Valdatími Gaddafís er á enda runninn 23. ágúst 2011 00:30 Uppreisnarliðið í Líbíu hafði í gærkvöld náð höfuðborginni Trípolí að mestu á vald sitt en barðist áfram við dygga stuðningsmenn Múammars Gaddafí á ýmsum stöðum í borginni. Hvergi sást til Gaddafís sjálfs en augljóst mátti vera að valdatíð hans væri á enda. Uppreisnarliðið handtók í gær tvo af sonum Gaddafís, Saif al-Islam og Mohammed. Óstaðfestar fregnir bárust af því að þriðji sonurinn, Al-Saadi, hefði annað hvort verið handtekinn líka eða felldur. Innrásin í Trípolí hefur gengið mjög hratt fyrir sig. Hún hófst á laugardaginn með sprengjuárásum og skotbardögum í úthverfum borgarinnar, hélt áfram af fullum krafti á sunnudag og sigur var nánast í höfn í gær, aðeins þremur dögum eftir að átökin um höfuðborgina hófust. Í gær náðu uppreisnarmennirnir meðal annars ríkisútvarpi landsins á sitt vald og voru útsendingar þegar í stað stöðvaðar. Þar með missti stjórn Gaddafís mikilvægasta vettvang sinn til að hvetja stuðningsmenn sína til að verjast uppreisnarmönnum. Íbúar í borginni virtust almennt fagna tímamótunum en óttuðust jafnframt að erfið átök gætu haldið áfram. „Við trúum því ekki að þetta sé að gerast í raun og veru,“ sagði þrítugur maður, Ashraf Haliti, sem vinnur á kaffihúsi nálægt Græna torginu, sem uppreisnarmenn nefna nú á ný Píslarvottatorgið eins og það hét fyrir valdatíð Gaddafís. Uppreisnarmenn stofnuðu strax í febrúar, þegar átökin höfðu aðeins staðið yfir í fáeinar vikur, bráðabirgðastjórn í borginni Bengasí í austurhluta landsins. Æ fleiri ríki hafa nú viðurkennt þessa bráðabirgðastjórn sem lögmæta ríkisstjórn landsins. Fátt eitt er vitað um það hvernig hún hyggst stjórna landinu eða hvort hún nýtur stuðnings landsmanna þegar á reynir. gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Uppreisnarliðið í Líbíu hafði í gærkvöld náð höfuðborginni Trípolí að mestu á vald sitt en barðist áfram við dygga stuðningsmenn Múammars Gaddafí á ýmsum stöðum í borginni. Hvergi sást til Gaddafís sjálfs en augljóst mátti vera að valdatíð hans væri á enda. Uppreisnarliðið handtók í gær tvo af sonum Gaddafís, Saif al-Islam og Mohammed. Óstaðfestar fregnir bárust af því að þriðji sonurinn, Al-Saadi, hefði annað hvort verið handtekinn líka eða felldur. Innrásin í Trípolí hefur gengið mjög hratt fyrir sig. Hún hófst á laugardaginn með sprengjuárásum og skotbardögum í úthverfum borgarinnar, hélt áfram af fullum krafti á sunnudag og sigur var nánast í höfn í gær, aðeins þremur dögum eftir að átökin um höfuðborgina hófust. Í gær náðu uppreisnarmennirnir meðal annars ríkisútvarpi landsins á sitt vald og voru útsendingar þegar í stað stöðvaðar. Þar með missti stjórn Gaddafís mikilvægasta vettvang sinn til að hvetja stuðningsmenn sína til að verjast uppreisnarmönnum. Íbúar í borginni virtust almennt fagna tímamótunum en óttuðust jafnframt að erfið átök gætu haldið áfram. „Við trúum því ekki að þetta sé að gerast í raun og veru,“ sagði þrítugur maður, Ashraf Haliti, sem vinnur á kaffihúsi nálægt Græna torginu, sem uppreisnarmenn nefna nú á ný Píslarvottatorgið eins og það hét fyrir valdatíð Gaddafís. Uppreisnarmenn stofnuðu strax í febrúar, þegar átökin höfðu aðeins staðið yfir í fáeinar vikur, bráðabirgðastjórn í borginni Bengasí í austurhluta landsins. Æ fleiri ríki hafa nú viðurkennt þessa bráðabirgðastjórn sem lögmæta ríkisstjórn landsins. Fátt eitt er vitað um það hvernig hún hyggst stjórna landinu eða hvort hún nýtur stuðnings landsmanna þegar á reynir. gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira