Bikarúrslitaleikurinn í húfi fyrir norðan Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. júlí 2011 07:30 Páll Viðar Gíslason, þjálfari Þórs, fór með KA í bikarúrslitaleikinn árið 1992. Mynd/Pjetur Þórsarar taka á móti ÍBV í undanúrslitum Valitor-bikars karla í knattspyrnu í kvöld. Þórsarar geta komist í úrslit keppninnar í fyrsta skipti en Eyjamenn hafa unnið bikarinn fjórum sinnum, síðast árið 1998. „Ég held að menn séu nokkuð spenntir fyrir þessu þar sem við erum ekki í undanúrslitum á hverjum degi. Ég vona bara að fólk átti sig á því. Ef það kemur ekki á þennan leik þá veit ég ekki hvenær það ætti að koma. Við ætlum að sýna hvað við getum,“ segir Páll Viðar Gíslason þjálfari Þórs. Staða liðanna í deildinni er ólík. Eyjamenn eru í 3. sæti í toppbaráttunni en nýliðar Þórs berjast fyrir sæti sínu í 9. sæti deildarinnar. Liðin mættust á Þórsvelli í 6. umferð Pepsi-deildar og þá höfðu Þórsarar betur 2-1. „Þeir segjast örugglega ekki hafa verið með allan sinn mannskap og þar fram eftir götunum. Við erum ekkert að velta okkur upp úr því. Það er okkar lið sem við þurfum að vera með á hreinu og að allir séu í gírnum. Þeir eru alltaf með mjög sterkt lið sama hvernig þeir stilla upp.“ Eyjamenn hafa tapað mikilvægum stigum gegn liðum í neðri hluta deildarinnar í sumar, litlu liðunum títtnefndu. Páll Viðar segir Þórsara ekki hafa tíma til þess að pirra sig á svoleiðis umræðu. „Við værum ekki að gera neitt annað ef við værum að pirra okkur á því að vera lítið í sviðljósinu fyrir utan að vera nýliðar, lítið lið með ljótan völl og einbýlishús á vallarsvæðinu. Við værum þá uppteknir af allt öðrum hlutum en við ættum að vera,“ segir Páll Viðar. Páll Viðar var í liði KA sem tapaði í bikarúrslitunum árið 1992 gegn Val. Þá var Gunnar Már Guðmundsson í tapliði Fjölnis í úrslitum 2007 og 2008. Aðrir hafa ekki komist í bikarúrslit. Tryggvi Guðmundsson, leikmaður ÍBV, á góðar minningar úr bikarnum, þó ekki með ÍBV. Hann varð bikarmeistari með KR árið 1994 og með FH árið 2007. Hann var hins vegar í tapliði Eyjamanna 1996 og 1997. Þegar Eyjamenn unnu loks bikarinn 1998 var Tryggvi farinn í atvinnumennsku. „Menn eru vel stemmdir. Það er langt síðan við komumst í úrslit. Það er alltaf extra kikk í leikmönnum síðasta leik fyrir Þjóðhátíð hvort sem það er í deild eða bikar,“ segir Tryggvi. „Okkur langar svakalega mikið að hefna fyrir tapið fyrir norðan í deildinni. Það var svolítið sárt tap enda töldum við okkur eiga að fá meira út úr þeim leik,“ segir markaskorarinn sem gefur ekki mikið fyrir þá skoðun blaðamanns að meiri pressa sé á Eyjamönnum. „Þessi leikur snýst um það að komast í stóra úrslitaleikinn á Laugardalsvellinum. Ég veit ekkert hvort liðið er stærra eða minna. Þetta eru tvö góð fótboltalið, tvö úrvalsdeildarlið,“ segir Tryggvi. Allir leikmenn eru heilir hjá báðum liðum og enginn í leikbanni. Því er von á sterkustu liðum beggja félaga á Þórsvelli í kvöld Leikurinn hefst klukkan 19.15. Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Mest lesið Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Ísfold Marý til liðs við Víking Íslenski boltinn Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Fótbolti Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Íslenski boltinn Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Körfubolti Fleiri fréttir Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Sjá meira
