Tollar standa í vegi fyrir kjötinnflutningi 31. ágúst 2011 04:00 Kjötskorturinn í sumar virðist hafa verið einna mestur þegar kemur að nautakjöti. Hvers konar tollar takmarka innflutning á kjöti? Fréttir af kjötskorti í verslunum hafa reglulega birst í fjölmiðlum í sumar. Í gær sagði Fréttablaðið svo frá veitingastöðum sem hafa þurft að taka rétti af matseðlum sínum vegna lítillar innlendrar framleiðslu og hárra tolla á innfluttu kjöti. Nokkuð háir tollar eru lagðir á flestar landbúnaðarafurðir á Íslandi. Tollar valda því að verð á markaði hækkar sem er slæmt fyrir neytendur en gagnast framleiðendum. Ábati framleiðenda er þó minni en tap neytenda. Í tilfelli kjöts og kjötvara bera þær tvenns konar tolla. Er þar um að ræða verðtoll sem er ákveðin prósenta af verði vörunnar og magntoll sem er föst upphæð sem leggst á hverja innflutta einingu. Á kjöti og kjötvörum er verðtollurinn 18 prósent á vörur frá Evrópusambandinu (ESB) en 30 prósent á vörur frá öðrum svæðum. Magntollurinn er hins vegar ólíkur eftir vörum. Hæstur er hann á nautalundir frá landi utan ESB eða 1.462 krónur á kílóið. Til samanburðar leggst 510 króna magntollur á kíló af hökkuðu nautakjöti, 382 króna tollur á kílóið af lambalæri og 499 króna tollur á kíló af beinlausu, sneiddu kjúklingakjöti. Auk verð- og magntolls leggst síðan vægt úrvinnslugjald á innfluttar vörur. Þá leggst vitaskuld virðisaukaskattur á innfluttar matvörur rétt eins og innlendar. Með hinum almennu tollum á kjötvörur er þó ekki öll sagan sögð. Ísland gerðist árið 1995 aðili að GATT-samningnum svokallaða á vegum Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO). GATT-samningurinn skuldbatt Ísland til að hleypa litlu magni búvara inn á innlendan markað með lægri tollum en almennt tíðkast. Markmiðið með þessum tollkvótum var að auka samkeppni á markaði með búvörur og stuðla þannig að lægra verði fyrir neytendur. Það markmið hefur hins vegar trauðla náðst. Fyrir það fyrsta hafa kvótar sem leyft hafa slíkan innflutning verið boðnir út til hæstbjóðanda sem gerir það að verkum að sá sparnaður sem af lágu tollunum hlýst rennur að stærstu leyti til hins opinbera. Í öðru lagi var fyrirkomulagi þessara „lægri“ tolla breytt árið 2009. Lengst af voru þetta magntollar þar sem föst krónutala var lögð á hvert kíló. Árið 2009 breytti hins vegar Jón Bjarnason landbúnaðarráðherra fyrirkomulagi og eru þetta nú verðtollar. Við breytinguna hækkuðu tollarnir. Raunar svo mikið að í mörgum tilfellum er dýrara að flytja inn vörur á undanþágunni en vörur sem lagðir eru á almennir tollar. Umboðsmaður Alþingis hefur að vísu gert athugasemd við heimild ráðherra til þessa gjörnings. Starfshópur fjögurra ráðuneyta skoðar nú hvernig bregðast skuli við áliti embættisins. Utan GATT-undanþágunnar hefur í sumar verið opnað fyrir innflutning á nautakjöti á lækkuðum tollum. Rennur heimild til þess út 30. september en hefur verið í gildi frá 10. júní. Þessi heimild hefur þó verið gagnrýnd fyrir að gilda einungis í skamman tíma á þeim forsendum að ansi tímafrekt sé að fá leyfi fyrir innflutning og að uppfylla þau skilyrði sem um innflutning gilda. magnusl@frettabladid.is Fréttir Innlent Mest lesið Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Orkuöryggi sagt standa tæpt gangi ný orkuspá eftir Viðskipti Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Einn áhrifamestu markaðsfræðimanna heims með erindi á ÍMARk Samstarf Mango opnar í Smáralind Viðskipti innlent „Eru kannski á mörkunum í siðferðislegri markaðssetningu“ Viðskipti Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Sjá meira
