Ótrúleg velgengni spænsku landsliðanna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. ágúst 2011 06:00 Spánverjar fagna heimsmeistaratitlinum sumarið 2010, einum af fjölmörgum sigrum landsliða Spánar á undanförnum árum. Nordic Photos/AFP Merkilegur viðsnúningur hefur átt sér stað í frammistöðu Spánverja á stórmótum í knattspyrnu undanfarin ár. Fyrir örfáum árum þótti jafnöruggt að Spánverjar myndu ekki standa undir væntingum á stórmótum og Englendingar. Þá er mikið sagt. Í kjölfarið á Evrópumeistaratitli sínum sumarið 2008 tóku hins vegar Spánverjar yfir alþjóðaknattspyrnu og virðast seint munu sleppa takinu. Frammistaða yngri landsliða Spánar gefur nefnilega til kynna að framtíðin sé afar björt. U21 árs landsliðið fór taplaust í gegnum Evrópukeppnina í Danmörku í sumar. Sigurinn var forsmekkurinn að mögnuðu sumri hjá yngri landsliðum Spánar. Kvennalandsliðið skipað leikmönnum 17 ára og yngri varð Evrópumeistari á sunnudag þar sem íslensku stelpurnar voru meðal annars yfirspilaðar af meisturunum. Sólarhring síðar var komið að karlalandsliðinu skipuðu leikmönnum 19 ára og yngri, sem lagði Tékka í dramatískum úrslitaleik. „Lykillinn að árangrinum er starfið sem knattspyrnusamband Spánar vinnur um allt landið,“ sagði Ginés Meléndez, þjálfari 19 ára landsliðs Spánar, eftir sigur sinna manna á mánudag. „Við fáum leikmennina þegar þeir eru 15 ára. Þeim er kennt að vinna innan ákveðins ramma sem breytist ekki þótt þeir flytjist á milli aldursflokka. Ramminn er sá sami allt upp í A-landsliðið,“ sagði Meléndez. Sigurinn var sá fimmti í Evrópukeppni 19 ára karlalandsliða á tíu árum. Árið 2002 mættu Spánverjar jafnöldrum sínum frá Þýskalandi í úrslitaleik keppninnar. Fernando Torres skoraði eina mark úrslitaleiksins á Ullevaal-leikvanginum í Osló. Sex árum eldri, sumarið 2008, var Torres aftur úrslitavaldurinn þegar hann skoraði sigurmarkið í Evrópukeppni A-landsliða. Aftur lágu Þjóðverjar í valnum. Spánverjar höfðu ekki unnið stórmót í knattspyrnu síðan á Evrópumótinu 1964. Með heimsmeistaratitlinum 2010, sínum fyrsta, staðfesti spænska landsliðið yfirburði sína á knattspyrnuvellinum. Landsliðsþjálfarinn Vincente del Bosque er þó alls ekki saddur. „Það er frábært að minnast sigra og fagna þeim en á sama tíma verðum við að undirbúa okkur fyrir framtíðina,“ segir del Bosque, en fram undan er Evrópukeppni landsliða 2012.Hann segir árangur A-landsliðsins enga tilviljun. „Leikmennirnir sem við höfum úr að velja koma í A-landsliðið meðvitaðir um hvernig þeir eiga að spila,“ segir del Bosque. Hvergi er veikan blett að finna á Spánverjum þegar knattspyrna er annars vegar. Barcelona hefur borið höfuð og herðar yfir önnur félagslið undanfarin ár. Til marks um það hefur liðið staðið uppi sem sigurvegari í Meistaradeild Evrópu þrisvar á síðustu sex árum. Spánverjar virðast meira að segja fremstir meðal jafningja í innanhússknattspyrnu, futsal. Karlalandsliðið er ríkjandi Evrópumeistari og silfurverðlaunahafi á síðasta heimsmeistaramóti. Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Fleiri fréttir Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Sjá meira
Merkilegur viðsnúningur hefur átt sér stað í frammistöðu Spánverja á stórmótum í knattspyrnu undanfarin ár. Fyrir örfáum árum þótti jafnöruggt að Spánverjar myndu ekki standa undir væntingum á stórmótum og Englendingar. Þá er mikið sagt. Í kjölfarið á Evrópumeistaratitli sínum sumarið 2008 tóku hins vegar Spánverjar yfir alþjóðaknattspyrnu og virðast seint munu sleppa takinu. Frammistaða yngri landsliða Spánar gefur nefnilega til kynna að framtíðin sé afar björt. U21 árs landsliðið fór taplaust í gegnum Evrópukeppnina í Danmörku í sumar. Sigurinn var forsmekkurinn að mögnuðu sumri hjá yngri landsliðum Spánar. Kvennalandsliðið skipað leikmönnum 17 ára og yngri varð Evrópumeistari á sunnudag þar sem íslensku stelpurnar voru meðal annars yfirspilaðar af meisturunum. Sólarhring síðar var komið að karlalandsliðinu skipuðu leikmönnum 19 ára og yngri, sem lagði Tékka í dramatískum úrslitaleik. „Lykillinn að árangrinum er starfið sem knattspyrnusamband Spánar vinnur um allt landið,“ sagði Ginés Meléndez, þjálfari 19 ára landsliðs Spánar, eftir sigur sinna manna á mánudag. „Við fáum leikmennina þegar þeir eru 15 ára. Þeim er kennt að vinna innan ákveðins ramma sem breytist ekki þótt þeir flytjist á milli aldursflokka. Ramminn er sá sami allt upp í A-landsliðið,“ sagði Meléndez. Sigurinn var sá fimmti í Evrópukeppni 19 ára karlalandsliða á tíu árum. Árið 2002 mættu Spánverjar jafnöldrum sínum frá Þýskalandi í úrslitaleik keppninnar. Fernando Torres skoraði eina mark úrslitaleiksins á Ullevaal-leikvanginum í Osló. Sex árum eldri, sumarið 2008, var Torres aftur úrslitavaldurinn þegar hann skoraði sigurmarkið í Evrópukeppni A-landsliða. Aftur lágu Þjóðverjar í valnum. Spánverjar höfðu ekki unnið stórmót í knattspyrnu síðan á Evrópumótinu 1964. Með heimsmeistaratitlinum 2010, sínum fyrsta, staðfesti spænska landsliðið yfirburði sína á knattspyrnuvellinum. Landsliðsþjálfarinn Vincente del Bosque er þó alls ekki saddur. „Það er frábært að minnast sigra og fagna þeim en á sama tíma verðum við að undirbúa okkur fyrir framtíðina,“ segir del Bosque, en fram undan er Evrópukeppni landsliða 2012.Hann segir árangur A-landsliðsins enga tilviljun. „Leikmennirnir sem við höfum úr að velja koma í A-landsliðið meðvitaðir um hvernig þeir eiga að spila,“ segir del Bosque. Hvergi er veikan blett að finna á Spánverjum þegar knattspyrna er annars vegar. Barcelona hefur borið höfuð og herðar yfir önnur félagslið undanfarin ár. Til marks um það hefur liðið staðið uppi sem sigurvegari í Meistaradeild Evrópu þrisvar á síðustu sex árum. Spánverjar virðast meira að segja fremstir meðal jafningja í innanhússknattspyrnu, futsal. Karlalandsliðið er ríkjandi Evrópumeistari og silfurverðlaunahafi á síðasta heimsmeistaramóti.
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Fleiri fréttir Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Sjá meira