Sex efnilegir hvolpar undan Ellu og Nelson 15. júlí 2011 06:30 Vinir og vinnufélagar Sigmundur Bjarnason yfirtollvörður t.v. með fíkniefnahundinn Nelson og hvolpinn Pax og Haukur Örn Sigurjónsson rannsóknarlögreglumaður með tíkina Ellu og hvolpinn Clarissu. Fullorðnu hundarnir fara alltaf með sínum mönnum í vinnuna. Fréttablaðið/Vilhelm „Í kjölfar kreppunnar varð það að samkomulagi milli lögreglu og tollgæslu að prófa að rækta eigin fíkniefnahunda," segir Haukur Örn Sigurjónsson rannsóknarlögreglumaður á Suðurnesjum. Samkomulagið leiddi til þess að fíkniefnahundarnir Ella á Suðurnesjum og Nelson hjá tollgæslunni sameinuðu krafta sína með þeim afleiðingum að sjö svartir hvolpar fæddust. Fram til þessa hafa fíkniefnahundar verið fluttir að utan með milljóna tilkostnaði á hvern hund. „Það var ákveðið að láta reyna á þetta eftir að það mat sérfræðinga lá fyrir að þessir tveir hundar ættu mjög vel saman," bætir Haukur við. „Þetta virðist hafa heppnast með ágætum, því allar líkur benda til þess að allir hvolparnir, utan einn sem uppfyllir ekki strangar kröfur, verði notaðir í vinnu." Haukur hefur alfarið unnið með tíkina Ellu frá því að hún var flutt til landsins 2004. Hún kom frá ræktun í Bretlandi, en var valin af norskum hundaþjálfara, sem fór með hana til Noregs. Þar grunnþjálfaði hann hana. Haukur fór síðan út þar sem hann dvaldi í viku og kom heim með Ellu. „Hundaþjálfarinn skoðaði 82 hunda úr bresku veiðihundaræktuninni og valdi síðan einungis tvo af þeim. Annar var Ella," segir Haukur og það örlar á stolti í röddinni. Nelson á sér svipaða sögu. Hann var einnig vandlega valinn úr breskri veiðihundaræktun af hundaþjálfara, sem fór með hann til Noregs og þaðan lá leiðin til íslensku tollgæslunnar. Hvolparnir sjö komu í heiminn sumardaginn fyrsta á síðasta ári og sá dagur er Hauki nokkuð minnisstæður. „Hún var búin að eiga tvo, þegar mér sýndist hún ætla að eiga í erfiðleikum með þann næsta. Það var engan dýralækni að fá á þessum degi, svo ég setti hana út í bíl með hvolpunum og brunaði í bæinn. Við Straum gaut hún svo hvolpinum og restin kom á Dýraspítalanum í Víðidal. Svona eftir á að hyggja hef ég víst verið óþarflega áhyggjufullur." Það er mikið verk að annast fíkniefnahund. Hann þarf stöðuga þjálfun, örvun og hrós. „Ég læt tíkina synda mikið," útskýrir Haukur. „Í daglegum útivistartímum merkir hún oft á einhver tól sem hafa verið notuð til hassreykinga. Þá fær hún þennan að launum," bætir hann við og lyftir upp gulum bolta. Og þar með bindur Ella enda á viðtalið. jss@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
„Í kjölfar kreppunnar varð það að samkomulagi milli lögreglu og tollgæslu að prófa að rækta eigin fíkniefnahunda," segir Haukur Örn Sigurjónsson rannsóknarlögreglumaður á Suðurnesjum. Samkomulagið leiddi til þess að fíkniefnahundarnir Ella á Suðurnesjum og Nelson hjá tollgæslunni sameinuðu krafta sína með þeim afleiðingum að sjö svartir hvolpar fæddust. Fram til þessa hafa fíkniefnahundar verið fluttir að utan með milljóna tilkostnaði á hvern hund. „Það var ákveðið að láta reyna á þetta eftir að það mat sérfræðinga lá fyrir að þessir tveir hundar ættu mjög vel saman," bætir Haukur við. „Þetta virðist hafa heppnast með ágætum, því allar líkur benda til þess að allir hvolparnir, utan einn sem uppfyllir ekki strangar kröfur, verði notaðir í vinnu." Haukur hefur alfarið unnið með tíkina Ellu frá því að hún var flutt til landsins 2004. Hún kom frá ræktun í Bretlandi, en var valin af norskum hundaþjálfara, sem fór með hana til Noregs. Þar grunnþjálfaði hann hana. Haukur fór síðan út þar sem hann dvaldi í viku og kom heim með Ellu. „Hundaþjálfarinn skoðaði 82 hunda úr bresku veiðihundaræktuninni og valdi síðan einungis tvo af þeim. Annar var Ella," segir Haukur og það örlar á stolti í röddinni. Nelson á sér svipaða sögu. Hann var einnig vandlega valinn úr breskri veiðihundaræktun af hundaþjálfara, sem fór með hann til Noregs og þaðan lá leiðin til íslensku tollgæslunnar. Hvolparnir sjö komu í heiminn sumardaginn fyrsta á síðasta ári og sá dagur er Hauki nokkuð minnisstæður. „Hún var búin að eiga tvo, þegar mér sýndist hún ætla að eiga í erfiðleikum með þann næsta. Það var engan dýralækni að fá á þessum degi, svo ég setti hana út í bíl með hvolpunum og brunaði í bæinn. Við Straum gaut hún svo hvolpinum og restin kom á Dýraspítalanum í Víðidal. Svona eftir á að hyggja hef ég víst verið óþarflega áhyggjufullur." Það er mikið verk að annast fíkniefnahund. Hann þarf stöðuga þjálfun, örvun og hrós. „Ég læt tíkina synda mikið," útskýrir Haukur. „Í daglegum útivistartímum merkir hún oft á einhver tól sem hafa verið notuð til hassreykinga. Þá fær hún þennan að launum," bætir hann við og lyftir upp gulum bolta. Og þar með bindur Ella enda á viðtalið. jss@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira