Ég er langelstur og finn dálítið fyrir því núna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. ágúst 2011 07:00 Bjarni Guðjónsson. Mynd/Vilhelm Bjarni Guðjónsson harkaði af sér nárameiðsli og leiddi sína menn til 4-1 sigurs á föður sínum Guðjóni Þórðarsyni og lærisveinum hans í BÍ/Bolungarvík í undanúrslitaleik Valitor-bikarsins á Ísafirði á sunndaginn. KR-ingar voru að komast í bikarúrslitaleikinn annað árið í röð og í þriðja sinn síðan Bjarni kom í KR sumarið 2008. „Þetta var rosalega erfitt. Tölurnar sýna meira sannfærandi sigur en leikurinn spilaðist í heild sinni,“ sagði Bjarni og bætti við: „Þeir voru rosalega þéttir og vel skipulagðir og gáfu nánast engin færi á sér. Þeir leyfðu okkur að hafa boltann úti á vellinum en það er rosalega erfitt ef þú ætlar að spila svoleiðis og elta hitt liðið í 90 mínútur. Við finnum það bara þegar við erum að spila í Evrópukeppninni að það er vonlaust að ætla að liggja í vörn í 90 mínútur,“ sagði Bjarni. Baldur Sigurðsson kom KR tvisvar yfir í leiknum en Gunnar Már Elíasson, fyrirliði BÍ/Bolungarvíkur, jafnaði leikinn með algjöru draumamarki í lok fyrri hálfleiksins. „Mörkin hans Baldurs voru mikilvæg og þá sérstaklega seinna markið. Þetta var orðið mjög erfitt og við vorum ekki að finna leiðir í gegnum þetta hjá þeim. Annað markið var því rosalega mikilvægt,“ sagði Bjarni, sem átti stóran þátt í báðum mörkum Baldurs. Seinna mark Baldurs kom á 80. mínútu og eftir það bættu þeir Grétar Sigfinnur Sigurðarson og Gunnar Örn Jónsson við mörkum. Bjarni gat ekki spilað Evrópuleikinn á móti Tbilisi í vikunni á undan og var tæpur fyrir leikinn fyrir vestan. „Ég fékk í nárann í upphitunni og var ekki alveg nógu góður. Ég var ekki að láta neitt vita af því og þetta er ekki neitt sem kemur til með að hamla mér á sunnudaginn. Ég vissi að ég væri í fríi í Evrópuleiknum á fimmtudaginn þannig að ég ákvað bara að keyra á þetta,“ sagði Bjarni, sem fær líka hvíld því hann fer ekki með KR-liðinu til Georgíu. „Það kemur sér mjög vel að fá smá pásu. Ég er langelstur í liðinu og ég er farinn að finna dálitið fyrir því núna eftir þessa törn sem hefur verið hjá okkur. Rúnar ákvað það að við yrðum eftir eins og það að hann ákvað það að ég spilaði ekki fyrri leikinn. Hann stjórnar þessu mjög vel, við virðum allir hans ákvarðanir og hann hefur tekið mjög góðar ákvarðanir í allt sumar,“ sagði Bjarni að lokum. Íslenski boltinn Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Sport Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Sjá meira
Bjarni Guðjónsson harkaði af sér nárameiðsli og leiddi sína menn til 4-1 sigurs á föður sínum Guðjóni Þórðarsyni og lærisveinum hans í BÍ/Bolungarvík í undanúrslitaleik Valitor-bikarsins á Ísafirði á sunndaginn. KR-ingar voru að komast í bikarúrslitaleikinn annað árið í röð og í þriðja sinn síðan Bjarni kom í KR sumarið 2008. „Þetta var rosalega erfitt. Tölurnar sýna meira sannfærandi sigur en leikurinn spilaðist í heild sinni,“ sagði Bjarni og bætti við: „Þeir voru rosalega þéttir og vel skipulagðir og gáfu nánast engin færi á sér. Þeir leyfðu okkur að hafa boltann úti á vellinum en það er rosalega erfitt ef þú ætlar að spila svoleiðis og elta hitt liðið í 90 mínútur. Við finnum það bara þegar við erum að spila í Evrópukeppninni að það er vonlaust að ætla að liggja í vörn í 90 mínútur,“ sagði Bjarni. Baldur Sigurðsson kom KR tvisvar yfir í leiknum en Gunnar Már Elíasson, fyrirliði BÍ/Bolungarvíkur, jafnaði leikinn með algjöru draumamarki í lok fyrri hálfleiksins. „Mörkin hans Baldurs voru mikilvæg og þá sérstaklega seinna markið. Þetta var orðið mjög erfitt og við vorum ekki að finna leiðir í gegnum þetta hjá þeim. Annað markið var því rosalega mikilvægt,“ sagði Bjarni, sem átti stóran þátt í báðum mörkum Baldurs. Seinna mark Baldurs kom á 80. mínútu og eftir það bættu þeir Grétar Sigfinnur Sigurðarson og Gunnar Örn Jónsson við mörkum. Bjarni gat ekki spilað Evrópuleikinn á móti Tbilisi í vikunni á undan og var tæpur fyrir leikinn fyrir vestan. „Ég fékk í nárann í upphitunni og var ekki alveg nógu góður. Ég var ekki að láta neitt vita af því og þetta er ekki neitt sem kemur til með að hamla mér á sunnudaginn. Ég vissi að ég væri í fríi í Evrópuleiknum á fimmtudaginn þannig að ég ákvað bara að keyra á þetta,“ sagði Bjarni, sem fær líka hvíld því hann fer ekki með KR-liðinu til Georgíu. „Það kemur sér mjög vel að fá smá pásu. Ég er langelstur í liðinu og ég er farinn að finna dálitið fyrir því núna eftir þessa törn sem hefur verið hjá okkur. Rúnar ákvað það að við yrðum eftir eins og það að hann ákvað það að ég spilaði ekki fyrri leikinn. Hann stjórnar þessu mjög vel, við virðum allir hans ákvarðanir og hann hefur tekið mjög góðar ákvarðanir í allt sumar,“ sagði Bjarni að lokum.
Íslenski boltinn Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Sport Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Sjá meira