Þórsarar taka á móti ÍBV í undanúrslitum Valitor-bikars karla í knattspyrnu í kvöld. Þórsarar geta komist í úrslit keppninnar í fyrsta skipti en Eyjamenn hafa unnið bikarinn fjórum sinnum, síðast árið 1998. „Ég held að menn séu nokkuð spenntir fyrir þessu þar sem við erum ekki í undanúrslitum á hverjum degi. Ég vona bara að fólk átti sig á því. Ef það kemur ekki á þennan leik þá veit ég ekki hvenær það ætti að koma. Við ætlum að sýna hvað við getum,“ segir Páll Viðar Gíslason þjálfari Þórs. Staða liðanna í deildinni er ólík. Eyjamenn eru í 3. sæti í toppbaráttunni en nýliðar Þórs berjast fyrir sæti sínu í 9. sæti deildarinnar. Liðin mættust á Þórsvelli í 6. umferð Pepsi-deildar og þá höfðu Þórsarar betur 2-1. „Þeir segjast örugglega ekki hafa verið með allan sinn mannskap og þar fram eftir götunum. Við erum ekkert að velta okkur upp úr því. Það er okkar lið sem við þurfum að vera með á hreinu og að allir séu í gírnum. Þeir eru alltaf með mjög sterkt lið sama hvernig þeir stilla upp.“ Eyjamenn hafa tapað mikilvægum stigum gegn liðum í neðri hluta deildarinnar í sumar, litlu liðunum títtnefndu. Páll Viðar segir Þórsara ekki hafa tíma til þess að pirra sig á svoleiðis umræðu. „Við værum ekki að gera neitt annað ef við værum að pirra okkur á því að vera lítið í sviðljósinu fyrir utan að vera nýliðar, lítið lið með ljótan völl og einbýlishús á vallarsvæðinu. Við værum þá uppteknir af allt öðrum hlutum en við ættum að vera,“ segir Páll Viðar. Páll Viðar var í liði KA sem tapaði í bikarúrslitunum árið 1992 gegn Val. Þá var Gunnar Már Guðmundsson í tapliði Fjölnis í úrslitum 2007 og 2008. Aðrir hafa ekki komist í bikarúrslit. Tryggvi Guðmundsson, leikmaður ÍBV, á góðar minningar úr bikarnum, þó ekki með ÍBV. Hann varð bikarmeistari með KR árið 1994 og með FH árið 2007. Hann var hins vegar í tapliði Eyjamanna 1996 og 1997. Þegar Eyjamenn unnu loks bikarinn 1998 var Tryggvi farinn í atvinnumennsku. „Menn eru vel stemmdir. Það er langt síðan við komumst í úrslit. Það er alltaf extra kikk í leikmönnum síðasta leik fyrir Þjóðhátíð hvort sem það er í deild eða bikar,“ segir Tryggvi. „Okkur langar svakalega mikið að hefna fyrir tapið fyrir norðan í deildinni. Það var svolítið sárt tap enda töldum við okkur eiga að fá meira út úr þeim leik,“ segir markaskorarinn sem gefur ekki mikið fyrir þá skoðun blaðamanns að meiri pressa sé á Eyjamönnum. „Þessi leikur snýst um það að komast í stóra úrslitaleikinn á Laugardalsvellinum. Ég veit ekkert hvort liðið er stærra eða minna. Þetta eru tvö góð fótboltalið, tvö úrvalsdeildarlið,“ segir Tryggvi. Allir leikmenn eru heilir hjá báðum liðum og enginn í leikbanni. Því er von á sterkustu liðum beggja félaga á Þórsvelli í kvöld Leikurinn hefst klukkan 19.15.
Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Mest lesið Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Ísfold Marý til liðs við Víking Íslenski boltinn Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Fótbolti Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Íslenski boltinn Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Körfubolti Fleiri fréttir Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Sjá meira