Hvetja fisksala til að sniðganga HB Granda 26. ágúst 2011 04:00 Eggert Benedikt Guðmundsson Togarar Granda Bresk hvalaverndunarsamtök hafa hvatt eigendur skyndibitastaða sem selja fisk og franskar til að versla ekki við HB Granda vegna eignatengsla við Hval hf. Forstjóri HB Granda segir ákallið engin áhrif hafa haft á sölu hingað til.fRÉTTABLAÐIÐ/vaLLIfréttablaðið/valli Bresku samtökin Whale and Dolphin Conservation Society (WDCS) hvöttu í fyrradag sölumenn fisks og franskra, hins þjóðlega breska réttar, til að hætta að kaupa fisk frá HB Granda. Andstaðan við HB Granda er vegna tengsla fyrirtækisins við Hval hf. Hvalur er stærsti einstaki hluthafinn í HB Granda með fjörutíu prósent hlutafjár í gegnum dótturfyrirtæki sitt Vogun. Sagt er frá þessu framtaki WDCS í breska götublaðinu The Sun, þar sem fram kemur að fiskur frá HB Granda sé átta prósent af heildarmagni þess sem selt er á skyndibitastöðum. Fyrir utan WDCS er fyrirtækið Sea Life hluti af átakinu, en Sea Life rekur ellefu sædýrasöfn. The Sun hefur eftir Rob Hicks, líffræðingi hjá Sea Life, að takmarkið sé að höggva skörð í útflutning HB Granda og neyða íslensk stjórnvöld til þess að stöðva hvalveiðar. Þrátt fyrir þetta nýjasta útspil hvalaverndunarsinna segir Eggert Benedikt Guðmundsson, forstjóri HB Granda, í samtali við Frétablaðið að fyrirtækið hafi enn ekki orðið vart við áhrif vegna þess. „Við höfum heyrt af þessum áróðri WDCS. Þeir hafa farið með miklum látum gegn okkur en við höfum ekki fengið neinar afpantanir.“ Eggert segir að viðbrögð hafi aðallega borist frá aðilum sem aldrei hafi átt viðskipti við HB Granda. Hann bætir því við að það skjóti nokkuð skökku við að gera stórmál úr eignartengslunum við Hval hf. nú. „Þetta hefur verið opinber vitneskja í yfir tuttugu ár en þeir setja þetta fram eins og þetta séu nýjar upplýsingar. Menn eru greinilega að setja þetta svona fram sem árásarpunkt til að þröngva sínum málstað upp á Íslendinga.“ Eggert segir að helstu viðskiptavinum HB Granda í Bretlandi hafi verið fullkunnugt um þessi mál í áraraðir og þeir hafi ekki kippt sér upp við þau hingað til. Hann segist ekki áhyggjufullur varðandi framhaldið. „Nei, en maður veit svo sem aldrei nema einhverjir staðir hætti að kaupa af okkar kúnna þarna úti. Þá þurfum við bara að finna okkur aðra markaði. Það er alltaf mikil eftirspurn eftir góðum fiski.“ thorgils@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Sjá meira
Togarar Granda Bresk hvalaverndunarsamtök hafa hvatt eigendur skyndibitastaða sem selja fisk og franskar til að versla ekki við HB Granda vegna eignatengsla við Hval hf. Forstjóri HB Granda segir ákallið engin áhrif hafa haft á sölu hingað til.fRÉTTABLAÐIÐ/vaLLIfréttablaðið/valli Bresku samtökin Whale and Dolphin Conservation Society (WDCS) hvöttu í fyrradag sölumenn fisks og franskra, hins þjóðlega breska réttar, til að hætta að kaupa fisk frá HB Granda. Andstaðan við HB Granda er vegna tengsla fyrirtækisins við Hval hf. Hvalur er stærsti einstaki hluthafinn í HB Granda með fjörutíu prósent hlutafjár í gegnum dótturfyrirtæki sitt Vogun. Sagt er frá þessu framtaki WDCS í breska götublaðinu The Sun, þar sem fram kemur að fiskur frá HB Granda sé átta prósent af heildarmagni þess sem selt er á skyndibitastöðum. Fyrir utan WDCS er fyrirtækið Sea Life hluti af átakinu, en Sea Life rekur ellefu sædýrasöfn. The Sun hefur eftir Rob Hicks, líffræðingi hjá Sea Life, að takmarkið sé að höggva skörð í útflutning HB Granda og neyða íslensk stjórnvöld til þess að stöðva hvalveiðar. Þrátt fyrir þetta nýjasta útspil hvalaverndunarsinna segir Eggert Benedikt Guðmundsson, forstjóri HB Granda, í samtali við Frétablaðið að fyrirtækið hafi enn ekki orðið vart við áhrif vegna þess. „Við höfum heyrt af þessum áróðri WDCS. Þeir hafa farið með miklum látum gegn okkur en við höfum ekki fengið neinar afpantanir.“ Eggert segir að viðbrögð hafi aðallega borist frá aðilum sem aldrei hafi átt viðskipti við HB Granda. Hann bætir því við að það skjóti nokkuð skökku við að gera stórmál úr eignartengslunum við Hval hf. nú. „Þetta hefur verið opinber vitneskja í yfir tuttugu ár en þeir setja þetta fram eins og þetta séu nýjar upplýsingar. Menn eru greinilega að setja þetta svona fram sem árásarpunkt til að þröngva sínum málstað upp á Íslendinga.“ Eggert segir að helstu viðskiptavinum HB Granda í Bretlandi hafi verið fullkunnugt um þessi mál í áraraðir og þeir hafi ekki kippt sér upp við þau hingað til. Hann segist ekki áhyggjufullur varðandi framhaldið. „Nei, en maður veit svo sem aldrei nema einhverjir staðir hætti að kaupa af okkar kúnna þarna úti. Þá þurfum við bara að finna okkur aðra markaði. Það er alltaf mikil eftirspurn eftir góðum fiski.“ thorgils@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Sjá meira