Talinn hafa skipulagt morðið á Politkovskaju 25. ágúst 2011 02:30 Minnast Baráttukonu Anna Politkovskaja, sem var myrt árið 2006, er orðin að eins konar táknmynd fyrir baráttu gegn spillingu og ofbeldi gegn andófsfólki í Rússlandi. Lögreglan í Rússlandi hefur handtekið fyrrverandi lögreglumann vegna gruns um að hann hafi skipulagt morðið á blaðakonunni Önnu Politkovskaju árið 2006. Á sínum tíma var Politkovskaja afar gagnrýnin á stefnu stjórnvalda í Kreml, sérstaklega hvað varðar stríðið í Tsjetsjeníu. Maðurinn sem var handtekinn í gær heitir Dimítrí Pavlúsjenkov, en hann er talinn hafa sett saman hóp til að fremja ódæðið og útvegað meintum byssumanni, Rustam Makmúdov, morðvopnið. Makmúdov, sem er Tsjetsjeni, hefur verið í haldi síðan í maí. Það þaggar þó ekki niður í þeim sem telja að málið risti dýpra og vilja að upplýst verði hver fyrirskipaði morðið á Politkovskaju. Þegar hafa þrír menn verið sýknaðir af ásökunum um aðild að morðinu, en hæstiréttur landsins hefur vísað málunum aftur til saksóknara. Talsmaður rannsóknarnefndar, sem hefur umsjón með málinu, sagði að Pavlúsjenkov væri grunaður um að hafa þegið greiðslu frá „óþekktum aðila“ til að skipuleggja morðið. Politkovskaja var að koma út úr lyftu á heimili sínu þegar hún var myrt, en hún hafði vakið mikla athygli fyrir skörulega framgöngu sína í að afla frétta af ofbeldi, kúgun og spillingu í Tsjetsjeníu og öðrum svæðum í rússnesku Kákasusfjöllunum. Vladímir Pútín, þáverandi forseti, reyndi að gera lítið úr verkum Politkovskaju eftir morðið, en vandræðagangur með rannsóknina og málareksturinn hefur kynt undir grunsemdum um samsæri allt inn í raðir stjórnarinnar. - þj Fréttir Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Fleiri fréttir Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sjá meira
Lögreglan í Rússlandi hefur handtekið fyrrverandi lögreglumann vegna gruns um að hann hafi skipulagt morðið á blaðakonunni Önnu Politkovskaju árið 2006. Á sínum tíma var Politkovskaja afar gagnrýnin á stefnu stjórnvalda í Kreml, sérstaklega hvað varðar stríðið í Tsjetsjeníu. Maðurinn sem var handtekinn í gær heitir Dimítrí Pavlúsjenkov, en hann er talinn hafa sett saman hóp til að fremja ódæðið og útvegað meintum byssumanni, Rustam Makmúdov, morðvopnið. Makmúdov, sem er Tsjetsjeni, hefur verið í haldi síðan í maí. Það þaggar þó ekki niður í þeim sem telja að málið risti dýpra og vilja að upplýst verði hver fyrirskipaði morðið á Politkovskaju. Þegar hafa þrír menn verið sýknaðir af ásökunum um aðild að morðinu, en hæstiréttur landsins hefur vísað málunum aftur til saksóknara. Talsmaður rannsóknarnefndar, sem hefur umsjón með málinu, sagði að Pavlúsjenkov væri grunaður um að hafa þegið greiðslu frá „óþekktum aðila“ til að skipuleggja morðið. Politkovskaja var að koma út úr lyftu á heimili sínu þegar hún var myrt, en hún hafði vakið mikla athygli fyrir skörulega framgöngu sína í að afla frétta af ofbeldi, kúgun og spillingu í Tsjetsjeníu og öðrum svæðum í rússnesku Kákasusfjöllunum. Vladímir Pútín, þáverandi forseti, reyndi að gera lítið úr verkum Politkovskaju eftir morðið, en vandræðagangur með rannsóknina og málareksturinn hefur kynt undir grunsemdum um samsæri allt inn í raðir stjórnarinnar. - þj
Fréttir Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Fleiri fréttir Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sjá meira