Komið í veg fyrir að fólk detti milli kerfa 1. september 2011 02:30 Eygló Harðardóttir Námsmenn Ný reglugerð um námslán hefur valdið óvissu hjá þeim sem hyggja á nám erlendis.Fréttablaðið/heiða Menntamálaráðuneytið hyggst breyta orðalagi nýrrar reglugerðar um lán til íslenskra námsmanna erlendis vegna mismunandi túlkana á henni. „Ráðuneytið hefur ákveðið að breyta orðalagi reglugerðarinnar. Það kom upp ólík túlkun, annars vegar hjá lögfræðingi LÍN og hins vegar hjá ráðuneytinu. Til að taka af allan vafa verður orðalaginu breytt þannig að ekki komi upp sú staða að fólk lendi á milli kerfa eða standi uppi réttindalaust,“ segir Elías Jón Guðjónsson, aðstoðarmaður menntamálaráðherra. Hann segir námsmenn hafa þurft að bíða eftir afgreiðslu vegna óvissunnar um túlkunina. Eygló Harðardóttir alþingismaður segir að samkvæmt orðanna hljóðan hafi til dæmis mátt túlka reglugerðina á þann hátt að þeir sem eru í grunnháskólanámi erlendis eigi ekki rétt á láni til meistaranáms. „Mér finnst sjálfsagt og eðlilegt að þetta sé leiðrétt þannig að fólk sé ekki að detta á milli kerfa.“ Samkvæmt nýju reglugerðinni þurfa umsækjendur um námslán annaðhvort að hafa stundað launuð störf hér á landi síðustu 12 mánuði fyrir umsóknardag og haft samfellda búsetu hér á sama tíma eða að hafa stundað launuð störf í skemmri tíma en 12 mánuði og haft búsetu hér á landi í tvö ár samanlagt á samfelldu fimm ára tímabili. Guðrún Ragnarsdóttir, framkvæmdastjóri Lánasjóðs íslenskra námsmanna, LÍN, segir reglugerðina vera í anda þess sem verið sé að gera hjá öðrum Norðurlandaþjóðum. „Við erum ekki að setja harðari reglur en þær,“ segir Guðrún. Eftir ákveðinn búsetutíma á Norðurlöndum öðlast Íslendingar rétt til námsláns og styrkja þar. „Það fá til dæmis margir Íslendingar framfærslustyrk hjá Dönum í stað námsláns sem þykir vinsæll kostur. Þessir námsmenn eru þá búnir að vera nægilega lengi í Danmörku til þess að komast á svona styrk. Svona styrkir eru einnig veittir í Noregi og Svíþjóð en í þessum löndum er meira um námslán en í Danmörku. Danir veita hlutfallslega mestu styrkina en eru þó að tala um að takmarka þá fyrir aðra en danska ríkisborgara. Almennt eru þrengri reglur á Norðurlöndunum varðandi nám erlendis en til náms í heimalandi.“ Elías Jón segir breytingu menntamálaráðuneytisins verða birta við fyrsta tækifæri. ibs@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Fleiri fréttir Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Sjá meira
Námsmenn Ný reglugerð um námslán hefur valdið óvissu hjá þeim sem hyggja á nám erlendis.Fréttablaðið/heiða Menntamálaráðuneytið hyggst breyta orðalagi nýrrar reglugerðar um lán til íslenskra námsmanna erlendis vegna mismunandi túlkana á henni. „Ráðuneytið hefur ákveðið að breyta orðalagi reglugerðarinnar. Það kom upp ólík túlkun, annars vegar hjá lögfræðingi LÍN og hins vegar hjá ráðuneytinu. Til að taka af allan vafa verður orðalaginu breytt þannig að ekki komi upp sú staða að fólk lendi á milli kerfa eða standi uppi réttindalaust,“ segir Elías Jón Guðjónsson, aðstoðarmaður menntamálaráðherra. Hann segir námsmenn hafa þurft að bíða eftir afgreiðslu vegna óvissunnar um túlkunina. Eygló Harðardóttir alþingismaður segir að samkvæmt orðanna hljóðan hafi til dæmis mátt túlka reglugerðina á þann hátt að þeir sem eru í grunnháskólanámi erlendis eigi ekki rétt á láni til meistaranáms. „Mér finnst sjálfsagt og eðlilegt að þetta sé leiðrétt þannig að fólk sé ekki að detta á milli kerfa.“ Samkvæmt nýju reglugerðinni þurfa umsækjendur um námslán annaðhvort að hafa stundað launuð störf hér á landi síðustu 12 mánuði fyrir umsóknardag og haft samfellda búsetu hér á sama tíma eða að hafa stundað launuð störf í skemmri tíma en 12 mánuði og haft búsetu hér á landi í tvö ár samanlagt á samfelldu fimm ára tímabili. Guðrún Ragnarsdóttir, framkvæmdastjóri Lánasjóðs íslenskra námsmanna, LÍN, segir reglugerðina vera í anda þess sem verið sé að gera hjá öðrum Norðurlandaþjóðum. „Við erum ekki að setja harðari reglur en þær,“ segir Guðrún. Eftir ákveðinn búsetutíma á Norðurlöndum öðlast Íslendingar rétt til námsláns og styrkja þar. „Það fá til dæmis margir Íslendingar framfærslustyrk hjá Dönum í stað námsláns sem þykir vinsæll kostur. Þessir námsmenn eru þá búnir að vera nægilega lengi í Danmörku til þess að komast á svona styrk. Svona styrkir eru einnig veittir í Noregi og Svíþjóð en í þessum löndum er meira um námslán en í Danmörku. Danir veita hlutfallslega mestu styrkina en eru þó að tala um að takmarka þá fyrir aðra en danska ríkisborgara. Almennt eru þrengri reglur á Norðurlöndunum varðandi nám erlendis en til náms í heimalandi.“ Elías Jón segir breytingu menntamálaráðuneytisins verða birta við fyrsta tækifæri. ibs@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Fleiri fréttir Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Sjá meira