Veigar Páll: Fátt skemmtilegra en að spila gegn Noregi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. ágúst 2011 09:00 Veigar Páll Gunnarsson er kominn aftur í íslenska landsliðið. Mynd/Anton Veigar Páll Gunnarsson var valinn í íslenska landsliðið á nýjan leik fyrir leikina gegn Noregi og Kýpur í undankeppni EM 2012 byrjun september. Veigar Páll þekkir mjög vel til í Noregi, þar sem hann hefur spilað í átta ár, og hlakkar hann vitanlega mjög til að fá að mæta Norðmönnum á nýjan leik. „Það er mjög ánægjulegt að vera valinn aftur í landsliðið enda mikill heiður að fá að spila fyrir hönd þjóðarinnar," sagði hann í samtali við Fréttablaðið. „Það er heldur alls ekkert leyndarmál að mér finnst skemmtilegt að spila gegn Noregi. Það er nánast þannig að maður þekkir marga í norska lanndsliðinu jafnvel og þá í því íslenska. Þetta er því bara eins og að spila gegn félögunum." Noregur er í 12. sæti á styrkleikalista FIFA en Ísland í 124. sæti. Veigar Páll segir muninn á landsliðunum þó ekki vera mikinn þó svo að Norðmenn séu vissulega með sterkara lið. „Munurinn er ekki svo mikill – það er alveg ljóst. Norska landsliðið er með aðeins meiri breidd í sínu liði en ef við hittum á góðan dag getum við vel tekið þrjú stig. Ef okkur tekst að vinna saman sem liðsheild getum við vel tekið þrjú stig í Ósló." Hann segir muninn liggja einnig að miklu leyti í sjálfstrausti og trú á eigin getu. „Sjálfstraust og leikgleði er í hámarki í norska landsliðinu. Þegar leikmenn ganga inn á völlinn ætla þeir sér sigur – sama hver andstæðingurinn er. Skiptir engu hvort það er Þýskaland eða Færeyjar. Þeim hefur gengið vel í langan tíma og er þetta bein afleiðing af því." Ólafur Jóhannesson mun ekki halda áfram sem landsliðsþjálfari þegar undankeppninni lýkur í haust. „Ég hef svo sem ekki sterkar skoðanir á því," segir Veigar Páll um það. „En miðað við árangur er ágætt að prófa eitthvað nýtt. En Óli er mjög fínn þjálfari og ég hef verið mikið í hópi hjá honum. Ég hef því ekkert slæmt um hann að segja – alls ekki." Veigar Páll hefur átt velgengni að fagna á sínum ferli en aldrei fengið að njóta sín til fulls með landsliðinu. Hann hefur fengið að líða fyrir það að spila sömu stöðu og Eiður Smári Guðjohnsen, sem hefur gengið fyrir í landsliðinu. „Ég held að það hafi haft sitt að segja og hef ég fullkominn skilning á því. En svo þegar Eiður gekk í gegnum smá lægð á sínum ferli kom Gylfi (Þór Sigurðsson) til sögunnar og gekk í sama hlutverk. Ég skil það líka mjög vel," segir hann og bætir við: „Ég verð því að líta svo á að ég sé bara fórnarlamb aðstæðna og það er lítið sem ég gert í því," sagði hann í léttum dúr. Íslenski boltinn Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Körfubolti Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Fótbolti Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Handbolti Fleiri fréttir Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjörið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sjá meira
Veigar Páll Gunnarsson var valinn í íslenska landsliðið á nýjan leik fyrir leikina gegn Noregi og Kýpur í undankeppni EM 2012 byrjun september. Veigar Páll þekkir mjög vel til í Noregi, þar sem hann hefur spilað í átta ár, og hlakkar hann vitanlega mjög til að fá að mæta Norðmönnum á nýjan leik. „Það er mjög ánægjulegt að vera valinn aftur í landsliðið enda mikill heiður að fá að spila fyrir hönd þjóðarinnar," sagði hann í samtali við Fréttablaðið. „Það er heldur alls ekkert leyndarmál að mér finnst skemmtilegt að spila gegn Noregi. Það er nánast þannig að maður þekkir marga í norska lanndsliðinu jafnvel og þá í því íslenska. Þetta er því bara eins og að spila gegn félögunum." Noregur er í 12. sæti á styrkleikalista FIFA en Ísland í 124. sæti. Veigar Páll segir muninn á landsliðunum þó ekki vera mikinn þó svo að Norðmenn séu vissulega með sterkara lið. „Munurinn er ekki svo mikill – það er alveg ljóst. Norska landsliðið er með aðeins meiri breidd í sínu liði en ef við hittum á góðan dag getum við vel tekið þrjú stig. Ef okkur tekst að vinna saman sem liðsheild getum við vel tekið þrjú stig í Ósló." Hann segir muninn liggja einnig að miklu leyti í sjálfstrausti og trú á eigin getu. „Sjálfstraust og leikgleði er í hámarki í norska landsliðinu. Þegar leikmenn ganga inn á völlinn ætla þeir sér sigur – sama hver andstæðingurinn er. Skiptir engu hvort það er Þýskaland eða Færeyjar. Þeim hefur gengið vel í langan tíma og er þetta bein afleiðing af því." Ólafur Jóhannesson mun ekki halda áfram sem landsliðsþjálfari þegar undankeppninni lýkur í haust. „Ég hef svo sem ekki sterkar skoðanir á því," segir Veigar Páll um það. „En miðað við árangur er ágætt að prófa eitthvað nýtt. En Óli er mjög fínn þjálfari og ég hef verið mikið í hópi hjá honum. Ég hef því ekkert slæmt um hann að segja – alls ekki." Veigar Páll hefur átt velgengni að fagna á sínum ferli en aldrei fengið að njóta sín til fulls með landsliðinu. Hann hefur fengið að líða fyrir það að spila sömu stöðu og Eiður Smári Guðjohnsen, sem hefur gengið fyrir í landsliðinu. „Ég held að það hafi haft sitt að segja og hef ég fullkominn skilning á því. En svo þegar Eiður gekk í gegnum smá lægð á sínum ferli kom Gylfi (Þór Sigurðsson) til sögunnar og gekk í sama hlutverk. Ég skil það líka mjög vel," segir hann og bætir við: „Ég verð því að líta svo á að ég sé bara fórnarlamb aðstæðna og það er lítið sem ég gert í því," sagði hann í léttum dúr.
Íslenski boltinn Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Körfubolti Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Fótbolti Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Handbolti Fleiri fréttir Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjörið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sjá meira