Lög leyfi nafnlausar ábendingar á netinu 26. ágúst 2011 04:00 Alþingi Forstjóri Vinnumálastofnunar vill að velferðarráðuneytið beiti sér fyrir því að löggjafinn tryggi ótvíræða heimild til að taka áfram við nafnlausum ábendingum á netinu um bótasvik.Fréttablaðið/Pjetur Skúli Eggert Þórðarson „Við munum taka þessa gátt úr sambandi en fara jafnframt fram á það við velferðarráðuneytið að það verði gert skýrt með lögum að þessi möguleiki sé ótvíræður,“ segir Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, um þá ákvörðun Persónuverndar að Vinnumálastofnun og Ríkisskattstjóri megi ekki bjóða fólki að gefa upplýsingar um aðra undir nafnleynd á netinu. Persónuvernd segir bæði Vinnumálastofnun og Ríkisskattstjóra bjóða upp á þann möguleika með tilteknum hnöppum á heimasíðum að fólk geti undir nafnleynd komið á framfæri ábendingum um hugsanleg bótasvik annars vegar og skattsvik hins vegar. Með þessu sé fólk hvatt til að gefa nafnlausar ábendingar á netinu og það samræmist ekki lögum. Gissur Pétursson segir að um eitt þúsund ábendingar um bótasvik hafi borist um sérstaka gátt á heimasíðu stofnunarinnar í fyrra, bæði undir nafni og nafnlaust. Á grundvelli þeirra hafi um tvö hundruð manns verið teknir af atvinnuleysisbótum sem þeir áttu ekki rétt á. „Ég get ekki fallist á það að þessi möguleiki á heimasíðunni feli í sér hvatningu til að menn gefi upplýsingar nafnlaust,“ segir Gissur og undirstrikar mikilvægi þess að Vinnumálastofnun njóti liðveislu almennings til þess að upplýsa um bótasvik. Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri hafnar því að embætti hans hafi hvatt fólk til að gefa nafnlausar ábendingar. „Við virðum þessa ákvörðun en meginforsenda hennar um að Ríkisskattstjóri hafi hvatt til slíks er ekki rétt. Það hefur einungis verið þessi möguleiki að senda rafrænt án þess að tilkynna nafn eða auðkenni – í því felst engin hvatning,“ segir Skúli og bætir við að í raun breyti þetta litlu því þær upplýsingar sem borist hafi á þennan hátt hafi ekki verið veigamiklar. Persónuvernd telur enn fremur villandi að segja að á heimasíðum Ríkisskattstjóra og Vinnumálastofnunar geti fólk með ábendingar notið nafnleyndar. Persónugreina megi upplýsingar á netinu með IP-tölum og öðrum greiningartólum. Skúli segir að sér vitanlega séu engin fordæmi fyrir því að reynt sé að rekja slíkar upplýsingar. „Enda eru þær ekki rekjanlegar nema með atbeina sérfræðinga sem hafa aðgang að IP-tölum. Það höfum við ekki,“ segir ríkisskattstjóri. gar@frettabladid.isGissur Pétursson Fréttir Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Fleiri fréttir Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Sjá meira
Skúli Eggert Þórðarson „Við munum taka þessa gátt úr sambandi en fara jafnframt fram á það við velferðarráðuneytið að það verði gert skýrt með lögum að þessi möguleiki sé ótvíræður,“ segir Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, um þá ákvörðun Persónuverndar að Vinnumálastofnun og Ríkisskattstjóri megi ekki bjóða fólki að gefa upplýsingar um aðra undir nafnleynd á netinu. Persónuvernd segir bæði Vinnumálastofnun og Ríkisskattstjóra bjóða upp á þann möguleika með tilteknum hnöppum á heimasíðum að fólk geti undir nafnleynd komið á framfæri ábendingum um hugsanleg bótasvik annars vegar og skattsvik hins vegar. Með þessu sé fólk hvatt til að gefa nafnlausar ábendingar á netinu og það samræmist ekki lögum. Gissur Pétursson segir að um eitt þúsund ábendingar um bótasvik hafi borist um sérstaka gátt á heimasíðu stofnunarinnar í fyrra, bæði undir nafni og nafnlaust. Á grundvelli þeirra hafi um tvö hundruð manns verið teknir af atvinnuleysisbótum sem þeir áttu ekki rétt á. „Ég get ekki fallist á það að þessi möguleiki á heimasíðunni feli í sér hvatningu til að menn gefi upplýsingar nafnlaust,“ segir Gissur og undirstrikar mikilvægi þess að Vinnumálastofnun njóti liðveislu almennings til þess að upplýsa um bótasvik. Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri hafnar því að embætti hans hafi hvatt fólk til að gefa nafnlausar ábendingar. „Við virðum þessa ákvörðun en meginforsenda hennar um að Ríkisskattstjóri hafi hvatt til slíks er ekki rétt. Það hefur einungis verið þessi möguleiki að senda rafrænt án þess að tilkynna nafn eða auðkenni – í því felst engin hvatning,“ segir Skúli og bætir við að í raun breyti þetta litlu því þær upplýsingar sem borist hafi á þennan hátt hafi ekki verið veigamiklar. Persónuvernd telur enn fremur villandi að segja að á heimasíðum Ríkisskattstjóra og Vinnumálastofnunar geti fólk með ábendingar notið nafnleyndar. Persónugreina megi upplýsingar á netinu með IP-tölum og öðrum greiningartólum. Skúli segir að sér vitanlega séu engin fordæmi fyrir því að reynt sé að rekja slíkar upplýsingar. „Enda eru þær ekki rekjanlegar nema með atbeina sérfræðinga sem hafa aðgang að IP-tölum. Það höfum við ekki,“ segir ríkisskattstjóri. gar@frettabladid.isGissur Pétursson
Fréttir Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Fleiri fréttir Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Sjá meira