Íbúðalánasjóður braut ekki jafnréttislög þegar hann réð Sigurð Erlingsson sem framkvæmdastjóra sjóðsins haustið 2010. Þetta er niðurstaða kærunefndar jafnréttismála.
Kærandinn, sem er kona, taldi á sér brotið þar sem hún hefði verið hæfari eða jafnhæf Sigurði. Íbúðalánasjóður taldi að Sigurður hefði verið hæfasti umsækjandinn.
Kærunefnd jafnréttismála telur að Íbúðalánasjóður hafi sýnt fram á að aðrar ástæður en kynferði hafi legið að baki ráðningunni. - sh

