Sex efnilegir hvolpar undan Ellu og Nelson 15. júlí 2011 06:30 Vinir og vinnufélagar Sigmundur Bjarnason yfirtollvörður t.v. með fíkniefnahundinn Nelson og hvolpinn Pax og Haukur Örn Sigurjónsson rannsóknarlögreglumaður með tíkina Ellu og hvolpinn Clarissu. Fullorðnu hundarnir fara alltaf með sínum mönnum í vinnuna. Fréttablaðið/Vilhelm „Í kjölfar kreppunnar varð það að samkomulagi milli lögreglu og tollgæslu að prófa að rækta eigin fíkniefnahunda," segir Haukur Örn Sigurjónsson rannsóknarlögreglumaður á Suðurnesjum. Samkomulagið leiddi til þess að fíkniefnahundarnir Ella á Suðurnesjum og Nelson hjá tollgæslunni sameinuðu krafta sína með þeim afleiðingum að sjö svartir hvolpar fæddust. Fram til þessa hafa fíkniefnahundar verið fluttir að utan með milljóna tilkostnaði á hvern hund. „Það var ákveðið að láta reyna á þetta eftir að það mat sérfræðinga lá fyrir að þessir tveir hundar ættu mjög vel saman," bætir Haukur við. „Þetta virðist hafa heppnast með ágætum, því allar líkur benda til þess að allir hvolparnir, utan einn sem uppfyllir ekki strangar kröfur, verði notaðir í vinnu." Haukur hefur alfarið unnið með tíkina Ellu frá því að hún var flutt til landsins 2004. Hún kom frá ræktun í Bretlandi, en var valin af norskum hundaþjálfara, sem fór með hana til Noregs. Þar grunnþjálfaði hann hana. Haukur fór síðan út þar sem hann dvaldi í viku og kom heim með Ellu. „Hundaþjálfarinn skoðaði 82 hunda úr bresku veiðihundaræktuninni og valdi síðan einungis tvo af þeim. Annar var Ella," segir Haukur og það örlar á stolti í röddinni. Nelson á sér svipaða sögu. Hann var einnig vandlega valinn úr breskri veiðihundaræktun af hundaþjálfara, sem fór með hann til Noregs og þaðan lá leiðin til íslensku tollgæslunnar. Hvolparnir sjö komu í heiminn sumardaginn fyrsta á síðasta ári og sá dagur er Hauki nokkuð minnisstæður. „Hún var búin að eiga tvo, þegar mér sýndist hún ætla að eiga í erfiðleikum með þann næsta. Það var engan dýralækni að fá á þessum degi, svo ég setti hana út í bíl með hvolpunum og brunaði í bæinn. Við Straum gaut hún svo hvolpinum og restin kom á Dýraspítalanum í Víðidal. Svona eftir á að hyggja hef ég víst verið óþarflega áhyggjufullur." Það er mikið verk að annast fíkniefnahund. Hann þarf stöðuga þjálfun, örvun og hrós. „Ég læt tíkina synda mikið," útskýrir Haukur. „Í daglegum útivistartímum merkir hún oft á einhver tól sem hafa verið notuð til hassreykinga. Þá fær hún þennan að launum," bætir hann við og lyftir upp gulum bolta. Og þar með bindur Ella enda á viðtalið. jss@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Sjá meira
„Í kjölfar kreppunnar varð það að samkomulagi milli lögreglu og tollgæslu að prófa að rækta eigin fíkniefnahunda," segir Haukur Örn Sigurjónsson rannsóknarlögreglumaður á Suðurnesjum. Samkomulagið leiddi til þess að fíkniefnahundarnir Ella á Suðurnesjum og Nelson hjá tollgæslunni sameinuðu krafta sína með þeim afleiðingum að sjö svartir hvolpar fæddust. Fram til þessa hafa fíkniefnahundar verið fluttir að utan með milljóna tilkostnaði á hvern hund. „Það var ákveðið að láta reyna á þetta eftir að það mat sérfræðinga lá fyrir að þessir tveir hundar ættu mjög vel saman," bætir Haukur við. „Þetta virðist hafa heppnast með ágætum, því allar líkur benda til þess að allir hvolparnir, utan einn sem uppfyllir ekki strangar kröfur, verði notaðir í vinnu." Haukur hefur alfarið unnið með tíkina Ellu frá því að hún var flutt til landsins 2004. Hún kom frá ræktun í Bretlandi, en var valin af norskum hundaþjálfara, sem fór með hana til Noregs. Þar grunnþjálfaði hann hana. Haukur fór síðan út þar sem hann dvaldi í viku og kom heim með Ellu. „Hundaþjálfarinn skoðaði 82 hunda úr bresku veiðihundaræktuninni og valdi síðan einungis tvo af þeim. Annar var Ella," segir Haukur og það örlar á stolti í röddinni. Nelson á sér svipaða sögu. Hann var einnig vandlega valinn úr breskri veiðihundaræktun af hundaþjálfara, sem fór með hann til Noregs og þaðan lá leiðin til íslensku tollgæslunnar. Hvolparnir sjö komu í heiminn sumardaginn fyrsta á síðasta ári og sá dagur er Hauki nokkuð minnisstæður. „Hún var búin að eiga tvo, þegar mér sýndist hún ætla að eiga í erfiðleikum með þann næsta. Það var engan dýralækni að fá á þessum degi, svo ég setti hana út í bíl með hvolpunum og brunaði í bæinn. Við Straum gaut hún svo hvolpinum og restin kom á Dýraspítalanum í Víðidal. Svona eftir á að hyggja hef ég víst verið óþarflega áhyggjufullur." Það er mikið verk að annast fíkniefnahund. Hann þarf stöðuga þjálfun, örvun og hrós. „Ég læt tíkina synda mikið," útskýrir Haukur. „Í daglegum útivistartímum merkir hún oft á einhver tól sem hafa verið notuð til hassreykinga. Þá fær hún þennan að launum," bætir hann við og lyftir upp gulum bolta. Og þar með bindur Ella enda á viðtalið. jss@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Sjá meira