okkur að þeim tryggjum við í senn að þróunarsamvinna Íslands komi að sem mestum notum og að fjármunir nýtist sem best. Með reynslu síðustu fjörutíu ára í farteskinu og langtímastefnu til framtíðar erum við Íslendingar staðráðnir í því að gera enn betur.
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun