Gunnar Nelson er að undirbúa sig fyrir sterkasta glímumót heims Kristján Hjálmarsson skrifar 3. september 2011 06:30 Tveir keppa í glímu án galla þar til annar nær að yfirbuga andstæðinginn með lás eða hengingartaki og þvingar hann til uppgjafar. Mynd/Stefán Bardagaíþróttakappinn Gunnar Nelson verður meðal keppanda á Mjölnir Open glímumótinu sem haldið verður í dag. Þetta er í sjötta sinn sem mótið er haldið, en keppt er í svokallaðri nogi-glímu. Gunnar býst við sterku móti og segir íslenska glímumenn verða sterkari með hverju árinu sem líði. Meðal keppenda í ár verða Anna Soffía Víkingsdóttir, Norðurlandameistari í júdó, og Sighvatur Helgason, sem er einn efnilegasti glímumaður landsins. „Hann er meira en bara efnilegur – hann er hrikalega góður,“ segir Gunnar um Sighvat. „Hann er ungur, aðeins nítján ára. Það er kannski til marks um það hvað gæðastigið er orðið hátt í glímunni hjá unga fólkinu. Það er ekki hlaupið að því að sigra hann.“ Gunnar hefur ekki alltaf átt heimangengt á Mjölnir Open en hefur sigrað í þau skipti sem hann hefur keppt. Hann mundi þó ekki alveg eftir því að hafa sigrað í fyrra þegar blaðamaður talaði við hann í gær. „Nei, ég var ekki með í fyrra en við erum að fletta þessu upp. Heyrðu jú! Ég var með í fyrra,“ sagði Gunnar pollrólegur. Gunnar vann þá gull í mínus 88 kílóa flokki og í opnum flokki karla. Hann vann hann allar sínar glímur á mótinu, 8 talsins, á fullnaðarsigri eða með því að neyða andstæðinginn til uppgjafar. Fyrrnefndur Sighvatur Helgason, var sá eini sem náði að skora á hann stig á öllu mótinu. Gunnar býr sig nú undir Abu Dhabi-glímumótið sem fram fer í Nottingham, en það er sterkasta glímumót í heimi. Gunnar fer út 21. þessa mánaðar en mótið sjálft hefst hinn 25. Mjölnismótið fer nú fram í fyrsta skipti í Mjölniskastalanum svokallaða, en bardagaklúbburinn hefur aðsetur í gamla Loftkastalanum á Seljavegi. Aðstæður hjá Mjölni eru með besta móti því þótt gamla leikhúsinu hafi verið breytt í glímusal var hluti áhorfendapallana skilinn eftir svo þar eru sæti fyrir að minnsta kosti hundrað manns. Mótið hefst klukkan 11 í dag og er aðgangseyrir 500 krónur. Innlendar Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Fleiri fréttir EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu „Núna er allt betra“ Fjórði sigur Haukakvenna í röð Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum „Bara vá, ég er svo glaður“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Tölfræðin á móti Ungverjum: Viktor lokaði í átta mínútur þegar ekkert gekk Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna City fékk skell í Noregi Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Sjá meira
Bardagaíþróttakappinn Gunnar Nelson verður meðal keppanda á Mjölnir Open glímumótinu sem haldið verður í dag. Þetta er í sjötta sinn sem mótið er haldið, en keppt er í svokallaðri nogi-glímu. Gunnar býst við sterku móti og segir íslenska glímumenn verða sterkari með hverju árinu sem líði. Meðal keppenda í ár verða Anna Soffía Víkingsdóttir, Norðurlandameistari í júdó, og Sighvatur Helgason, sem er einn efnilegasti glímumaður landsins. „Hann er meira en bara efnilegur – hann er hrikalega góður,“ segir Gunnar um Sighvat. „Hann er ungur, aðeins nítján ára. Það er kannski til marks um það hvað gæðastigið er orðið hátt í glímunni hjá unga fólkinu. Það er ekki hlaupið að því að sigra hann.“ Gunnar hefur ekki alltaf átt heimangengt á Mjölnir Open en hefur sigrað í þau skipti sem hann hefur keppt. Hann mundi þó ekki alveg eftir því að hafa sigrað í fyrra þegar blaðamaður talaði við hann í gær. „Nei, ég var ekki með í fyrra en við erum að fletta þessu upp. Heyrðu jú! Ég var með í fyrra,“ sagði Gunnar pollrólegur. Gunnar vann þá gull í mínus 88 kílóa flokki og í opnum flokki karla. Hann vann hann allar sínar glímur á mótinu, 8 talsins, á fullnaðarsigri eða með því að neyða andstæðinginn til uppgjafar. Fyrrnefndur Sighvatur Helgason, var sá eini sem náði að skora á hann stig á öllu mótinu. Gunnar býr sig nú undir Abu Dhabi-glímumótið sem fram fer í Nottingham, en það er sterkasta glímumót í heimi. Gunnar fer út 21. þessa mánaðar en mótið sjálft hefst hinn 25. Mjölnismótið fer nú fram í fyrsta skipti í Mjölniskastalanum svokallaða, en bardagaklúbburinn hefur aðsetur í gamla Loftkastalanum á Seljavegi. Aðstæður hjá Mjölni eru með besta móti því þótt gamla leikhúsinu hafi verið breytt í glímusal var hluti áhorfendapallana skilinn eftir svo þar eru sæti fyrir að minnsta kosti hundrað manns. Mótið hefst klukkan 11 í dag og er aðgangseyrir 500 krónur.
Innlendar Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Fleiri fréttir EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu „Núna er allt betra“ Fjórði sigur Haukakvenna í röð Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum „Bara vá, ég er svo glaður“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Tölfræðin á móti Ungverjum: Viktor lokaði í átta mínútur þegar ekkert gekk Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna City fékk skell í Noregi Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Sjá meira
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti