Eistneski kúrinn Össur Skarphéðinsson skrifar 3. september 2011 06:00 Eistar telja að aðildin að ESB árið 2004 hafi skipt sköpum um hve vel gengur í landinu. Þrátt fyrir óróann á alþjóðlegum fjármálamörkuðum héldu þeir ótrauðir sínu striki og tóku upp evruna um síðustu áramót. Hagvöxtur í kjölfar aðildar, og síðan evrunnar, er með því besta sem þekkist í Evrópu. „Breytingarnar í Eistlandi á síðustu 20 árum eru nánast kraftaverk“ sagði Carl Bildt, hinn annars orðvari utanríkisráðherra Svíþjóðar, í pallborðsumræðum sem við tókum þátt í fyrir skemmstu í Tallinn. Niðurstaða Eistanna sjálfra var að Evrópusambandið hefði ráðið úrslitum um efnahagslega endurreisn landsins. Eftir upptöku evrunnar nam hagvöxtur 8% á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Útflutningur jókst í maí um 53% milli ára (maí til maí) og atvinnuleysi er á niðurleið eftir dýfuna 2008. Erlendar fjárfestingar hafa streymt inn í landið og nema nú 80% af landsframleiðslu. Skuldir Eistlands eru þær lægstu í Evrópu og eru aðeins 6% af VLF. Ungt fólk sem áður sá framtíð sína utan Eistlands festir nú rætur heima fyrir. Skapandi greinar og listir eru á fleygiferð samhliða iðnaði og öðrum hefðbundnum atvinnugreinum. Alþjóðleg stórfyrirtæki á borð við Skype hafa flutt höfuðstöðvar sínar til Tallinn – og þau eru ekki á förum. Eistlandi hefur tekist að byggja upp þróttmikið, fjölbreytt og nútímalegt atvinnulíf. Eistar eru stoltir af sínu þjóðerni og þeir eru stoltir af því að tilheyra Evrópu. Af hverju er ég að segja frá þessu? Jú, Eistland er lítil þjóð eins og við Íslendingar. Þeir, eins og svo margir aðrir, lentu vissulega í efnahagshremmingum árið 2008. En eistneska leiðin – aðild að ESB og upptaka evrunnar ásamt sterkri áherslu þeirra í samvinnu við Evrópusambandið á nýsköpun, fjárfestingar og fjölbreytt atvinnulíf sýnir að það er hægt að ná miklum árangri með réttri stefnu. Þetta er eistneski kúrinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Össur Skarphéðinsson Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson Skoðun Skoðun Skoðun Hamstrahjól ríkisútgjalda Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Grindavíkin mín Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson skrifar Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Eistar telja að aðildin að ESB árið 2004 hafi skipt sköpum um hve vel gengur í landinu. Þrátt fyrir óróann á alþjóðlegum fjármálamörkuðum héldu þeir ótrauðir sínu striki og tóku upp evruna um síðustu áramót. Hagvöxtur í kjölfar aðildar, og síðan evrunnar, er með því besta sem þekkist í Evrópu. „Breytingarnar í Eistlandi á síðustu 20 árum eru nánast kraftaverk“ sagði Carl Bildt, hinn annars orðvari utanríkisráðherra Svíþjóðar, í pallborðsumræðum sem við tókum þátt í fyrir skemmstu í Tallinn. Niðurstaða Eistanna sjálfra var að Evrópusambandið hefði ráðið úrslitum um efnahagslega endurreisn landsins. Eftir upptöku evrunnar nam hagvöxtur 8% á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Útflutningur jókst í maí um 53% milli ára (maí til maí) og atvinnuleysi er á niðurleið eftir dýfuna 2008. Erlendar fjárfestingar hafa streymt inn í landið og nema nú 80% af landsframleiðslu. Skuldir Eistlands eru þær lægstu í Evrópu og eru aðeins 6% af VLF. Ungt fólk sem áður sá framtíð sína utan Eistlands festir nú rætur heima fyrir. Skapandi greinar og listir eru á fleygiferð samhliða iðnaði og öðrum hefðbundnum atvinnugreinum. Alþjóðleg stórfyrirtæki á borð við Skype hafa flutt höfuðstöðvar sínar til Tallinn – og þau eru ekki á förum. Eistlandi hefur tekist að byggja upp þróttmikið, fjölbreytt og nútímalegt atvinnulíf. Eistar eru stoltir af sínu þjóðerni og þeir eru stoltir af því að tilheyra Evrópu. Af hverju er ég að segja frá þessu? Jú, Eistland er lítil þjóð eins og við Íslendingar. Þeir, eins og svo margir aðrir, lentu vissulega í efnahagshremmingum árið 2008. En eistneska leiðin – aðild að ESB og upptaka evrunnar ásamt sterkri áherslu þeirra í samvinnu við Evrópusambandið á nýsköpun, fjárfestingar og fjölbreytt atvinnulíf sýnir að það er hægt að ná miklum árangri með réttri stefnu. Þetta er eistneski kúrinn.
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun