Leikfélag Akureyrar leitar á náðir bæjarins 27. ágúst 2011 04:30 Fyrsta sýning menningarhússins var Rocky Horror árið 2010 og tapaði Leikfélagið mörgum milljónum á því. fréttablaðið/sunna María Sigurðardóttir Tap á rekstri Leikfélags Akureyrar (LA) á síðasta ári nam 67 milljónum króna, samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum útreikninga. Bæjarráð Akureyrar samþykkti á fundi sínum á fimmtudag að greiða félaginu fyrir fram allt að 30 milljónir króna af væntanlegum framlögum næsta árs til að koma í veg fyrir að leikárið yrði stöðvað. Tapið má rekja að stórum hluta til frestunar félagsins á sýningum á söngleiknum Rocky Horror og færslu á kostnaði hans á milli áranna 2009 og 2010. Upphaflega var áætlað að setja sýninguna upp haustið 2009, en því var frestað um ár. Þórgnýr Dýrfjörð, framkvæmdastjóri Akureyrarstofu, útskýrir framlög bæjarins sem eins konar kaup á tíma til að endurskipuleggja rekstur félagsins og veita því tækifæri að ná tökum. „Það fyrsta sem blasti við LA var að leikárið yrði stöðvað. Þess vegna leituðu þau til bæjarins til að byrja með,“ útskýrir Þórgnýr. María Sigurðardóttir leikhússtjóri segir ljóst að fjármálastjórn félagsins hafi ekki gengið nægilega vel, en Egill Arnar Sigurþórsson hefur nú látið af störfum sem framkvæmdastjóri eftir þriggja ára starf og Eiríkur Haukur Hauksson var ráðinn í hans stað. „Við værum ekki í þessari stöðu ef framkvæmdastjórnin hefði staðið sig og uppsögn hans tengist því að sjálfsögðu. En ég er ekki að segja að neitt ólöglegt hafi átt sér stað,” segir María og bætir við að hún sem leikhússtjóri beri vissulega líka ábyrgð á stöðu leikfélagsins. „Það er mjög leiðinlegt að þessi staða sé komin upp. Nú erum við að reyna að vinna okkur út úr þessu og fara ofan í saumana. Með tilliti til þess að við erum að fá bæinn til að hjálpa okkur,” segir hún. María segir að mikilvægt sé að átta sig á því að ársreikningur sé gerður fyrir áramót og nái því ekki yfir allt leikárið, sem sé frá hausti til vors. Allar sýningar LA á Rocky Horror í Menningarhúsinu Hofi á síðasta ári voru reknar með tapi. María segir það ekki liggja fyrir hversu miklu leikfélagið tapaði á sýningunum. „Við gerðum ákveðna áætlun og lentum í ýmsum óvæntum uppákomum. En ég get ekki farið út í nánari tölur eða skýringar á þessu,“ segir hún. „Ekkert ólöglegt hefur átt sér stað.“ sunna@frettabladid.is Fréttir Innlent Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sjá meira
María Sigurðardóttir Tap á rekstri Leikfélags Akureyrar (LA) á síðasta ári nam 67 milljónum króna, samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum útreikninga. Bæjarráð Akureyrar samþykkti á fundi sínum á fimmtudag að greiða félaginu fyrir fram allt að 30 milljónir króna af væntanlegum framlögum næsta árs til að koma í veg fyrir að leikárið yrði stöðvað. Tapið má rekja að stórum hluta til frestunar félagsins á sýningum á söngleiknum Rocky Horror og færslu á kostnaði hans á milli áranna 2009 og 2010. Upphaflega var áætlað að setja sýninguna upp haustið 2009, en því var frestað um ár. Þórgnýr Dýrfjörð, framkvæmdastjóri Akureyrarstofu, útskýrir framlög bæjarins sem eins konar kaup á tíma til að endurskipuleggja rekstur félagsins og veita því tækifæri að ná tökum. „Það fyrsta sem blasti við LA var að leikárið yrði stöðvað. Þess vegna leituðu þau til bæjarins til að byrja með,“ útskýrir Þórgnýr. María Sigurðardóttir leikhússtjóri segir ljóst að fjármálastjórn félagsins hafi ekki gengið nægilega vel, en Egill Arnar Sigurþórsson hefur nú látið af störfum sem framkvæmdastjóri eftir þriggja ára starf og Eiríkur Haukur Hauksson var ráðinn í hans stað. „Við værum ekki í þessari stöðu ef framkvæmdastjórnin hefði staðið sig og uppsögn hans tengist því að sjálfsögðu. En ég er ekki að segja að neitt ólöglegt hafi átt sér stað,” segir María og bætir við að hún sem leikhússtjóri beri vissulega líka ábyrgð á stöðu leikfélagsins. „Það er mjög leiðinlegt að þessi staða sé komin upp. Nú erum við að reyna að vinna okkur út úr þessu og fara ofan í saumana. Með tilliti til þess að við erum að fá bæinn til að hjálpa okkur,” segir hún. María segir að mikilvægt sé að átta sig á því að ársreikningur sé gerður fyrir áramót og nái því ekki yfir allt leikárið, sem sé frá hausti til vors. Allar sýningar LA á Rocky Horror í Menningarhúsinu Hofi á síðasta ári voru reknar með tapi. María segir það ekki liggja fyrir hversu miklu leikfélagið tapaði á sýningunum. „Við gerðum ákveðna áætlun og lentum í ýmsum óvæntum uppákomum. En ég get ekki farið út í nánari tölur eða skýringar á þessu,“ segir hún. „Ekkert ólöglegt hefur átt sér stað.“ sunna@frettabladid.is
Fréttir Innlent Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sjá meira