Fundu hafstraum sem gæti breytt loftslagskenningum 24. ágúst 2011 06:00 Hlýnun jarðar. Uppgötvun tveggja íslenskra haffræðinga hefur vakið alþjóðlega athygli þar sem hún er talin skipta máli í samhengi við loftlagsbreytingar og hlýnun jarðar. Um er að ræða djúpstraum sem mælst hefur yfir landsgrunnshlíðinni norðan Íslands. Þessi straumur var rannsakaður fyrst og honum lýst af sérfræðingum Hafrannsóknastofnunarinnar, þeim Steingrími Jónssyni, sem jafnframt er prófessor við Háskólann á Akureyri, og Héðni Valdimarssyni. Undanfarin ár hafa farið fram nokkrar athuganir á þessum straumi bæði á bandarískum og íslenskum rannsóknaskipum í samstarfi sérfræðinga Hafró og Woods Hole, einnar virtustu hafrannsóknastofnunar Bandaríkjanna. Á mánudag lagði í haf frá Reykjavík rannsóknaskipið Knorr frá Woods Hole. Leiðangurinn tekur um mánaðartíma og verður straumurinn, sem kallaður er Norður-Íslands djúpstraumurinn (e. North Icelandic Jet), kortlagður af meiri nákvæmni og uppruna hans leitað. Steingrímur segir að þekkt sé svokölluð hita-seltuhringrás í hafinu sem hefur verið líkt við færiband. Hlýr sjór streymir norður þar sem hann kólnar og sekkur. Þá myndast djúpsjór sem flæðir aftur suður eftir botninum þar sem hann að lokum nær til yfirborðsins og hitnar aftur. Þessi hringrás stjórnar miklu um veðurfar í heiminum og kenningin er að með veikingu þessa færibands í hafinu muni veðurfar á norðurslóðum fara kólnandi, en hlýnun jarðar er talin geta raskað þessu jafnvægi. Ástæðan er í stuttu máli áhrif af bráðnun Grænlandsjökuls. Ferskt vatn breytir eiginleikum sjávarins þannig að hann verður eðlisléttari vegna minni seltu, sekkur því ekki og stöðvar færibandið. Steingrímur útskýrir að djúpstraumurinn nýi breyti þessari mynd og þar með kenningum um áhrif loftlagsbreytinga á norðurslóðum. Í því liggi mikilvægið og skýri áhuga Bandaríkjamannanna. Talið er hugsanlegt að tilvist djúpstraumsins við Ísland þýði að hita-seltuhringrásin sé ekki eins viðkvæm fyrir bráðnun jökulsins. Þá er einnig mikilvægt að tveir djúpsjávarstraumar, en ekki einn (Austur-Grænlandsstraumurinn, sem er löngu þekktur), eru virkir sem gæti dregið úr áhrifum bráðnandi jökla. Margt enn óþekktSpurður um tilurð þess að djúpstraumurinn uppgötvaðist segir Steingrímur að upphaflega hafi það byggst á grúski í gömlum gögnum sem gáfu það til kynna að straumbandið lægi við landgrunnið. „Svo höfum við verið á að fá staðfestingu á þessu á undanförnum árum með mælingum, bæði Hafrannsóknastofnunar og í samstarfi við Woods Hole. Núna er það hins vegar í fyrsta skipti sem straumurinn verður mældur yfir langt tímabil." Steingrímur segir að djúpstraumurinn liggi yfir landgrunnshlíðinni Íslandsmegin norðan Grænlandssunds. „Fyrst sáum við þetta út af Vestfjörðum en vitum núna að það er hægt að rekja djúpstrauminn allt austur að Langanesi. Hvar hann á endanleg upptök sín er ekki vitað enda margt sem er óþekkt enn þá. Það er verkefni næstu ára að fullgera þessa mynd." svavar@frettabladid.is Fréttir Loftslagsmál Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Sjá meira
Uppgötvun tveggja íslenskra haffræðinga hefur vakið alþjóðlega athygli þar sem hún er talin skipta máli í samhengi við loftlagsbreytingar og hlýnun jarðar. Um er að ræða djúpstraum sem mælst hefur yfir landsgrunnshlíðinni norðan Íslands. Þessi straumur var rannsakaður fyrst og honum lýst af sérfræðingum Hafrannsóknastofnunarinnar, þeim Steingrími Jónssyni, sem jafnframt er prófessor við Háskólann á Akureyri, og Héðni Valdimarssyni. Undanfarin ár hafa farið fram nokkrar athuganir á þessum straumi bæði á bandarískum og íslenskum rannsóknaskipum í samstarfi sérfræðinga Hafró og Woods Hole, einnar virtustu hafrannsóknastofnunar Bandaríkjanna. Á mánudag lagði í haf frá Reykjavík rannsóknaskipið Knorr frá Woods Hole. Leiðangurinn tekur um mánaðartíma og verður straumurinn, sem kallaður er Norður-Íslands djúpstraumurinn (e. North Icelandic Jet), kortlagður af meiri nákvæmni og uppruna hans leitað. Steingrímur segir að þekkt sé svokölluð hita-seltuhringrás í hafinu sem hefur verið líkt við færiband. Hlýr sjór streymir norður þar sem hann kólnar og sekkur. Þá myndast djúpsjór sem flæðir aftur suður eftir botninum þar sem hann að lokum nær til yfirborðsins og hitnar aftur. Þessi hringrás stjórnar miklu um veðurfar í heiminum og kenningin er að með veikingu þessa færibands í hafinu muni veðurfar á norðurslóðum fara kólnandi, en hlýnun jarðar er talin geta raskað þessu jafnvægi. Ástæðan er í stuttu máli áhrif af bráðnun Grænlandsjökuls. Ferskt vatn breytir eiginleikum sjávarins þannig að hann verður eðlisléttari vegna minni seltu, sekkur því ekki og stöðvar færibandið. Steingrímur útskýrir að djúpstraumurinn nýi breyti þessari mynd og þar með kenningum um áhrif loftlagsbreytinga á norðurslóðum. Í því liggi mikilvægið og skýri áhuga Bandaríkjamannanna. Talið er hugsanlegt að tilvist djúpstraumsins við Ísland þýði að hita-seltuhringrásin sé ekki eins viðkvæm fyrir bráðnun jökulsins. Þá er einnig mikilvægt að tveir djúpsjávarstraumar, en ekki einn (Austur-Grænlandsstraumurinn, sem er löngu þekktur), eru virkir sem gæti dregið úr áhrifum bráðnandi jökla. Margt enn óþekktSpurður um tilurð þess að djúpstraumurinn uppgötvaðist segir Steingrímur að upphaflega hafi það byggst á grúski í gömlum gögnum sem gáfu það til kynna að straumbandið lægi við landgrunnið. „Svo höfum við verið á að fá staðfestingu á þessu á undanförnum árum með mælingum, bæði Hafrannsóknastofnunar og í samstarfi við Woods Hole. Núna er það hins vegar í fyrsta skipti sem straumurinn verður mældur yfir langt tímabil." Steingrímur segir að djúpstraumurinn liggi yfir landgrunnshlíðinni Íslandsmegin norðan Grænlandssunds. „Fyrst sáum við þetta út af Vestfjörðum en vitum núna að það er hægt að rekja djúpstrauminn allt austur að Langanesi. Hvar hann á endanleg upptök sín er ekki vitað enda margt sem er óþekkt enn þá. Það er verkefni næstu ára að fullgera þessa mynd." svavar@frettabladid.is
Fréttir Loftslagsmál Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Sjá meira