Skattar áfram hækkaðir og útgjöld skorin niður 1. september 2011 05:00 Undir bréfið til AGS skrifa Jóhanna Sigurðardóttir, Steingrímur J. Sigfússon, Árni Páll Árnason og Már Guðmundsson.fréttablaðið/Stefán Bréf sem íslensk stjórnvöld sendu Alþjóðagjaldeyrissjóðnum í aðdraganda sjöttu og síðustu endurskoðunar sjóðsins á samstarfsáætluninni við Ísland var birt í gær. Í bréfinu er fjallað um áherslur stjórnvalda á næstu misserum. Helstu áskoranir stjórnvalda eru sagðar losun gjaldeyrishafta, þróun peningamálastefnu til notkunar eftir að gjaldeyrishöft hafa verð losuð, að klára að koma ríkisfjármálunum á sjálfbæran grunn og að styrkja enn frekar regluverk utan um fjármálakerfið. Þá er lögð mikil áhersla á að endurskipulagning skulda fyrirtækja gangi hratt fyrir sig. Nokkuð er fjallað um ríkisfjármálin í bréfinu. Þar kemur fram að verið sé að undirbúa álagningu umhverfisskatta og skatta á nýtingu auðlinda. Kynntur verður nýr skattur á fjármálastarfsemi og gerðar breytingar á skattlagningu lífeyrissparnaðar. Þá verður hinn tímabundni auðlegðarskattur framlengdur og kolefnisskattur gerður varanlegur. Loks verða fleiri eignir ríkisins seldar á næstu árum. Einnig kemur fram að virk leit standi yfir að leiðum til að draga úr útgjöldum hins opinbera. Þau verði áfram skorin niður á árunum 2012 til 2015. Loks kemur fram í bréfinu að von sé á skýrslu frá efnahags- og viðskiptaráðuneytinu um íslenska fjármálakerfið. Með hliðsjón af henni verður svo unnin löggjöf með það að markmiði að styrkja eftirlit með fjármálakerfinu og að auka fjármálalegan stöðugleika.- mþl Fréttir Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira
Bréf sem íslensk stjórnvöld sendu Alþjóðagjaldeyrissjóðnum í aðdraganda sjöttu og síðustu endurskoðunar sjóðsins á samstarfsáætluninni við Ísland var birt í gær. Í bréfinu er fjallað um áherslur stjórnvalda á næstu misserum. Helstu áskoranir stjórnvalda eru sagðar losun gjaldeyrishafta, þróun peningamálastefnu til notkunar eftir að gjaldeyrishöft hafa verð losuð, að klára að koma ríkisfjármálunum á sjálfbæran grunn og að styrkja enn frekar regluverk utan um fjármálakerfið. Þá er lögð mikil áhersla á að endurskipulagning skulda fyrirtækja gangi hratt fyrir sig. Nokkuð er fjallað um ríkisfjármálin í bréfinu. Þar kemur fram að verið sé að undirbúa álagningu umhverfisskatta og skatta á nýtingu auðlinda. Kynntur verður nýr skattur á fjármálastarfsemi og gerðar breytingar á skattlagningu lífeyrissparnaðar. Þá verður hinn tímabundni auðlegðarskattur framlengdur og kolefnisskattur gerður varanlegur. Loks verða fleiri eignir ríkisins seldar á næstu árum. Einnig kemur fram að virk leit standi yfir að leiðum til að draga úr útgjöldum hins opinbera. Þau verði áfram skorin niður á árunum 2012 til 2015. Loks kemur fram í bréfinu að von sé á skýrslu frá efnahags- og viðskiptaráðuneytinu um íslenska fjármálakerfið. Með hliðsjón af henni verður svo unnin löggjöf með það að markmiði að styrkja eftirlit með fjármálakerfinu og að auka fjármálalegan stöðugleika.- mþl
Fréttir Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira