Fólk sniðgangi lambakjöt 16. júlí 2011 07:00 Gylfi Arnbjörnsson. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, mótmælir harðlega nýrri viðmiðunarverðskrá Landssambands sauðfjárbænda, en í henni er gert ráð fyrir 25 prósenta hækkun á verði til bænda. Gylfi segir þetta algjörlega úr takti við aðrar hækkanir í samfélaginu og hvetur landsmenn til að mótmæla með því að hætta að kaupa lambakjöt. „Neytendur eiga að svara þessu með því að hætta að kaupa lambakjöt. Það gengur ekki að bændur séu með svona svikamyllu.“ Gylfi segir þetta sýna að nauðsynlegt sé að fella niður innflutningsvernd á lambakjöti. Ófært sé að bændur fari með afurðina til annarra landa þegar verðið er hagstætt og framkalli skort innanlands og hækki verðið á vörunni hérlendis. Sindri Sigurgeirsson, formaður Landssambands sauðfjárbænda, segir að ekki sé sjálfgefið að hækkunin leiti út í verðlagið. Hagræðing hafi orðið í slátrun og innistæða sé fyrir hærra verði til bænda. Þá áréttar hann að um nokkurs konar væntingavísitölu bænda sé að ræða sem sláturleyfishafar fari ekki endilega eftir. Hann þorir þó ekki að lofa því að hækkunin komi ekki fram í verðlagi. Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður þingflokks Samfylkingarinnar, segir hækkunina vondar fréttir fyrir íslenska neytendur. Hún segist ekki fá séð að hærra afurðaverð erlendis eigi að endurspeglast á innlendum mörkuðum. „Ég hef fullan skilning á því að aðföng og ýmis kostnaður bænda hafi hækkað mikið, en það hefur svo sannarlega gerst hjá heimilunum í landinu líka.“ Þórunn segir hækkanirnar úr takti við þau fyrirheit sem gefin hafi verið í kjarasamningum undanfarið. Undir það tekur Gylfi. Hann segir fráleitt að bændur velti kostnaði yfir á neytendur og segir þetta minna á samráð á grænmetismarkaði í Öskjuhlíð um árið. Fréttir Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Sjá meira
Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, mótmælir harðlega nýrri viðmiðunarverðskrá Landssambands sauðfjárbænda, en í henni er gert ráð fyrir 25 prósenta hækkun á verði til bænda. Gylfi segir þetta algjörlega úr takti við aðrar hækkanir í samfélaginu og hvetur landsmenn til að mótmæla með því að hætta að kaupa lambakjöt. „Neytendur eiga að svara þessu með því að hætta að kaupa lambakjöt. Það gengur ekki að bændur séu með svona svikamyllu.“ Gylfi segir þetta sýna að nauðsynlegt sé að fella niður innflutningsvernd á lambakjöti. Ófært sé að bændur fari með afurðina til annarra landa þegar verðið er hagstætt og framkalli skort innanlands og hækki verðið á vörunni hérlendis. Sindri Sigurgeirsson, formaður Landssambands sauðfjárbænda, segir að ekki sé sjálfgefið að hækkunin leiti út í verðlagið. Hagræðing hafi orðið í slátrun og innistæða sé fyrir hærra verði til bænda. Þá áréttar hann að um nokkurs konar væntingavísitölu bænda sé að ræða sem sláturleyfishafar fari ekki endilega eftir. Hann þorir þó ekki að lofa því að hækkunin komi ekki fram í verðlagi. Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður þingflokks Samfylkingarinnar, segir hækkunina vondar fréttir fyrir íslenska neytendur. Hún segist ekki fá séð að hærra afurðaverð erlendis eigi að endurspeglast á innlendum mörkuðum. „Ég hef fullan skilning á því að aðföng og ýmis kostnaður bænda hafi hækkað mikið, en það hefur svo sannarlega gerst hjá heimilunum í landinu líka.“ Þórunn segir hækkanirnar úr takti við þau fyrirheit sem gefin hafi verið í kjarasamningum undanfarið. Undir það tekur Gylfi. Hann segir fráleitt að bændur velti kostnaði yfir á neytendur og segir þetta minna á samráð á grænmetismarkaði í Öskjuhlíð um árið.
Fréttir Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Sjá meira