Hvers konar tollar takmarka innflutning á kjöti? Fréttir af kjötskorti í verslunum hafa reglulega birst í fjölmiðlum í sumar. Í gær sagði Fréttablaðið svo frá veitingastöðum sem hafa þurft að taka rétti af matseðlum sínum vegna lítillar innlendrar framleiðslu og hárra tolla á innfluttu kjöti. Nokkuð háir tollar eru lagðir á flestar landbúnaðarafurðir á Íslandi. Tollar valda því að verð á markaði hækkar sem er slæmt fyrir neytendur en gagnast framleiðendum. Ábati framleiðenda er þó minni en tap neytenda. Í tilfelli kjöts og kjötvara bera þær tvenns konar tolla. Er þar um að ræða verðtoll sem er ákveðin prósenta af verði vörunnar og magntoll sem er föst upphæð sem leggst á hverja innflutta einingu. Á kjöti og kjötvörum er verðtollurinn 18 prósent á vörur frá Evrópusambandinu (ESB) en 30 prósent á vörur frá öðrum svæðum. Magntollurinn er hins vegar ólíkur eftir vörum. Hæstur er hann á nautalundir frá landi utan ESB eða 1.462 krónur á kílóið. Til samanburðar leggst 510 króna magntollur á kíló af hökkuðu nautakjöti, 382 króna tollur á kílóið af lambalæri og 499 króna tollur á kíló af beinlausu, sneiddu kjúklingakjöti. Auk verð- og magntolls leggst síðan vægt úrvinnslugjald á innfluttar vörur. Þá leggst vitaskuld virðisaukaskattur á innfluttar matvörur rétt eins og innlendar. Með hinum almennu tollum á kjötvörur er þó ekki öll sagan sögð. Ísland gerðist árið 1995 aðili að GATT-samningnum svokallaða á vegum Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO). GATT-samningurinn skuldbatt Ísland til að hleypa litlu magni búvara inn á innlendan markað með lægri tollum en almennt tíðkast. Markmiðið með þessum tollkvótum var að auka samkeppni á markaði með búvörur og stuðla þannig að lægra verði fyrir neytendur. Það markmið hefur hins vegar trauðla náðst. Fyrir það fyrsta hafa kvótar sem leyft hafa slíkan innflutning verið boðnir út til hæstbjóðanda sem gerir það að verkum að sá sparnaður sem af lágu tollunum hlýst rennur að stærstu leyti til hins opinbera. Í öðru lagi var fyrirkomulagi þessara „lægri“ tolla breytt árið 2009. Lengst af voru þetta magntollar þar sem föst krónutala var lögð á hvert kíló. Árið 2009 breytti hins vegar Jón Bjarnason landbúnaðarráðherra fyrirkomulagi og eru þetta nú verðtollar. Við breytinguna hækkuðu tollarnir. Raunar svo mikið að í mörgum tilfellum er dýrara að flytja inn vörur á undanþágunni en vörur sem lagðir eru á almennir tollar. Umboðsmaður Alþingis hefur að vísu gert athugasemd við heimild ráðherra til þessa gjörnings. Starfshópur fjögurra ráðuneyta skoðar nú hvernig bregðast skuli við áliti embættisins. Utan GATT-undanþágunnar hefur í sumar verið opnað fyrir innflutning á nautakjöti á lækkuðum tollum. Rennur heimild til þess út 30. september en hefur verið í gildi frá 10. júní. Þessi heimild hefur þó verið gagnrýnd fyrir að gilda einungis í skamman tíma á þeim forsendum að ansi tímafrekt sé að fá leyfi fyrir innflutning og að uppfylla þau skilyrði sem um innflutning gilda. magnusl@frettabladid.is
Fréttir Innlent Mest lesið Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Orkuöryggi sagt standa tæpt gangi ný orkuspá eftir Viðskipti Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Einn áhrifamestu markaðsfræðimanna heims með erindi á ÍMARk Samstarf Mango opnar í Smáralind Viðskipti innlent „Eru kannski á mörkunum í siðferðislegri markaðssetningu“ Viðskipti Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Sjá meira